Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1999, Blaðsíða 25

Freyr - 15.04.1999, Blaðsíða 25
frekari nota og talsverður hluti þeirra kemur til nota og verður á nautaspjaldi. C-dóm fá síðan þau naut sem ekki er talin ástæða til að komi til frekari nota við ræktun ís- lensku kúnna. Að þessu sinni voru valdir fjórir nautsfeður og eru það Beri 92021, Tjakkur 92022, Skuggi 92025 og Smellur 92028. Upplýsingar um ágæti þessara nauta hafa þegar ver- ið raktar. Rétt er að bæta því við að vegna hins lága dóms fyrir prótein- hlutfall getur Beri 92021 ekki not- ast sem nautsfaðir nema fyrir kýr sem hafa mjög hátt mat sjálfar fyrir próteinhlutfall. í meginatriðum hljóta þetta að vera dætur Hólms 81018, Austra 85027, Bassa 86021 og mögulega einnig eitthvað af dætrum Þráðar 86013. Eins og fram hefur komið eru dætur Skugga 92025 heldur yngri en flestra hinna nautanna og á hann því stærri hóp dætra en hin nautin sem eiga eftir að koma til viðbótar í mat síðar. Eins og margir þekkja er unnið hverju sinni kynbótamat fyrir það sem við köllum fram- lengdar afurðir og getum við þannig nokkuð skyggnst eftir því hvemig liklegt sé að kynbótamat nautanna muni breytast í fram- tíðinni. Fyrir Skugga benda þessar tölur til að hann muni hækka umtalsvert í mati þegar meiri upp- lýsingar koma um dætur hans. Eftirtalin naut fá B-dóm og verða höfð í almennri notkun og verða á nautaspjaldi: Þokki 92001, Galmar 92005, Poki 92014, Suddi 92015, Frekur 92017 og Tengill 92026. Því til viðbótar em eftirtalin naut einnig með B-dóm: Hvellur 92006, Sæþór 92009, Geisli 92018, Brúni 92019, Bjarmi 92030. Á það er minnt að sæði er til úr þessum nautum áfram á Nautastöðinni, en óski einhverjir bændur eftir að nota sæði úr þeim verður að panta það hjá frjótækni með mjög góðum fyrirvara. Að síðustu voru eftirtalin naut með C-dóm og verða því ekki til frekari nota: Púki 92002, Koti 92008, Móses 92010, Myrkvi 92011, Hvammur 92012, Jarpur 92016, Geysir 92023 og Vetur 92031. Þegar þessar ákvarðanir hafa verið teknar er mögulegt að leggja mat á það hvemig til hefur tekist með úrval úr þessum hópi nauta. j Það er gert með þeim aðferðum sem skýrðar vom hér í blaðinu á síðasta ári. Niðurstöður þessa era sýndar á mynd 7. Eins og margoft hefur verið Qallað um er nánast óhugsandi að mögulegt sé að ná umtalsverðum jákvæðum úrvals- yfirburði fyrir alla eiginleika, þeg- ar horft er á jafn marga eiginleika og hér um ræðir, sérstaklega þegar j það er haft hugfast að sumir af | þessum eiginleikum era neikvætt tengdir. Myndin sýnir að allvel virðist samt hafa tekist til. Fyrir mjólkurmagn era nýttir 74% af þeim möguleikum sem fyrir hendi era. Það er að vonum neikvætt að j sjá að úrval með tilliti til prótein- hlutfalls er neikvætt sem nemur 9%. í því sambandi er rétt að gera sér grein fyrir feikilega sterkum áhrifum af hinu lága mati hjá Poka og Bera á þessar niðurstöður. ( Hefði verið gengið það harkalega til verks að útiloka þessi naut frá frekari notkun þá hefði úrvalsnýt- ing með tilliti til þessa eiginleika j gerbreyst og orðið jákvæð sem { nemur 49%. Ég vænti þess hins vegar að þegar skoðaðir era kostir þessara nauta með tilliti til annarra eiginleika sé mönnum fullljóst að slík ákvörðun hefði að flestra mati verið talin fáránleg. Hver og einn bóndi verður að vega og meta hvort þetta eru naut sem hann kýs að nota. Fyrir frjósemi er úrvals- nýting einnig neikvæð sem nemur 19%. í því sambandi vísast til þess sem áður segir um það hve óná- kvæmur þessi mælikvarði er og einnig þess sem kemur fram í grein um kynbótaeinkunnir nauta að þessi einkunn breytist yfirleitt meira en aðrar á milli ára, sem er staðfesting á meiri ónákvæmni í ákvörðun hennar en hinna eink- unnanna. Fyrir framutölu era not- aðir 25% þeirra úrvalsmöguleika sem fínnast. Valið er í takt við mat bænda því að gagnvart gæðaröð er úrvalsnýting 65%. Þá er úrvalsnýting með tilliti til júgur- gerðar 74% og gagnvart spenagerð 59%, þannig að greinilega er tekið mikið tillit til þessara eiginleika. Með tilliti til mjalta eru 29% möguleika nýttir en um leið er rétt að minna á það að hópurinn sem heild er jákvæður hvað varðar þessa eiginleika, sem raunar á ekki síður við um skap þar sem úrvals- möguleikar era samt nýttir 58%. Ef rétt er unnið þá á úrvalsnýting að sjálfsögðu að vera mest með til- liti til heildareinkunnar, eins og raunin er því að þar eru 98% möguleika nýttir og tæpast mögu- legt að ná þar lengra. % 100 50 0 -50 'O Úrvalsnýting naut1992 sO ox C 'o 'O Q_ m ■ 1 1 1—J 1 [ 1 1 1 1 1 1 1 1 ZJ 'E »o =o O 03 Q. 03 E 3 o cn ;° 1— 05 *o O) -D ÍZ 0 Q. 03 c/) LL 'ZT ftf C/) LL o c c c c LU Mynd 7. Úrvalsnýting hjá nautum í árgangi frá 1992. FREYR 4/99 - 25

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.