Freyr - 01.05.2000, Side 47
Kjötmatið haustið 1998
Nokkrar niðurstöður úr uppgjöri
fjárræktarfélaganna
s
rið 1998 var kindakjöt hér á
landi metið eftir nýjum
reglum. Þessar nýju reglur
byggja á þeim grunni sem kjötmat í
öllum nálægum löndum gerir og
hefur í umræðu oft verið nefnt
EUROP mat, með tilvísun til sam-
ræmdra reglna hjá Evrópusam-
bandinu um þetta.
Meginástæða breytinganna var að
fá betri greiningu á kjötinu þannig að
markaðsfærsla þess geti verið
markvissari. Ein af röksemdunum
fyrir umræddum breytingum var
einnig að með breyttu mati fengjust
niðurstöður sem nýst gætu bændum
miklu betur í ræktunarstarfi sínu en
upplýsingar úr eldra kjötmati gerðu.
Þetta hefur þegar rækilega verið
staðfest með úrvinnslu gagna úr
kjötmatinu ffá haustinu 1998. Þær
niðurstöður, sem þegar liggja fyrir,
segja að með skipulegri nýtingu á
þessum upplýsingum er mögulegt að
ná umtalsverðum ræktunarárangri á
skömmum tíma. Allir munu geta
verið sammála um að íslensk dilka-
kjötsífamleiðsla þarfnast þess. Þess
vegna hlýtur að vera mikilvægt að
miðla sem mest þeim niðurstöðum
sem þama fást til þess að fá bændur
til að velta þeim fyrir sér og nýta þá
þekkingu sem þannig fæst í eigin
ræktunarstarfi.
Við framkvæmd á matinu haustið
1998 komu að vísu fram ýmsir eðli-
legir byijunarannmarkar enda tæpast
hægt að ætlast til að full samræming
í framkvæmd á matinu næðist í
upphafi. Til að markmið matsins
gagnvart markaðsstarfi náist er samt
algert forgangsverkefni að full
samræming náist sem allra fyrst.
Með því að bera saman niðurstöður á
milli sláturhúsanna um matið og
eftir
Jón Viðar
Jónmundsson,
Bænda-
samtökum
íslands
fallþunga í viðkomandi gæðaflokkun
má fá nokkra hugmynd um
framkvæmd á matinu á hverjum
stað. Þannig skoðun á gögnum
bendir til að í sláturhúsunum í
Borgamesi og á Höfn hafi
átt sér stað ákveðið ofmat
gagnvart vöðvafyllingu í
samanburði við önnur
sláturhús.
Til að vinna úr upplýs-
ingum úr kjötmatinu er
nauðsynlegt að breyta mat-
inu yfir á tölulegan skala
sem leyfir útreikning á
meðaltalstölum. Eins og
margir þekkja hefur þetta
verið gert með því að fella
matið að samfelldum
tölulegum skala þar sem
gert er ráð fyrir að fyrir
hendi séu allir und-
irflokkar eins og reglugerð
gerir ráð fyrir að megi nota
þó að slíkt sé ekki gert hér
á landi. Þannig verða
tölugildi í mati fyrir
vöðvafyllingu gerð, (en
þessi tvö hugtök em notuð
jöfnum höndum) 2 fyrir P
flokk, 5 fyrir O flokk, 8
fyrir R, 11 fyrir U og 14
fyrir E. Fyrir fituflokkun
verða talnagildin því 2 fyr-
ir fituflokk 1, 5 fyrir
fituflokk 2, 8 fyrir fituflokk 3,9 fyrir
fituflokk 3+ (sem er eini und-
irflokkur sem notaður er), 11 fyrir
fituflokk 4 og 14 fyrir fituflokk 5.
I töflu 1 hafa niðurstöður úr mat-
inu sem fram koma í skýrslum fjár-
ræktarfélaganna verið dregnar sam-
an í meðaltalstölur eftir hémðum
fyrir öll lömb sem hafa slíkar upp-
lýsingar í fjárræktarfélögunum, en
þetta eru samtals rúmlega 225 þús-
und föll sem slíkar upplýsingar em
fyrir hendui um. Vegna þess sem að
framan segir er varhugavert að
draga miklar frekari ályktanir af
Tafla 1. Meðaltal úr kjötmati í
fjárræktarfélögunum haustið
1998 í einstökum sýslum.
Sýsla Fjöldi Gerð Fita
Kjósarsýsla 48 6,98 7,23
Borgarfjörður 5139 6,75 5,78
Mýrasýsla 7077 7,09 5,84
Snæfellsnes 11472 7,41 6,35
Dalasýsla 15002 6,34 6,40
Barðastrandas 6653 6,55 6,81
V-ísafj. 4063 6,24 7,05
N-ísafj. 1806 6,36 7,22
Strandasýsla 13117 6,62 6,15
V-Húnav. 16883 6,38 5,94
A-Húnav. 8543 6,62 6,35
Skagafjörður 17923 6,60 6,32
Eyjafjörður 11680 6,23 6,21
S-Þingeyj. 22285 6,21 5,53
N-Þingeyj. 16951 6,77 7,16
N-Múlas. 19711 5,63 5,73
S-Múlas. 5768 5,97 6,18
A-Skaftaf. 10535 7,26 5,83
V-Skaftaf. 12915 6,76 5,60
Rangárv. 7497 6,73 6,45
Amessýsla 10417 6,68 6,34
Landið 225485 6,52 6,16
FREYR 4-5/2000 - 47