Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Síða 30

Freyr - 01.05.2000, Síða 30
Undir Austur-Eyjafjöll- um var að vanda verulegt hrútaval. Þar skipaði efsta sætið Spónn í Ytri-Skóg- um. Þessi hrútur er ótrú- lega samanrekin kjötkind, kattlágfættur með feiki- lega góðan bakvöðva og frábær bakhold. Eins og fram kemur í skrifum um afkvæmarannsóknir sýndu afkvæmi hans ótrúlega kosti, sem enn efla þennan hrút í mati. Spónn er sonur Glaðs 96-085, sem var mikill kynbótahrútur á búinu í Ytri-Skógum, en hann var sonur Gáska 93- 025, sem var albróðir Galsa 93-963. Spónn var gemlingslamb, en móðir hans er undan Mola 93- 986. Þama kemur því fram frábær kjötsöfnunarkind, sem afrakstur langrar og markvissrar ræktunar. Spónn skipaði þriðja sæti af hrútum í sýslunni. Hálf- bróðir hans, Hreinn á Raufarfelli, er einnig feikilega góður einstakl- ingur, ótrúlega lágfættur eins og Spónn, mun meiri einstaklingur, en ekki alveg jafn vöðvaþykkur og skortir talsvert á læra- hold Spænis. Undir Vestur-Eyjaíjöll- um bar Vaskur 98-106 í Stóra-Dal af hrútum. Þetta er ákaflega holdþéttur, vel gerður og ullargóður hrútur. Hann er frá Fit í sömu sveit en faðir hans er Akur frá Ytri-Skógum. í Austur-Landeyjum var Gýmir, Borgarfelli. Snáði, Herjólfsstöðum. Guðni, Kerlingadal. Hreinn, Raufarfelli í Austur-Eyjafjallahreppi. besti hrútur Spakur á Vo- ðmúlastöðum. Hér fer einn af fjölmörgum sonum Búts 93-982, mjög bollangur, með feikilega góðan bakvöðva og góð lærahold. I Vestur-Landeyjum kom til sýninga stjama sýslunnar þetta haustið, Flotti 98-151 á Gríms- stöðum. Þessi hrútur er ótrúlega fáguð og glæsi- leg kind með fádæma þykkan og vel lagaðan bakvöðva og feikilega góð lærahold. Ullargæði gætu verið meiri. Þessi glæsikind er sonur Búts 93-982, en eins og fram kemur í grein um af- kvæmarannsóknir á öðr- um stað í blaðinu, er hér ekki fyrst og fremst um einstakling að ræða held- ur kynbótagrip sem virð- ist skila feikilegum kost- um til afkvæma sinna. Annar hrútur á Gríms- stöðum, Keli 98-157, er einnig mjög glæsilegur og vel gerður hrútur, en hann er fenginn frá Kúfhóli í Austur-Landeyjum. Eins og ætíð var mikið hrútaval í Fijótshlíð, en hrútahópar þar bera ætíð með sér sæld vegna þess hve þetta em þroskamiklir og veluppaldir gripir. Efsta sæti við röðun skipaði Kubbur á Teigi I, sem um leið var talinn tjórði í röð hrúta í sýslunni. Þetta er ákaflega þéttvaxinn hrútur með feikilega góðan bakvöðva og eins og margir aðrir af toppum haustsins sonur Búts 93- 982, hann fékk að vísu mjög harða keppni frá hálfbróður sínum, Barða, á sama búi. Það er enn meiri kind að vænleika, en tæpast alveg eins fágaður í gerð og Kubbur. í Teigi II 30 - FREYR 4-5/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.