Freyr

Volume

Freyr - 01.05.2000, Page 28

Freyr - 01.05.2000, Page 28
öflug holdakind. Lúlli 98-572 hjá Emi á Hofi, en fæddur Guðjóni, er fá- dæma góð holdakind og vel gerður. Hann er sonur Mola 93-986. Fengur98- 102 hjá Guðmundi á Hnappavöllum er ákaf- lega föngulegur og vel gerður sonur Garps 92- 808. Þannig mætti telja áfram stóran hóp mjög efnilegra einstaklinga til viðbótar frá þessari sýn- ingu, en skal látið ógert. Meginhluti þessara úrvalshrúta, sem þarna vom, em tilkomnir við sæðingu og voru synir Búts, Garps og Mola þar sérstaklega áberandi. í Suðursveit var eins og oft talsvert hrútaval, þó að ekki kepptu þeir við Öræfinga. Vöðvi 98- 345 á Smyrlabjörgum er mjög vel gerð kind og stóð efstur sem einstakl- ingur, einkum eru læra- hold hjá þessum hrút frá- bær, en hann er hugsan- lega vart nægjanlega sterkur í fótum. Vaki í Gerði er ákaflega vel ræktaður og góður hrút- ur, en hann er sonur Mola 93-986, hálfbróðir hans, Stútur 98-340 í Lækjar- húsum, er talsvert minni kind en samanrekinn holdahnaus. Á Mýrum kom á sýn- ingu öflugasti einstakl- ingurinn í sýslunni haust- ið 1999 en það er Hængur í Nýpugörðum. Þarna fór einn mesti toppur haustins á sýningum. Þessi hrútur er feikivænn, með ótrúlega miklar útlögur (118 cm brjóstummál) og hold- fylling öll í afturhluta með ólíkindum mikil. Þessi gríðarkind er sonur Garps 92-808 og vafa- lítið öflugasti einstakl- ingur sem enn hefur komið fram undan hon- um. Eins og fram kemur í skrifum um afkvæma- rannsóknir á öðrum stað í blaðinu virðist hér fara meira en afbragðs ein- staklingum, heldur feiki- lega álitlegur kynbóta- gripur um leið. Hrútamir í Holtaseli, Arður 98-088 og Verðandi 98-089, voru mjög góðir einstakl- ingar, sérstaklega þó Arður sem er metfé að gerð. Hann er sonur Möls 95-812. Á Brekku í Lóni var ákaflega ræktanlegur hrútahópur og báru þar af sem einstaklingar Elri 98-544, Ljár 98-540 og Uni 98-550, allir ákaf- lega holdþéttir, Ljár er þeirra vænstur, en hinir jafnvel enn þéttvaxnari. Hjá Bjarna og Olgu í Brekku hefur á þeim ár- um frá því þau hófu bú- skap komið upp með ólíkindum ræktanlegur fjárstofn og mun leitun að hjörð hér á landi þar sem greina má jafn mikl- ar framfarir á svo skömmum tíma. Óvíða hafa sæðingarhrútar frá fjárræktarbúinu á Hesti verið notaðir jafn mark- visst til að móta stofninn. Þama sá ég í haust ein- hverja glæsilegustu lambahópa sem ég hefi séð hér á landi. SlJÐURLAND Vestur- Skaftafellssýsla Þátttaka í sýningarhaldi var ívíð meiri en haustið áður og samtals sýndir 259 hrútar, en af þeim voru 39 úr hópi fullorðnu hrútanna. Veturgömlu hrútamir, 220 að tölu, vom að meðaltali 80,6 kg að þyngd sem er verulega meiri vænleiki en hjá jaínöldmm þeirra árið áður í sýslunni. Flokkun hrútanna var aðeins á ann- an veg en síðustu haust og fengu 78,2% sýndra hrúta I. verðlaun. Á sýningu í gamla Hörgslandshreppi var nokkur hópur af verulega athyglisverðum einstakl- ingum. Hrútur 98-008 á Breiðabólsstað er einn af hinum fáguðu og þétt- vöxnu sonum Mola 93- 986. Þetta er samanrekinn, lágfættur og mjög vel gerður hrútur, sem skipað- ist í íjórða sæti hrúta í sýsl- unni. Annar mjög góður sonur Mola á þessari sýningu var Dropi 98-330 á Hörgslandi, öllu meiri kind, en hins vegar ekki alveg jafn fágaður að gerð og með aðeins minni læra- hold en hálfbróðir hans. Þá var Glanni 98-335 á sama bæ mjög föngulegur og vel gerður hrútur með sérlega góð bak- og malahold en þetta er þriðji topphrút- urinn þama undan Mola. Þá var þama kollóttur hrút- ur, 98-131, á Prestsbakka sem var feikilega föngu- legur einstaklingur. Hrútur þessi er gríðarlega þroska- mikill með mjög góða gerð og ágæt lærahold. Hann er sonur Svepps 94- 807 og eins og of mörg afkvæma hans þá er þykkt bakvöðva ekki alveg eins mikil og ætti að vera í jafn þroskamiklum hrút. Á sýningu á Kirkjubæj- arklaustri kom glæsilegast í sýslunni veturgamli hrút- urinn Bali á Geirlandi. Þessi hrútur er ágætlega þroskamikill, bollangur og sterkbyggður með feiki- lega góð hold á baki í möl- um og læmm. Ullargæðu mættu vera betri. Þessi topphrútur í sýslunni er heimaalinn undan Prúð 94-670, en sá hrútur var sonur Kletts 89-930. Á sýningunni í Land- broti vom bestu hrútamir eins og oft áður í Þykkva- bæ III hjá þeim bræðmm Hilmari og Stefáni. Búri er sonur Pela 94-810, mjög bollangur og holdþéttur og vel gerður hrútur með mjög góða ull. Hálfbróðir hans, Varði, líkist honum um margt, að vísu ekki alveg eins bakþykkur og ekki með jafn góða ull og Búri. Þá er Frami, sem er Molasonur, einnig mjög glæsileg og jafnvaxinn holdakind. í Meðallandi var Svepp- ur 98-234 í Bakkakoti langbesti hrúturinn þar í sveit. Þetta er einn af hin- um jafnvöxnu, glæsilegu og þroskamiklu sonum Svepps 94-807 og hefur hann mjög góð lærahold. Eins og undanfarin ár var mesta hrútavalið í sýslunni í Skaftártungu og eins og áður bám þar af hrútahópar í Úthlíð og Borgarfelli. Steindór í Út- hlíð var talinn næstbestur hrúta í sýslunni. Þessi hrútur er einstaklega 28 - FREYR 4-5/2000

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.