Freyr

Volume

Freyr - 01.05.2000, Page 29

Freyr - 01.05.2000, Page 29
glæsilegur hrútur á velli, ákaflega jafnvaxinn með feikilega góða holdfyll- ingu. Þessi glæsihrútur er undan afkomandi þekktra topphrúta fyrri ára, faðir hans er Lúður 95-484 sem er sonur Hatts 93-439. sem var mikill kynbóta- hrútur í hymda fénu í Ut- hlíð fyrir nokkmm áram. Högni í Úthlíð var af koll- óttu hrútunum þar, ákaf- lega þroskamikill og jafn- vaxinn og vel gerður ein- staklingur, sonur Búra 94- 806. Baukur var talinn bestur hrútanna í Borgar- felli og um leið þriðji besti hrútur í sýslunni. Þessi hrútur er sonur Búts 93-982, leiðinlega krapp- hyrndur eins og sumir sona hans, en frábær holdakind, lágfættur með mjög þykkt bak. Eiki er mjög samanrekinn og ræktanlegur holdahrútur. Hann er sonarsonur Mola 93-986. Gýmir, sem er sonur Malar 95-812, er mjög föngulegur hrútur en ekki alveg jafn saman- rekinn holdaköggull og hinir Borgarfellshrútamir sem fjallað er um hér á undan,. Bósi, sem er koll- óttur sonur Búra 94-806, hefur mjög góða fram- byggingu og jafna gerð og þétt hold og er kattlág- fættur. Á Snæbýli I var at- hyglisverður hrútur, Logi, sonarsonur Búts 93-982, sem er bollangur með góða holdfyllingu en gul- ur á ull. í Gröf komu til skoðunar tveir hrútar fæddir í Borgarfelli; Goði sonur Búts 93-982 og Þór undan Rómi þar, báðir samanreknir holdaköggl- ar og vel gerðir en ekki sérlega þroskamiklir. í Álftaveri stóðu efstir 98-008, Breiðabólsstað. (Ljósm. af hrútum á Suðurlandi tóku Hall Eygló Sveinsdóttir og Guðm. Jóhannesson). Bali, Geirlandi. Glanni 98-335, Hörgslandi. Frami, Þykkvabœ. Snáði á Herjólfsstöðum og Lómur í Hraungerði. Snáði er undan Mjaldri 93-985 en Lómur er undan Búra 94-806. Á Heijólfsstöðum kom til sýningar einn at- hyglisverðasti tvíliti hrúturinn þetta haustið sem Skjöldur heitir. í Mýrdal vom nokkrir ágætir hrútar í Kerlingar- dal. Snær og Laukur em báðir synir Svepps 94-807, mjög þroskamiklir, bol- langir, jafnvaxnir og föngu- legir hrútar með mjög góð lærahold, en vantar aðeins á bakþykkt til að fylla að öllu leyti í glæsileikann. Guðni er mikil andstæða þessara hrúta en hann er sonur Búts 93-982, fremur þroskalítill en samarekinn og múraður í holdum. Bæt- ir á Stóm-Heiði, sem er sonur Garps 92-808, er um margt athyglisverður ein- staklingur, bollangur, mætti vera bakþykkri, en með afbragðs lærahold en ullin gölluð. Rangárvallasýsla í Rangárvallasýslu komu 197 hrútar á sýn- ingu og vom 27 þeirra í hópi fullorðinna hrúta. Þetta er mjög lík þátttaka í sýningarhaldi og haustið 1998. Veturgömlu hrút- amir vom talsvert vænni en jafnaldrar árið áður, eða 80,9 kg að meðaltali. Af veturgömlu hrútunum vom 91,8% sem fengu I. verðlauna viðurkenningu. FREYR 4-5/2000 - 29

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.