Freyr - 01.05.2000, Side 16
Hrútasýningar
haustið 1999
Haustið 1999 voru hrútasýn-
ingar um allt land með
sama sniði og verið hefur
undangengin tvö ár. Sýningamar
eru miðaðar við skoðun á vetur-
gömlum hrútum, en auk þess eru
teknir til dóms eldri ódæmdir hrútar
eða hrútar sem eigendur meta að
hafi ekki hafa náð að sýna kosti
sína veturgamlir.
Mikil þátttaka var í sýningunum.
Til dóms kom samtals 3041 hrútur
en til samanburðar var fjöldi þeirra
haustið 1998 3073. Breytingamar í
þátttöku á milli ára eru hins vegar
feikilega miklar eftir héruðum.
Munur á hrútaásetningi í þeim hér-
uðum þar sem sæðingarstöðvar
starfa aðeins annað hvert ár er orð-
inn feikilega mikill á milli ára.
Þannig var stórfelld fækkun á sýnd-
um hrútum á Norðurlandi, en aukn-
ing að sama skapi á Vesturlandi, en
í öðmm hémðum þar sem sæðing-
arstarfsemin er reglulegri vom litlar
sveiflur í sýningaþátttöku.
í hópi eldri hrúta, sem settir vom
til dóms, vom samtals 209 og hafði
fækkað nokkuð eins og eðlilegt er.
Þessir hrútar em ekki vænir, eða
93,3 kg að meðaltali, en þá ber að
hafa í huga að margt af þessu eru
hrútar sem skort hefur á þroska vet-
urgamla til að ná að sýna sitt eðli-
lega gervi. Af þessum hrútum vom
187 með I. verðlaun, 20 fengu II.
verðlaun og tveir voru ekki taldir til
nokkurs nýtir.
Samtals voru sýndir 2832 vetur-
gamlir hrútar eða þremur hrútum
fleira en haustið 1998 í þessum
aldurshópi. Veturgömlu hrútamir
vógu á fæti að meðaltali 80,6 eða
rúmu hálfu kg meira en haustið
áður. Þessi aukni vænleiki og betra
ástand hrútanna er mjög fljótt að
birtast í betri flokkun þeirra enda
fengu 2470 þeirra eða 87,2% I.
verðlaun og er það umtalsvert betri
flokkun en haustið áður. Þá vou
336 af þessum hrútum með II.
verðlaun og 26 þeirra þóttu ekki
hæfir til neinna frekari nota. Þessar
niðurstöður sýna að hrútavalið er
víðast orðið mjög vandað sem er
eðlileg afleiðing þeirrar skipulegu
vinnu sem undanfarin haust hefur
aukist ár frá ári við lambhrútaval
og fjallað er um á öðrum stað í
blaðinu.
I þeim texta, sem fylgir hér á eft-
ir, er gerð grein fyrir umfangi sýn-
ingarhaldsins í hverju héraði og
fjallað um nokkra athyglisverðustu
einstaklingana sem fram komu á
hrútasýningunum haustið 1999.
16- FREYR 4-5/2000