Freyr - 01.05.2000, Side 42
Ómmælingar haustið 1999 • Synir kollóttra hrúta
Faðir Númer Fjöldi Vöðvi Lögun Fita
Faldur 91990 102 24,1 3,2 4,7
Héli 93805 21 24,4 3,1 3,5
Sólon 93977 30 24,7 2,9 3,5
Jökull 94804 15 24,7 3,3 3,9
Búri 94806 13 24,6 3,1 3,6
Sveppur 94807 101 24,0 2,9 3,6
Atrix 94824 120 25,5 3,4 3,5
Spónn 94993 35 24,9 3,3 3,4
Hnykill 95820 10 26,6 3,2 3,9
Bassi 95821 56 26,4 3,3 3,5
Kópur 95825 34 25,6 3,4 3,5
Afkvæmi hyrndu
hrútanna
Hyrndu hrútarnir, sem voru
haustið 1999 að skila lömbum úr
sæðingum fyrsta sinni ollu því mið-
ur í heild talsverðum vonbrigðum.
Flest bendir til að úr þeim hópi
megi ekki vænta jafn eindreginna
kynbótagripa eins og sumir þeir
eldri hrútar, sem nefndir hér að
framan, óumdeilanlega eru. Af
þessum hrútum vöktu afkvæmi
Stubbs 95-815 mesta athygli.
Lömbin undan honum stiguðust
yfirleitt ákaflega vel í útlitsmati,
hann skilar feikilega góðri fram-
byggingu og afbragðs mala- og
læraholdum. Bakþykkt er hins veg-
ar ekki nægjanleg hjá afkvæmum
hans og lögun bakvöðva mætti vera
betri, þau eru mörg til baga stutt, en
öfugt við lömb slíkrar gerðar virðist
fitusöfnun hjá þessum lömbum
yfirleitt vera mjög í hófi. Sunni 96-
830 skilaði miklu af vel vöðvuðum
og vel gerðum lömbum, þau voru
hins vegar oft full fituþykk og ull-
argallar nokkrir. Ljóri 95-828 gefur
væn og þroskamikil lömb, mættu
vera bakþykkri, en vöðvi vel lagað-
ur, en hann erfir eiginleika föður
síns (Hörva 92-972) til lítillar fitu-
söfnunar. Þetta er því hrútur sem
öðru fremur hentar til notkunar þar
sem vænleiki lamba er mikill en
verið er að berjast við fituvanda-
mál. Veturgömlu hrútarnir frá
Freyshólum, sem notaðir voru frá
stöðinni á Möðruvöllum, Austri 98-
831 og Freyr 98-832, voru báðir að
skila talsvert mörgum vel gerðum
lömbum. Hins vegar ollu þeir að-
eins vonbrigðum með að gefa tæp-
ast jafn mikil ullargæði og vænst
var og reyndust þar tæpast jafningj-
ar eldri hrútanna þriggja sem að
framan eru nefndir.
Öfugt við hymdu hrútanna voru
það nýju kollóttu hrútamir á stöðvun-
um sem komu og sigruðu haustið
1999. Bassi 95-821 er með allstóran
lambahóp sem gefúr ágæta bakþykkt
og góða gerð. Lömb undan Hnykh
95-820 vom fá sem til skoðunar
komu, en þessi lambahópur sýndi
mjög góðar niðurstöður. Báðir nýju
kollóttu hrútamir á Möðmvalla-
stöðinni, Atrix 94-824 og Kópur 95-
825, skiluðu miklu af vemlega vel
gerðum lömbum með góða bakþykkt.
Af eldri kollóttu hrútunum vom
þnr með stóra lambhrútahópa til
skoðunar. Sveppur 94-807 skilað
feikilega þroskamiklum og vel gerð-
um lömbum, en þessi lömb skortir
talsvert á þykkt bakvöðva. Faldur
91-990 var að gefa alltof mikið af
lömbum sem vom óhóflega fitumikil
á spjaldi. Eins og áður var ákaflega
breytilegur lambahópur sem kom til
skoðunar undan Flekk 89-965, en
ætla má að hann gjaldi þess að aúki
að mæður lamba undan honum séu
vemlega breytilegri hópur en undan
hvítu hrútunum.
Ómmælingar haustið 1999 - Synir hyrndra hrúta
Faðir Númer Fjöldi Vöðvi Lögun Fita
Garpur 92808 104 26,7 3,5 3,0
Hörvi 92972 16 26,1 3,4 2,8
Fjarki 92981 115 25,0 3,1 3,2
Bjartur 93800 195 26,1 3,5 3,6
Mjöður 93813 60 25,9 2,9 3,0
Njóli 93826 122 26,4 3,4 3,5
Djákni 93983 111 25,5 3,3 3,6
Mjaldur 93985 177 26,6 3,5 3,6
Moli 93986 246 27,5 3,6 3,1
Peli 94810 99 26,6 3,5 3,3
Amor 94814 92 25,9 3,2 2,9
Mökkur 94827 174 26,2 3,4 3,7
Kúnni 94997 62 26,9 3,4 3,1
Svaði 94998 51 25,5 3,4 3,0
Bjálfi 95802 105 26,5 3,6 3,2
Mölur 95812 24 25,1 3,2 3,1
Stubbur 95815 172 25,7 3,2 2,8
Ljóri 95828 141 25,6 3,5 2,9
Bambi 95929 71 24,6 3,2 3,6
Veggur 96816 58 24,9 3,1 3,3
Sunni 96830 126 26,7 3,5 3,5
Lagður 98819 49 25,6 3,2 3,6
Austri 98831 154 26,2 3,5 3,6
Freyr 98832 74 26,0 3,5 3,5
42 - FREYR 4-5/2000