Freyr - 01.05.2000, Síða 27
Austurland
Múlasýslur
Nokkru færri hrútar
voru sýndir en árið áður
eða 223 samtals. Af þeim
voru 13 úr hópi roskinna
hrúta. Veturgömlu hrút-
amir voru að meðaltali
80,9 kg að þyngd eða
tæpu einu kg léttari en
jafngamlir hrútar haustið
áður á svæðinu. Flokkun
hrútanna var verulega góð
því að 87,6% þeirra voru
með I. verðlauna viður-
kenningu.
Af hrútum í Skeggja-
staða- og Vopnafjarðar-
hreppum er vert að nefna
ágætlega gerðan, heima-
alinn hrút, Öngul að
nafni, frá Reimari á Felli í
Bakkafirði og síðan Svein
98-098 frá Braga á
Burstafelli, sem stóð efst-
ur hrúta í ár í Vopnafirði,
undan Mjaldri 93-985.
Næstir og jafnir stóðu
Víkingur 98-099 undan
Bút 93-982, einnig frá
Braga og Dalur 98-080
frá Friðbimi á Hauksstöð-
um, sem keyptur var
lambið frá Heydalsá.
A Norður-Héraði stóðu
nokkrir hrútar á Jökuldal
helst upp úr. Kappi 98-
153, Eiríksstöðum, undan
Opal 97-157, er jafnvax-
inn, bollangur, með frá-
bær bak- og malahold. í
Klausturseli standa að-
keyptir hrútar, alhvítir og
vel gerðir upp úr, þeir
Kambur 98-229 og
Broddi 98-230 frá sam-
nefndum bæjum í
Geiradal og á ströndum.
A sama hátt má nefna að
hjá Sigvalda á Hákonar-
stöðum em einir þrír að-
keyptir hrútar af Snæ-
fellsnesi, sem eru vel
gerðir, einkum þó Serkur
frá Berserkseyri. Páll á
Hákonarstöðum lumar
hins vegar á vel gerðum
heimaöldum hrút, nr. 98-
534.
Oft hafa verið skoðaðir
fleiri hrútar úr Fellum og
Fljótsdal. Af hrútum á
þessu svæði er vert að
nefna Mugg 98-201 frá
Baldri á Skipalæk. Sá er
undan Sólon 93-977 og er
jafnvaxin kind með bak-
og lærahold í öndvegi og
ullargóður.
Af veturgömlum hrút-
um í Borgarfirði dæmdist
Kubbur 98-217, heimaal-
inn, hvítur frá Brekkubæ,
best að þessu sinni.
A Austur-Héraði var
hrútavalið allfjölbreytt
eins og uppruninn. Þor-
steinn og Soffía á Unaósi
sýndu fjóra veturgamla
hrúta úr sæðingunum. Af
þeim bám af tveir synir
Mola 93-986, einkum
Svanur 98-100, sérlega
vel gerður með einstök
lærahold. Þá er að nefna
hrút í eigu Guðna á Lyng-
hóli, Klessing að nafni,
frá Smyrlabjörgum, og
Dreka í eigu feðganna á
Lundi, sem greinilega
hefur erft sérlega góð
bakhold frá föðurafa sín-
um, Gosa 91-945, frá
Hesti. Af allmörgum álit-
legum hrútum, sem skoð-
aðir vom í Breiðdal, má
ekki síst nefna tvævetl-
inginn Svan frá Kjartani í
Snæhvammi, en sá er
keyptur lambið frá Sig-
urði Jónssyni á Stóra-
Fjarðarhomi vestur. Hef-
ur hrútur þessi náð mikl-
um þroska hjá Kjartani,
eins og raunar allt hans
fé, og fer saman í þessari
stæðilegu kind, frábær al-
hliða góð gerð, mikil bol-
lengd og ullargæði. Næst
er að nefna vetmrgamlan
hrút, Gassa að nafni, hjá
Rúnari á Asunnarstöðum,
undan Mola 93-986 og
þrílembingsá undan mik-
illi afurðaá dóttir Kokks
85-870 frá Hesti. Þama er
á ferðinni sannkallaður
gullmoli að allri gerð, þar
sem læra- og bakhold eru
í sérflokki. Vonandi láta
þessir ágætu fjárræktar-
menn það ekki dragast
lengur að bætast í hóp
skýrsluhaldara fjárræktar-
félaganna. Þetta á einnig
við um fleiri, eins og Her-
mann á Þverhamri, sem
sýndi 11 veturgamla
hrúta, sem allir utan einn
hlutu fyrstu verðlaun. Þar
bar af Sporður frá
Smyrlabjörgum.
í Djúpavogshreppi var
allgóð þátttaka í hrútasýn-
ingum og fengu eftirtaldir
hrútar hæsta dóma: Amor
98-040 frá þeim Guðnýju
Grétu og Hafliða í Fossár-
dal, undan Fláa 96-029,
þéttvaxin kind með góða
bollengd og miklar útlög-
ur. Hjá Högna og Gunnari
á Krossi virðast vera að
koma upp vænlegir hrút-
ar, m. a. úr sæðingum. Má
þar helst nefna þá Skarp-
héðin 98-203 og Njál 98-
202. Sá fyrmefndi er
heimaalinn undan Jaka
96-477 og fer þar saman
mikil, hvít úrvalsull og
afbragðs gerð, en fætur
ekki alveg gallalausar. Sá
hinn síðamefndi er undan
Mola 93-986, með feikna
góð læraold á jafnvaxinni
kind.
Austur-
Skaftafellssýsla
Örlítið fleiri hrútar, eða
135 samtals, vora sýndir í
sýslunni. Afþeim vom 11
eldri hrútar. Veturgömlu
hrútamir nú vom talsvert
vænni en þá eða 81,2 kg
að meðaltali. Þetta var
mjög vel valinn hrútahóp-
ur því að 96,8% þeirra
dæmdust til I. verðlauna.
Góður þroski hrútanna
kom fram í mörgum mjög
glæsilegum einstakling-
um. I Öræfum var sú sýn-
ing þar sem hrútahópur-
inn í heild bar af að
glæsileika og er fullvíst
að aldrei áður hafa þar í
sýslu verið jafn
glæsilegir hrútar á einni
sýningu áður. Efsta sætið
skipaði Eðall 98-455 hjá
Armanni í Svínafelli.
Þetta er ákaflega lýtalaus
kind að gerð, feikilega
þéttholda og ræktarleg
kind. Hann er sonur Jaka
96-497 og því sonarsonur
Galsa 93-963. Hrútahóp-
ur Guðjóns á Svínafelli
var mjög glæsilegur, auk
þess sem margir úrvals-
hrútar sveitarinnar eru
honum fæddir. Roði 98-
447, sem er sonur Garps
92-808, er ákaflega sam-
anrekinn og vöðvaþykkur
hrútur með góð lærahold.
Börkur 98-444, sem er
sonur Búts 93-982, er enn
bolmeiri kind og einnig
FREYR 4-5/2000 - 27