Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Síða 6

Freyr - 01.05.2000, Síða 6
greininni gefið meira svigrúm til að styrkja reksturinn. Stuðningnum er beint inn á gæðastýrða framleiðslu sem stuðlar að betri búskaparhátt- um og undirstrikar þá sérstöðu sem íslenska lambakjötið hefur sem hrein og ómenguð vara. Síðast en ekki síst þá gildir samningurinn í sjö ár og veitir þ.a.l. ákveðinn grundvöll sem sauðfjárbændur geta byggt starfsemi sína og rekstur á. Sumir hefðu kannski viljað sjá meiri fjármuni í samningnum en ég er sannfærður um að það mál var reynt til þrautar. Það var ekki hægt að komast lengra í þeim efnum. Hvemig horfir framtíð sauðfiár- rœktar við þér? Það sem skiptir mestu máli til framtíðar er að sauðfjárbændur noti það svigrúm sem þessi nýi búvöru- samningur gefur okkur til að hag- ræða í búgreininni. Annað sem skiptir máli og er kannski eitt það mikilvægasta fyrir greinina er að markaðssetningin takist vel því að ef við getum ekki selt afurðir okkar þá þýðir ekkert að vera að fram- leiða þær. í þessu gegna sláturleyfishafar lykilhlutverki. Þeir kaupa af okkur afurðimar og þeir sjá um söluna. Það er ekki síður þörf á hagræðingu þar en hjá búunum. Það ert nauð- synlegt að fækka sláturhúsum, lækka sláturkostnaðinn og nýta sláturhúsin betur. Einnig þarf að auka vöruþróunina því ljóst er að neyslu á kindakjöti verður ekki haldið uppi nema með stöðugri vöruþróun og öflugu markaðsstarfi. Við sjáum t.d. hvaða leið mjólkur- samlögin hafa farið í að halda uppi mikilli mjólkumeyslu með stöðugri vöruþróun, auglýsingum og öflugu markaðsstarfi. Við þurfum að hafa svipaðan háttinn á í markaðssetn- ingu okkar. A síðasta verðlagsári var sam- dráttur í neyslu á kindakjöti 1,5% á sama tíma og kjötneyslan jókst um 7%. Þetta er náttúrulega ekki við- unandi fyrir okkur. Ég tel að megin- ástæðan fyrir þessu sé sú að ekki hafi verið stundað nógu öflugt markaðsstarf. Ég get nefnt sem dæmi að í samningunum 1995 var tekið frá fjármagn til vömþróunar og síðan voru settir fjármunir í markaðsráð til að auglýsa þær vör- ur sem kæmu út úr því vömþróun- arstarfi. Það var hins vegar lítil eft- irspurn eftir þessum peningum. Þetta hefði kannski verið í lagi ef við hefðum verið á góðri siglingu í markaðs- og sölumálum en þegar litið er á söluþróunina er þetta ekki eðlilegt. Ég tel að það sé ekki nógu mikill kraftur í markaðssetningunni þó að það eigi vissulega ekki við um alla sem að henni koma. Hl Hollenskir kúa- bændur í Danmörku Undanfarin 10 - 15 ár hafa 400 -500 hollenskir bændur flutt til Danmerkur með fjölskyldur sínar til að stunda þar kúabúskap. Þetta svarar til þess að 20. hvert kúabú í Danmörku sé nú í eigu hollensks bónda. Tveir danskir sagnfræðingar tóku sig til og könnuðu málið og skrifuðu bók um það og fara hér á eftir nokkur atriði sem þar koma fram. í Hollandi búa 460 manns á hveijum ferkílómetra en 120 í Danmörku. Af því leiðir að verð á jarðnæði er þrisvar til fjómm sinnum hærra í Holllandi en Dan- mörku. Það er því afar erfitt að komast yfir bújörð í Holllandi auk þess sem verð á mjólkurkvóta er þar miklu hærra en í Danmörku. Holllenskir bændur hafa um langan aldur flutt til annarra landa og má þar nefna bæði Frakkland og Kanada. Danmörk er einnig ofarlega á vinsældalistanum, þar sem menning landanna er lík sem og félagsleg þjónusta og jafnvel skopskyn. Það er einkum konumar í Hollandi sem vilja flytja til Danmerkur. í Danmörku sækja Hollending- ar ekki eftir samneyti við landa sína. Ástæðan er sögð sú að þeir hafa sífellt í huga að auka umsvif sín og ná undir sig meira landi og telja því ekki vænlegt að búa ná- lægt hver öðmm. Hollendingar undirbúa mál sín vel og setja sér 10 ára áætlun þar sem þeir leggja hart að sér og leggja fyrir til að ná takmarki sínu sem í þessu sambandi er að eignast jörð. Núna framleiða hollenskir bændur í Danmörku 7 - 10% af innlagðri mjólk þar í landi og höf- undar bókarinnar spá því að innan fárra ára verði það hlutfall 20-30%. Fjöldi kúa á búum hollenskra bænda í Danmörku er um 75% meiri en á búum danskra bænda. Um 83% af hollenskum fjöl- skyldum í dönskum landbúnaði stefna að því að setjast að í Dan- mörku fyrir fullt og allt. (Landsbladet nr. 16/2000). Hestar í Noregi skapa 4000-5000 ársverk I Noregi em um 42 þúsund hross og störf í kringum þau skapa um 4000 -5000 ársverk, allt eftir því hvar mörkin em sett milli starfa og tómstundaiðju. Af þessum störfum falla 1500 - 2000 undir landbúnað og þar af um 500 við heyöflun. Starfsemi kringum framleiðslu og viðskipti með hey, leigu á stöllum fyrir hross og aðrar beinar tekjur við hrossarækt og hestamennsku eru taldar færa norskum landbúnaði ' tæpa kr. fímm milljarða í veltu. (Bondebladet nr. 18/2000) 6 - FREYR 4-5/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.