Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1999, Blaðsíða 34

Freyr - 15.04.1999, Blaðsíða 34
Mynd 5. Lárus og Arnar fylgjast spenntir með ásetningu. Ljósmynd: ÞS. en heldur hefur dregist að ljúka verkinu. Það er þó ljóst að þeir byggja á svipuðum grunnhugmynd- um og Lely, og það er einn armur fyrir hvem mjaltaklefa. Þeir verða þó að notast við eigin lausnir þar sem Lely er með um 280 einkaleyfí á einstökum hlutum á sínu tæki. Það þýðir þó auðvitað ekki að lausnir Alfa Laval séu sjálfkrafa verri, og nýjustu fréttir af þeim em að tæki þeirra komi á markað á seinni hluta þessa árs og er spenn- andi að sjá hvemig til tekst en mikl- ar væntingar era til þessarar tækni og verður að teljast ólíklegt að Alfa Laval Agri, sem er stærsti mjalta- vélaframleiðandi í heimi, myndi sjá sér hag í því að setja á markað tæki sem stæði tæki samkeppnisaðila langt að baki. Það er því óskandi fyrir væntanlega kaupendur slíkra tækja að raunveruleg samkeppni myndist en það flýtir fyrir og eykur metnað í þróun á búnaðinum og eykur möguleika á að verðið lækki eitthvað líka. Kostnaöur? Lely Astronaut kostar um kr. 12 milljónir í þessum löndum og verð- ur væntanlega svipað hér á landi. Auk þess er gerður sérstakur þjón- ustusamningur sem tryggir bóndan- um aðgang að allri þeirri þjónustu sem hann getur þurft á að halda, en | eins og gefur að skilja þá má slíkt | tæki ekki stöðvast nema í örfáar klukkustundir í einu ef eitthvað kemur upp á. Fyrir þjónustusamn- ing greiða menn ákveðna upphæð á ári (ca. kr. 250 þús. i nágrannalönd- unum) og er öll þjónusta þar inni- falin en bóndinn þarf þó að greiða ! sjálfur hluti sem flokkast undir eðlilega endumýjun, þ.e.a.s. spena- gúmmí, slöngur, þvottaklúta á rúll- umar o.s.frv. Að lokum Það er samdóma álit okkar að sú | reynsla að upplifa það að koma í | hvert fjósið á fætur öðra þar sem þessi búnaður virkar óaðfmnanlega hafi verið svolítið sjokk. Töldum I við þó að við væram þokkalega vel undirbúnir enda búnir að fylgjast með þessari tækni af hliðarlínunni í | nokkur ár af miklum áhuga. Við J höfðum þó ekki áttað okkur á því hversu auðvelt kýmar eiga með að aðlagast þessu, enda stundum heyrt tölur um að menn hafi þurft að losa sig við 20-30% af kúnum vegna þess að þær næðu ekki að aðlagast, en það virtist ekki vera reynsla manna þama, og sumir höfðu ekki þurft að losa sig við neina kú þegar þeir tóku tæknina í notkun. Eina spumingin, sem er ósvarað í okkar huga, er hvort íslensku kým- ar séu á einhvem hátt ffábragðnar öðram kúm sem gæti gert það að verkurn að tæknin gengi ekki eins vel hér og annars staðar. Meðal þess sem þar þarf að athuga er hæð frá gólfi og upp i lægsta spena, en það má ekki vera minna en 33 cm til þess að armurinn nái að athafna sig. Lauslegar athuganir í nokkr- um fjósum benda til þess að það sé ekki alvarlegt vandamál hér, en þó er einhver hluti kúnna klárlega undir þeim mörkum, hugsanlega misjafnt eftir búum. Mismjaltir skipta nánast engu máli og júgur- og spenagerð era líklega ekki stórt vandamál heldur, enda era hylkin frjálsari undir kúnni svona aðskilin eins og þau era heldur en þegar krossinn heldur aftur af þeim. Skapgerðin er óljós og mönnum ber ekki saman um hvort hún er góð eða slæm hér, enda era þar t.d. uppeldis- og umgengnisáhrif sem geta skapað mikinn mun á milli búa. Það verður alla vega að telja að kýr sem ákveður sjálf að fara í mjaltaklefann til mjalta þegar henni þóknast sé líklegri til að standa kyrr, róleg og afslöppuð, heldur en sú sem er rekin með harðri hendi til mjalta, rígbundin í bak og fyrir og ausið yfir hana skömmum og svívirðingum á með- an á mjöltum stendur. Það er ljóst að þessi tækni er komin á það stig að hún er orðin raunveralegur valkostur fyrir þá sem þurfa að byggja upp nýja að- stöðu hjá sér, endurbyggja gamla aðstöðu eða vilja kaupa sér raun- veralega vinnuhagræðingu. Það stefnir í að fýrstu tækin berist hing- að til lands ekki síðar en á næsta ári og þá kemur fljótlega í ljós hvort eitthvað í aðstæðum hjá okkur stendur í vegi fyrir þessari tækni, og ef svo er ekki er ástæða til að hvetja alla þá sem ætla sér að hafa atvinnu af mjólkurframleiðslu í framtíðinni til að kynna sér þessa tækni fordómalaust áður en rokið er til og byggt fjós að hætti forfeðr- anna. 34- FREYR 4/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.