Freyr

Volume

Freyr - 01.05.2000, Page 21

Freyr - 01.05.2000, Page 21
að þessu sinni tekist með sæðingunum að fá fram neina afgerandi toppein- staklinga. Féð í Ames- hreppi er hins vegar, eins og margir þekkja, ein aðal gullkista í ræktun kollótta fjárins í landinu og því mjög mikilsvert hvemig til tekst með alla innblöndun í þetta fé. Hjá Bimi á Mel- um vom athyglisverðustu hrútamir albræðumir All 98-059 og Spakur 98-060, sem em synir Spóns 94- 993, báðir kattlágfættir, samanreknir og þéttholda en ekki þroskamiklir. Á Finnbogastöðum voru Baugur 98-079, sonur Jök- uls 94-804 og Ás 98-078, sonur Sólons 93-877, báðir þroskamiklir og vel gerðir hrútar. Blendingshrúturinn Krókur 98-073 í Bæ, sem er sonur Bjarts 93-800, var ákaflega holdþéttur og með fádæma mikil læra- hold. Þá er Moli hjá Ingólfi í Ámesi mjög jafnvaxinn og prúð kind. Hrútahópurinn á Stað var athyglisverður. Þar skal nefna Snúð 98-391 og Gilja 98-393 frá Hafn- ardal sem báðir em lág- vaxnar holdakindur með ágæt lærahold. Sama má segja um Snæ 98-397 á Geirmundarstöðum sem líka er frá Hafnardal. Hjá Nönnu Magnús- dóttur á Hólmavík eru Kópur 98-409 og Bjartur 98-410 báðir vel gerðir einstaklingar með góð lærahold. Hrútahópurinn í Hafnar- dal hafði til að bera ótrú- legan glæsileika. Allir utan einn, Röðull 98-543, vom synir sæðingarhrúta en hann er undan hinum aldna ættarhöfðingja Nökkva 91-665 frá Mel- um. Allir þessir hrútar voru afburðavænir, sín hvom megin við 100 kg. Baukur 98-545, sonur Sól- ons 93-977, er gersemi, jafnvaxinn holdahnaus með lfábæra holdfyllingu á baki, mölum og í læmm. Baugur 98-544, sonur Spóns 94-993, er feikilega þroskamikil holdakind með frábærar útlögur og lærahold og Grímur 98- 549, sonur Fjarka 92-981, er einnig ffamúrskarandi holdakind, en gulur á ull. Að venju var hrútahóp- urinn í Kirkjubólshreppi, þar sem eina sameiginlega sýning í sýslunni var hald- in, ákaflega glæsilegur sem heild án þess að þar væm áberandi mjög af- gerandi toppar. Bestur var dæmdur Kulur 98-555 á Smáhömmm, sem er út- lögumikill og gróinn af holdum á baki og mölum og með ágæt læri. Fast á eftir honum fylgdi Bú- mann 98-561 Halldóm á Heydalsá, en hann er ákaf- lega fönguleg kind með mikla og hvíta ull, lág- fættur og útlögumikill með ágæta holdfyllingu á möl- um og frábær lærahold. Smáhamrahrútamir Kjami 98-554 ogKosi 98-557 em líka mjög þroskalegar kindur, grónir af holdum. í Broddaneshreppi stóð Glæsir 98-204 Jóns í Broddanesi efstur. Hann ber nafn með rentu því að hann er stórglæsileg kind, þéttvaxinn með feikilega holdfyllingu á mölum og í læmm. Hrútamir á Bræðra- brekku vom athyglisverðir og hver öðmm betri. Einnig var hrútahópurinn hjá Ein- ari í Broddanesi stórglæsi- legur. Þar var besti hrútur- inn Spakur 98-218, gróin holdakind með ágæta fyll- ingu í læmm. Þar má líka nefna Kamb 98-050 frá Kambi í Reykhólasveit, feikilega þroskamikinn og holdgróinn einstakling, en full grófbyggðan. Aðrir eftirminnanlegir hrútar em Jenni 98-060 í Gröf, öflug- ur hrútur en full háfættur, og Kimbi 98-157 í Stóra- Fjarðarhomi frá Jóni í Broddanesi, samanrekinn holdahnaus sem ber glöggt svipmót langfeðga sinna í Ámeshreppi. I Bæjarhreppi vom dæmdir 78 veturgamlir hrútar. Af þeim var rúm- lega helmingur aðkeyptur, aðallega úr Ámeshreppi, en einnig úr sveitum sunn- ar í sýslunni, auk nokkurra hrúta út úr sæðingum. Hrútahópurinn var því að þessu sinni nokkuð óvenjulega til kominn. Bæhreppingar vildu með þessu átaki bæta fjárstofn sinn með skyndiáhlaupi hvað varðar byggingarlag og holdafar, en vitað er að fjárstofninn í Ámeshreppi er í sérflokki með fíngerða beinabyggingu og þétt hold, ekki síst á mölum og í læmm. í fljótu bragði má ætla, miðað við niðurstöður sýninganna, að þeir hafi ekki haft í þessum efnum erindi sem erfiði, því að að þessu sinni komu ekki ffam þeir afgerandi topp- hrútar sem oft hafa sést á sýningum í Bæjarhreppi. Margir hrútanna vom þó ákaflega glæsilegar kindur og hafa til að bera þá eðl- iskosti sem eftir var sóst, fína beinabyggingu og þétt hold og eiga vafalaust eftir að hafa áhrif til framtíðar á fjárstofninn í Bæjarhreppi. Hitt er sýnilegt að svona stórinnkaupum á hrútum fylgja nokkur vandamál. Eitt er það að fjárstofninn í Ámeshreppi er ekki það stór að sanngjamt sé að ætlast til að fá þar á einu hausti slíkan fjölda úrvals lambhrúta sem eftirspum var eftir haustið 1998 því að Bæhreppingar vom síður en svo einir um hituna. Viðskipti með miðl- ungs lömb og flutningur á þeim um langan veg veldur oftast vonbrigðum og verð- ur hvorku kaupanda né seljanda til gagns eða ánægju þegar til lengri tíma er litið. Annað er svo það að hrútlömb, sem flutt em milli sveita og hjarða, virðast oft vera ennþá vandmeðfamari en önnur hvað aðbúnað og fóðmn snertir. ,,Fjórðungi bregður til fósturs", er gamalt orðtak og víst er að margt lrfvænlegt hrútsefhið hefur orðið ræfill vegna mistaka í fóðmn. Hrútahóparnir frá þremur búum, báðum Bæjarbændum og Skál- holtsvík I báru af. Þar vom mjög jafngóðir og glæsilegir einstaklingar, sem í engum hremming- um hafa lent. Af öðmm einstaklingum er eftir- minnanlegastur 98-004 Sigurðar á Melum, sem er úrtöku góður hrútur, sam- anrekinn holdahnaus og með mikla lærafyllingu. Hann er frá Kristjáni á Melum 11 í Ámeshreppi. FREYR 4-5/2000 - 21

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.