Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.2000, Qupperneq 35

Freyr - 01.05.2000, Qupperneq 35
inga eru gerðar leiðrétting- ar með tilliti til vænleika. Omsjármælingar eru leiðréttar með hliðsjón af þunga á fæti og alla jafnan er þungamunur á milli af- kvæmahópanna í þeim þætti rannsóknanna það lítill að þær hafa takmörkuð áhrif. Nið- urstöður úr kjötmatinu eru leiðréttar með hliðsjón af fallþunga lamba. I þeim efnum hvet ég menn til að skoða niðurstöður af talsverðri gagnrýni. Ef fallþungi er líkur hjá öllum hópum koma áhrif þeirra leiðréttinga ekki til með að skipta máli. Ef hins vegar greinilegur munur er í fall- þunga á milli afkvæma- hópa gefur það tilefni til að skoða niðurstöður nákvæmar. I fyrsta lagi kann mikill slíkur munur að vera vísbending um að afkvæmahópar séu ekki að öllu leyti samanburð- arhæfir. Vænleikamunur getur einnig verið milli hópa vegna þess að hrút- amir skila misvænum lömbum að upplagi. Þama hvet ég til varfæmi gagn- vart hrútum sem skila léttum lömbum, þeir em að fá leiðréttingu sem vafalítið ofmetur þá vem- lega. Rétt er einnig að leggja áherslu á það að í þessum einkunnum er hvergi tekið beint tillit til þess hve vænum lömbum hrútamir em að skila. Vart þarf að taka það fram að slíkt er þýðingarmikill eig- inleiki í ræktunarstarfinu og því rétt að taka einnig tillit til hans. Akveðnar breytingar hafa verið gerðar á út- reikningum frá síðasta ári. I útreikningum úr niður- stöðum íyrir lifandi lömb hefur vægi á lærastig lambanna verið aukið smávegis. Aðalbreytingin er hins vegar fólgin í því að breyta dreifingu eink- unna fyrir kjötmatið frá síðasta ári. Eins og gerð var grein fyrir í íyrra þá var breytileiki í kjötmats- einkunnum miklu minni en í einkunnum fyrir lif- andi lömb, þannig að í raun höfðu þættimir ekki sama vægi í heildareink- unn. Niðurstöður benda til að bærilega hafi tekist til að færa þetta atriði til rétts vegar, hugsanlega er vægi kjötmatsins orðið örlítið meira. Þetta þarf að hafa í huga þegar niðurstöðumar frá haustinu 1998 og 1999 em bomar saman. Þær niðurstöður, sem birtar em úr afkvæmarann- sóknum í útgáfu hjá BI, og em hér til umfjöllunar, ganga út frá 60% vægi á gerð og 40% vægi á fitu í kjötmati. Hins vegar er lögð áhersla á að þetta vægi á að vera breytilegt á milli búa og forritið gefur möguleika til að skoða niðurstöður á þann hátt og ástæða til að hvetja bændur til að nota sér þá möguleika. Niðurstöður um einstaka hópa úr öllum rannsóknunum er að finna í sérstöku töfluhefti um sauðfjárræktina frá haustinu 1999 sem auglýst er á öðmm stað í blaðinu. Hér á eftir verður gerð grein fyrir nokkmm at- hyglisverðum niðurstöð- um sem liggja fyrir úr af- kvæmarannsóknunum haustið 1999. Vesturland Á Gilsbakka sýndi Skeifúr 98-521 talsverða yfirburði með 130 í heild- areinkunn og sérlega gott kjötmat, einkum með tilliti til fitu, en þessi hrútur er undan Hnoðra 95-801. Af átta hrútum í prófun á Steinum bar Gosi 98-171 nokkuð af með 120 í heild- areinkunn, sonarsonur Blævars 90-974. í Bakka- koti bar mikið af öðmm hrútum Kyndill 98-132 með 132 í einkunn og fer hér einn af sonum Bjálfa 95- 802. Á Brúarlandi var bestur hrúta í rannsókn Ragnar 98-017 með 121 í einkunn, en kjötmat var mjög gott hjá afkvæmum hans. Hrútur þessi er sonur Galsa 93-963. í Hraunsmúla vom 11 hrútar í rannsókn og þar kom sem sigurvegari Banki 98-551 með 128 í einkunn, jafnvígur á báða þætti rannsóknar. Banki er sonur Kúnna 94-997. Nagli 96-152 í Dalsmynni sýndi mjög góða útkomu eins og á síðasta ári nú með 119 í einkunn, en hann er sonur Hörva 92- 972. Á Hjarðarfelli vom margir hrútar í prófun, þar vakti eins og á síðasta ári athygli feikigóð flokkun lamba undan Blæ 95-610 en hann var með 138 í einkunn í þeim hluta rann- sóknar, en eins og sumir synir Blævars 90-974 gefur hann ekki þykkan bakvöðva. Þá var Kraki 98-660, sem er sonur Svaða 94-998, með 119 í heildareinkunn, en þar fer hrútur sem gefur mjög þykkan bakvöðva. I rann- sókn í Hrísdal kom mjög góð útkoma fyrir Bakkus 96- 648 sem var með 128 í einkunn, jafn á báðum þáttum, en hrútur þessi er frá Hoftúnum. Lagður 96- 623 á Hofsstöðum sýndi eins og árið áður mjög góða úrtkomu, var nú með 125 í heildareinkunn, en hann er sonur Hnykks 91- 958. Bjarmi 98-653, sem er sonur Bjarts 93-800, sýndi einnig prýðisútkomu með 120 í einkunn. í Bæ í Miðdölum bar af hópur undan Búa 95-802 með 125 í heildareinkunn, en þessi hrútur er sonur Bjálfa 95-802. Á Háafelli bar af Bjartur 97-335 með 120 í heildareinkunn. í Neðri-Hundadal sýndi eins og á síðasta ári Bæring 94- 141 algera yfirburði og fékk nú 122 í einkunn. Hrútur þessi er frá Þorbergsstöðum, sonur Dela 90-944. Á Lambeyr- um var umfangsmesta rannsókn haustsins þar sem ekki færri en 20 hrút- ar vom í prófun og vom yfirburðir veturgömlu hrútanna, Hnalls 98-060 og Halls 98-061 skýrir, en þeir vom með 126 og 121 í einkunn og höfðu greini- lega yfirburði í báðum þáttum rannsóknarinnar. Líkt og haustið 1998 vom yfirburðir hjá Ás 95-482 í Sólheimum mjög skýrir en hann var nú með 121 í heildareinkunn. Á Spágils- stöðum komu ffarn tveir hrútar sem sýndu mikla yfirburði, Þróttur 97-084 var með 129 í einkunn, en faðir hans Nasi 94-060 toppaði rannsókn á þessu búi haustið 1998, og Hnoðri 98-092 var með 127 í einkunn, en hann er sonur Hnoðra 95-801. í Rauðbarðaholti vom í samanburði fjórir hópar þar sem vinningurinn var hjá Kubbi 94-526, sem er sonur Nökkva 88-942, en hann var með 121 í heild- areinkunn. I rannsókn á FREYR 4-5/2000 - 35

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.