Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 18

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 18
voru sex þeirra í hópi eldri hrúta. Veturgömlu hrútarnir, 143 að tölu, voru að meðaltali 82,1 kg að þyngd á fæti, sem er allmiklu meiri vænleiki en hjá jafnöldrum þeirra árið áður. Flokkun á þess- um hrútum var með ágæt- um því að 126 þeirra eða 88,1% fengu I. verðlauna viðurkenningu. Hæst dæmdi hrúturinn í sýslunni, og í sjötta sæti á Vesturlandi, var Hnokki 98-593 á Dýrastöðum und- an Hnoðra 95-801, hann er með breitt og sterkt bak og feikna holdugur í mölum og læmm, auk þess að vera hreinhvítur og prúður á velli. Tvo aðra Hnoðrasyni er rétt að nefna, þá Skeif á Gilsbakka og Þór á Stein- um en báðir eru með góð mala- og lærahold, hrein- hvítir og með víðan bijóst- kassa, þessi bygging- areinkenni virðast iík í Hnoðrasonum. Vinur og Gaffall á Þorgautsstöðum I, synir Bjarts 93-800, eru feikna þroskamiklir með ágætan afturpart. Á Leim- læk skaraði fram úr Dorri sonur Hnykks 91-958 með miklar útlögur og góð lærahold. Ófeigur á Hundastapa en frá Staðar- hrauni, sonur Djákna 93- 983, er mjög breiðvaxinn með feikna útlögur og frábæra holdfyllingu í mölum og læmm, hann mætti hins vegar vera lengri. Snæfellsnes Eins og ætíð var feiki- lega mikil þátttaka í sýn- ingarhaldinu á Snæfells- nesi. Til dóms komu sam- tals 229 hrútar. Af þeim vom 16 úr hópi gaml- ingja. Veturgömlu hrút- arnir 213 voru talsvert þyngri en jafnaldrar þeirra á svæðinu árið áður eða 81,8 kg að meðaltali. Af veturgömlu hrútunum fengu 90,6% I. verðlaun, sem er afbragðsgóð nið- urstaða enda fjárval á Snæfellsnesi lengi verið með því betra sem þekkist hér á landi og fjárræktar- áhugi bænda mikill. Eins og mörg undanfarin haust þá var ein allra stærsta sýning haustsins í Kolbeinsstaðahreppi enda er þar stór hópur ungra, áhugasamra sauðfjár- bænda. Þó að mjög margt væri þar af góðum hrútum vantaði að þessu sinni ef til vill þá miklu toppa sem þar hefur stundum verið að sjá. Efsta sætið skipaði 111- ugi 98-501 í Syðri-Hauka- tungu, sem er sonur Bergs 97-546, sem vakti athygli á sýningu þar í sveit árið áður. Þessi hrútur var þroskamikill, mjög vel gerður og holdþéttur. Mesta athygli vöktu samt þama nokkrir hrútar undan Efa 95-493 á Snorra- stöðum. Haustið 1998 náði ég að skoða talsverðan hóp lambhrúta undan þessum hrút, sem voru ógleyman- legir vegna ótrúlegra yfir- burða sem þessi lömb sýndu í bakþykkt og góðri holdfyllingu, en voru hins vegar of margir ullargall- aðir. Margir þessir hrútar komu þama veturgamlir og vöktu athygli fyrir mjög þykka vöðva og góða holdfyllingu. I gamla Miklaholts- hreppi vom nokkrir vem- lega athyglisverðir hrútar. Askur 98-658 á Hjarðar- felli skipaði efsta sætið en hann er sonur Snæs 97- 638 sem stóð mjög ofar- lega árið áður. Þessi koll- ótti hrútur er feikilega jafh- vaxinn, lágfættur og vel gerður með mjög þétt hold og góða ull og þó að hann væri ekki þroskamikill var þetta með alsnotrustu kollóttum hrútum sem ég sá haustið 1999. Hymdu hrútamir á Hjarðarfelli, Kjami 98-661, sonur Kúnna 94-997, og Hnykill 98-662, sonur Hnoðra 95- 801, em báðir ákaflega vel gerðir og álitlegir einstakl- ingar. Þá er Kútur í Borg- arholti gríðarlega þroska- mikill, bollangur og vel gerður hrútur. í Staðarsveit og Breiðu- vík vom athyglisverðustu hrútamir Vörður á Fossi sem er hreinhvítur, ákaf- lega jafnvaxinn og þétt- holda, tveir synir Flnoðra 95-801 þeir Hnokki á Knerri og nr. 15 á Tröðum báðir með góðar útlögur og vel gerðan afturpart. Ekki má gleyma Koll frá Tröð- um en hann er sonur Spóns 94993 og er einn læra- sterkasti kollótti hrúturinn sem skoðaður var á Vest- urlandi í haust. Hér skal einnig nefna Spak Jónatans Ragnarssonar á Hellissandi sem hefur feikna góða frambyggingu og góð læri. Á sýningu í Mávahlíð var eins og oft áður ótrú- lega mikið hrúta val.Þar kom til sýningar Dagur 98-016. Þessi hrútur er ótrúlegt djásn að allri gerð. Hann er samanrekinn, með Kjammi, Snorrastöðum. (Ljósm. Lárus G. Birgisson). Klerkur 98-383, Ystu-Görðum. (Ljósm. Ásbjöm K. Pálsson). 18 - FREYR 4-5/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.