Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1999, Blaðsíða 8

Freyr - 15.04.1999, Blaðsíða 8
Mynd 1. Hlutfallsleg þátttaka í skýrsluhaldi í einstökum héruðum árið 1998. sem enn bjóða upp á mest tækifæri til aukningar í starfi eru á Suður- landi, þar sem þátttaka mælist 77%, og í Borgarijarðarhéraði þar sem hún er 71%. Eins og áður er ástandið í þessum efnum lang slak- ast í Kjósarsýslu og á Austurlandi en á báðum þessum svæðum mælist þátttaka aðeins 50%, en þetta eru hins vegar bæði héruð með tiltölu- lega litla mjólkurframleiðslu. Reynsla undangenginna ára segir að brottfall þeirra ffamleiðenda, sem utan skýrsluhaldsins standa, er hlut- fallslega margfalt meira en hinna. Þetta á sér ýmsar eðlilegar skýringar, sem þýðir um leið að allstór hluti þeirra búa sem utan starfsins standa nálgast sitt sólarlag i ffamleiðslunni og verða því aldrei virkir þátttakend- ur í skýrsluhaldi. Möguleikar til um- talsverðrar aukningar í starfmu eru því viða orðnir verulega takmarkað- ir. Á nokkrum stöðum eru þeir þó fýrir hendi og nauðsynlegt að nýta. Skýrsluhald er ómissandi þáttur í nú- tíma mjólkurffamleiðslu og því má aldrei láta af hvamingu til þeirra sem utan þess standa og ráðgera að stunda ffamleiðslu á komandi árum að endurskoða viðhorf sín til þessar- ar starfsemi og koma þar til virkrar þátttöku. Bú, sem skiluðu skýrslum á árinu 1998, voru samtals 876 samanborið við 897 árið áður. Eins og ráða má af því sem áður er sagt má rekja þessa fækkun skýrsluhaldara að nær öllu leyti til búa sem hættu með mjólkurframleiðslu á árinu 1997. Til algerrar undantekningar heyrir að bú sem eru með skýrsluhald hætti því og talsvert fleiri bú helja skýrsluhald á hverju ári. Kýr sem komu á skýrslu á árinu voru samtals 29.463 (29.291) og af þeim voru samtals 15.766 (15.539) kýr sem voru samfellt á skýrslu frá fyrsta til síðasta dags ársins og nefnast heilsárskýr í uppgjöri, en reiknaðar árskýr eru 21.930,6 (21.499,4). Tölur í sviga og annars | staðar einnig i þessari grein eru sambærilegar tölur frá árinu 1997. Það þarf tæpast að taka það fram að þessar tölur allar eru um fleiri kýr en nokkru sinni áður hafa verið í þessu skýrsluhaldi á einu ári. Einn- ig kemur þama skýrt fram hinn mikli hreyfanleiki sem orðinn er í j kúastofninum og verið hefur síð- ustu árin. Meðalbúið fer stækkandi Augljóst er að þegar búum fækk- | ar talsvert en kúm fjölgar þá stækk- ar meðalbúið talsvert. Árið 1998 taldi meðalbúið að jafnaði 25 árs- kýr og hafði fjölgað um eina kú eða rúm 4% frá fyrra ári. Að jafnaði koma 33,6 kýr á skýrslu á hverju búi á árinu 1998. Eins og áður eru ! búin að jafnaði stærst í Eyjafirði og nú gerist það í fyrsta sinn að meðal- bústærð í einu héraði fer yfir 30 kýr en hún mælist í Eyjafirði 31,7 árs- kýr. Bústærðin er hins vegar tiltölu- lega jöfn hér á landi í samanburði við það sem gerist víða í nálægum ■ löndum því að meðalbústærð á Vestfjörðum, þar sem búin eru að jafnaði minnst, er 18,9 árskýr. í tveimur nautgriparæktarfélög- um nær fjöldi kúa á skýrslu á árinu yfír þúsund og er það í báðum til- vikum félög sem hafa félagssvæði yfir heila sýslu. I Nf. Austur-Hún- vetninga voru 1286 kýr á skýrslu og í Nf. Snæfellinga 1028 kýr. Aukning afurða, mæld í magni mjólkur, er nú meiri á milli ára en nokkur dæmi eru um fyrr eða síðar í sögu skýrsluhaldsins. Meðalaf- urðir eftir hverja árskú reiknast árið 1998 4392 kg og er það 159 kg meiri mjólk en árið áður eða 3,76% aukning milli ára sem verður að teljast feikilega mikið. Þegar litið er á afurðaþróun fullmjólka kúnna er aukningin þar öllu minni. Þær skila að jafnaði 4401 kg mjólkur saman- borið við 4235 kg árið 1997. Þetta er sama þróun og á árinu 1997 að enn dregur saman með meðaltals- tölum fyrir fúllmjólka kýr og árs- kýr. Erfitt er að álykta annað en einn þáttur þess hljóti að vera að ungu kýmar sem eru að koma inn í framleiðsluna em sífellt að skila meiri afurðum. Þetta er skýr bend- ing um það að erfðaframfarir, mældar í magni mjólkur, em nú miklu meiri en fyrir aðeins örfáum ámm. Því miður er annað uppi á ten- ingnum þegar horft er á efnahlutfall mjólkurinnar. Þar lækka meðaltals- tölur enn örlítið á milli ára. Prótein- hlutfallið er 3,31% (3,32%) og fítu- hlutfall 3,99% (3,99%). Þannig er engin breyting í fituhlutfalli en ör- lítil lækkun i próteinhlutfalli. Eins og bent var á í greinum hér í blað- inu á síðasta ári þá er ræktunarfer- illinn í nautgriparæktinni gífurlega langur. Enn emm við með gripi sem valdir em áður en kom til greiðsla til bænda vegna próteins í mjólk. Nautavalið, sem nánast öllu ræður um breytingar í stofninum, fer í reynd í meginatriðum fram þegar nautsfeður em valdir hverju sinni, þannig að það gerist að mestu einu og hálfú ári áður en nautin fæðast. Þannig er fyrsti árgangur 8- FREYR 4/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.