Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1999, Blaðsíða 9

Freyr - 15.04.1999, Blaðsíða 9
nauta sem segja má að valinn sé eft- ir að áherslur í þessum efnum breytast nautin sem fædd eru árið 1994, en afkvæmarannsókn þeirra nauta lýkur ekki fyrr en eftir tvö ár eins og lesendur þekkja. Ljóst er að einhvem hluta af þeirri lækkun sem orðið hefur á efnahlutföllum mjólk- urinnar síðustu árin er vegna þess að eðli kúastofnsins er lakara en var gagnvart þessum þáttum. Þetta hef- ur gerst vegna þess hve sterkt nei- kvætt samband er á milli sérstak- lega próteinshlutfalls mjólkurinnar og mjólkurmagnsins. Ástæða er samt að benda á það að magn mjólkurinnar ræður mest um magn verðefna (magn af mjólkurfitu og mjólkurpróteini) og því er hver fúllmjólka kýr að jafhaði að skila 12 kg meira af verðefnum en árið 1997 eða tæpum 4% meira. Það hefur verið oft vakin athygli á því að sú skráning sem fram fer á notkun kjamfóðurs í skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar er ekki góður mælikvarði um nákvæma kjamfóð- umotkun á einstökum búum. Oná- kvæmni í þeirri skráningu er víða of mikil til þess. Hins vegar hefur reynslan sýnt að þær tölur sem þar koma fram em mjög góðar til að mæla breytingar sem verða á milli ára í kjamfóðumotkun og þá oft um leið fóðmn kúnna. Aukning í kjam- fóðumotkun er vemleg á milli ára eða 97 kg á hveija árkú að meðal- tali og skráð meðalnotkun kjam- fóðurs er því orðin 699 kg á hveija árskú. Rétt er að benda á að vem- lega vantar samt enn á að kjamfóð- umotkun hafi náð þeim mörkum fyrir hverja kú sem hún náði fyrir rúmum einum og hálfum áratug, þó að meðalafurðir eftir hverja kú séu nú rúmum 500 kg meiri en þá var. Hagstætt árferöi til mjólkurframleiðslu Vart fer á milli mála að veiga- mestu þættir hinnar miklu afurða- aukningar á milli ára er aukin fóðr- un kúnna víða á haustdögum og í vetur í kjölfar yfirlýsinga frá mjólk- uriðnaðinum um greiðslur fýrir um- frammjólk á yfirstandi verðlagsári, auk mjög hagstæðs árferðis til mjólkurframleiðslu víða um land. Auk þess hefur það einnig áhrif að í fjósum bænda eru með hverju ári getumeiri kýr til ffamleiðslu. Á mynd 2 er sýndur samanburður meðalafurða á milli áranna 1997 og 1998 eftir héruðum. Þar sést að afurðaaukningunni er talsvert mis- skipt á milli héraða. Mesta aukning á milli ára er í Borgarfjarðarhéraði þar sem meðalafurðir aukast um 250 kg. Þá er aukningin á Suður- landi rúm 200 kg, í Kjósarsýslu ná- kvæmlega 200 kg, í Austur-Skafta- fellssýslu 191 kg og í Skagafirði 186 kg. Mestu meðalafurðir í einu héraði eru nú í Skagafirði en þar hefur á síðustu árum orðið mjög jöfn og mikil aukning afurða, sem vafalítið hefur skapast m.a af því að bændur þar hafa haft rýmri framleiðsluheimildir margir hverjir en gerist í öðrum héruðum vega markvissrar aukningar á greiðsl- umarki í mjólkurframleiðslu þar í héraði. Meðalafurðir kúnna í Skagafirði voru nú 4638 kg af mjólk sem verður að teljast glæsi- legur árangur. I tveimur héruðum, Dalasýslu og Vestur-Húnavatns- sýslu, voru meðalafurðir minni árið 1998 en þær voru árið 1997. Fyrir allnokkrum árum taldist það til afreka að einstök nautgripa- ræktarfélög náðu 4000 kg meðal- afurðum eftir hverja árskú. Með þeirri afurðaukningu, sem nú hefur orðið, hefur þetta gerbreyst og nú eru það 65 af 80 félögum í landinu sem ná þessu marki. I þrem félög- um næst það mark að framleiða yfir 5000 kg mjólkur eftir hverja árskú. Eins og oft á undanfömum árum þá em mestar afurðir í Nf. Auðhumlu i Hólahreppi, en þar em 184 kýr skýrslufærðar á fimm bú- um og meðalafurðir þeirra 5179 kg. Kjamfóðumotkun er þar að jafnaði 1043 á hverja kú. Þá er Nf. Skútustaðahrepps eins og hefur samfellt verið í nokkra áratugi með glæsilegan árangur. I Mý- vatnssveit eru allar mjólkurkýr skýrslufærðar, en þær komu sam- tals 152 á skýrslu árið 1998 og skiluðu þær að meðaltali 5081 kg af mjólk en fengu að meðaltali 964 kg af kjamfóðri. Þriðja félagið sem nær að fella 5000 kg múrinn er Nf. Holtahrepps þar sem 389 kýr koma á skýrslu á árinu og skila að meðaltali 5047 kg af mjólk, en kjamfóðurnotkun er að meðaltali 867 kg fyrir kúna. Þarna hefur á síðustu árum orðið gríðarlega mik- il aukning meðalafurða og óvíða er fóðrun og meðferð mjólkurkúnna sinnt af meiri fagmennsku og alúð hér á landi en gerist á ýmsum bú- um þar í sveit. Það liggur í hlutarins eðli að með meðalafurðum, sem orðnar Samanburður 97-98 1997 «1998 5000 4500 4000 3000 3500 ;IÉ BÖ líy iÉ * ? CQ I s cn 5= c c W >3 O) .1« ® M £ x x | líp E < > < w th cc W oð < cn > Mynd 2. Samanburður afurða skýrslufœrðra kúa eftir héruðum árin 1997 og 1998. FREYR 4/99 - 9

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.