Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1999, Blaðsíða 13

Freyr - 15.04.1999, Blaðsíða 13
Afurðahæstu kýr 1998 og nautsmæðraskrá 1999 Iskrifum um niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktar hér í þessu blaði má fá greinargott og samfellt yfirlit um afurðahæstu kýr í landinu á hverjum tíma. Hér á eftir verður á hliðstæðan hátt og áður gerð grein fyrir þessum kúm og í síðari hluta greinarinnar Qallað ör- stutt um hæstu kýr í kynbótamati. Augljóst er að þegar afurðaaukn- ing er jafn mikil og raun bar vitni á árinu 1998 þá fara allar eldri við- miðanir í sambandi við afurðamörk að verða að hluta úreltar. Þeim er samt haldið að þessu sinni þó að ljóst megi vera að eðlilegt verði að þeim sé brátt breytt, verði lik þróun afurða áfram á næstu árum. Árið 1998 voru 4694 kýr á land- inu sem mjólkuðu 5000 kg af mjólk eða meira og þegar mörkin eru sett við 200 kg af mjólkurfitu þá eru kýmar 4957 sem ná þeim mörkum og mörkunum, sem sett em við 200 kg mjólkurprótein, ná samtals 1252 kýr. Það er nánast óþarfi að taka það ffam að nú em fleiri kýr sem ná öllum þessum mörkum en nokkm sinni hefur verið áður. Tafla 1 gefur yfirlit um þá dætra- hópa sem telja flestar kýr á meðal þessara hámjólka kúa. Til þess að vera getið í þessari töflu þarf nautið að eiga hið fæsta 20 dætur sem náð hafa 5000 kg mörkunum. Vegna mikillar afurðaaukningar hjá kún- um er þama nú að finna miklu fleiri dætrahópa en nokkm sinni áður og athygli vekur að þarna er að finna fjölmörg naut sem enn eiga aðeins mjög ungar dætur i framleiðslu. Stærstu dætrahóparnir em eins og undangengin tvö ár undan þeim Þistli 84013 og Suðra 84023. Suðradætumar em nú ívíð fleiri í fýrsta sinn en þær em að meðaltali öllu yngri en Þistilsdætumar og á Suðri því enn í framleiðslu talsvert eftir Jón Viðar Jónmundsson Bænda- samtökum íslands fleiri dætur en Þistill en fjöldi kúnna sem ná 5000 kg mörkunum með mjólkurmagn svarar til þess að nánast önnur hver dóttir þeirra, sem lifandi var i árslok, hafi náð þessum mörkum. Andvari 87014 kemur þama með þriðja stærsta dætrahóp- inn, þó að Bassi 86021 og Þráður 86013 fylgi þar fast á eftir. Þessi seta dætrahópanna undan Þistli og Suðra á toppi þessa lista í fleiri ár er aðeins enn ein staðfesting á þeim miklu yfirburðum sem þessi naut frá 1984 höfðu á sínum tima, þó að síðar hafi komið ffam gripir sem taka þeim talsvert fram í þessum efnum. Það gerist þó ekki fyrr en með Andvara 87014 þremur ámm síðar. Afurðamestu kýr 1998 I töflu 2 er gefið yfirlit um þær kýr sem mjólkuðu 8000 kg af mjólk eða meira á árinu 1998 en þær em samtals 40, eða fleiri en nokkm sinni áður. í þessuni hópi á Belgur 84036 fimm dætur, Andvari 87014 fjórar og þeir Þistill 84013 og Skór 90025 eiga báðir þrjár dætur hvor. Afurðahæsta kýrin árið 1998 er Lína 149 í Leimlækjarseli í Borgar- byggð en hún mjólkaði á árinu 11.171 kg af mjólk með 3,72% fitu sem gefur 416 kg af mjólkurfitu og próteinhlutfall er 3,36% sem gefur 375 kg af mjólkurpróteini. Það sem er merkilegast við afurðir hjá þess- ari metkú er að þetta eru afurðir á fýrsta mjólkurskeiði því að Nína bar fyrsta kálfi sínum í október 1997, en færði burð vemlega og ber ekki á árinu 1998 en er stóran hluta ársins í 30 kg dagsnyt. Þessi mikli gripur er dóttir Andvara 87014, en móðir hennar var Volga 102, sem var landsþekkt afrekskýr á sínum tíma, stóð í fjölda ára á skrá um af- urðahæstu kýr landsins og var dæmd besta kýr á Vesturlandi á sín- um tima. Hér er því ekki um neinn tilviljunargrip að ræða. Nína er sjálf óvanalega glæsileg og þroskamikil kýr. Ljóma 64 í Akbraut í Holtum mjólkaði 10.633 kg af mjólk sem hafði 3,57% fitu sem gefur 380 kg af mjólkurfitu og mældist með 3,11% prótein í mjólk sem gerir 331 kg af mjólkurpróteini. Ljóma bar í febrúar og fór hæst í 41 kg í dagsnyt. Þetta er ung kýr undan Skó 90025, en athygli vekur að hann á þrjár kýr meðal þeirra allra afurðahæstu, þrátt fyrir að um sé að ræða naut sem ekki á enn stóran hóp dætra í framleiðslu, en móðir hennar var Skessa 52 sem var Tvistsdóttir sem náði ekki háum aldri. Þriðja kýrin, sem mjólkaði yfir 10 tonn af mjólk á árinu 1998, var Skrauta 300 i Sigtúnum í Eyjafjarð- arsveit. Þessi kýr mjólkaði samtals 10.182 kg af mjólk með 4,03% fitu eða 410 kg af mjólkurfitu og pró- teinhlutfall mælist 2,94% sem gefur 299 kg af mjólkurpróteini. Skrauta bar í septemberlok og hafði þá flutt burð fram um nær heilan mánuð frá fyrra ári, sem er ekki almennt að sjá hjá hámjólka kúnum, en hún fór hæst í 40 kg dagsnyt. Þessi mikla kýr er dóttir Belgs 84036 en móðir hennar var Ása 186 sem var feiki- lega sterkbyggð, öflug og afurða- mikil kýr sem skilaði gríðarmiklum afurðum. FREYR 4/99 - 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.