Freyr

Volume

Freyr - 01.05.2000, Page 51

Freyr - 01.05.2000, Page 51
segir, að þetta er uppsóp lakasta hluta afkvæma þeirra. Þær upplýsingar sem hér verða kynntar og ég held að mest megi lesa úr eru þær sem kynntar em í töflu 4. Þama er búið að draga saman niður- stöður fyrir þá stöðvarhrúta síðustu ára sem áttu 10 syni eða fleiri sem höfðu fengið reiknaða einkunn um matið í fjárræktarfélögunum á gmnni 10 lamba eða fleiri. Þetta er gert með því að reikna beint meðaltal af eink- unnum þessara hrúta. Fyrir þá sem þekkja ekki nægjan- lega uppgjör fjárræktarfélaganna er nauðsynlegt að fram komi að hér er um að ræða einkunnir fyrir hvom þátt kjötmatsins um sig sem reikn- aðar em innan hvers bús í uppgjöri félaganna. Þama er því aðeins um innbyrðis samanburð innan bús að ræða. Þegar þessir hrútar hins veg- ar, eins og er raunin, dreifast um allt land við ólíkustu aðstæður og lenda því í innbyrðis samanburði ætti þama að fást marktækur dóm- ur. Þama koma heldur ekki til þau úrvalsáhrif sem fyrir hendi em hjá sæðislömbunum sjálfum og rædd em hér að framan. Úr þessari töflu getur vafalítið hver og einn lesandi lesið margvís- legan fróðleik. Ég ætla að benda á nokkur atriði sem mér sýnast for- vitnileg. Umfang þessara gagna er feikimikið því að samtals eru upp- lýsingar um afkvæmi um 2600 hrúta sem eiga stöðvarhrút sem föður. Að meðaltali fá þessir hrútar 101 í einkunn um gerð en eru ná- kvæmlega á meðaltali um fitu. Þama blasir nokkuð skýrt við sá al- menni munur sem ég hef áður nefnt á hymdu og kollóttu hrútunum. Að jafnaði koma kollóttu hrútamir lak- ar út í mati um gerð en þeir hymdu en fyrir fituna snýst þetta við. Þama em synir Bjöms 89-933 og Flekks 89-965 frekast undantekn- ing en þeir em báðir með jákvæð meðaltöl um báða þætti. Þá er yfir- leitt alltof algengt að saman fari neikvætt samhengi þátta, þ.e. ann- að hvort góð gerð og of mikil fita eða lítil fita og gerð í slakari kant- Tafla 4. Meðaleinkunnir hálfbræðrahópa undan stöðvarhrútum sem áttu fleiri en 10 syni með eink- unnir byggðar á 10 sláturlömbum eða fleiri haustið 1998. Svnir stöðvarhrúta haust 1998 Föðurfaðir Númer Synir Lömb Gerð Fita Oðinn 83904 12 414 91 93 Lopi 84917 12 645 79 97 Kokkur 85870 71 2958 96 100 Broddi 85892 19 643 95 102 Oddi 85922 16 648 88 98 Sveppur 85941 12 395 92 99 Álfur 87910 11 411 102 88 Krákur 87920 20 713 116 99 Djarfur 87946 11 448 92 103 Móri 87947 38 868 99 103 Fóli 88911 77 3064 104 98 Glói 88927 15 498 95 88 Fannar 88935 20 621 93 107 Nökkvi 88942 30 1139 105 94 Goði 89928 119 4147 102 93 Klettur 89930 132 3922 96 98 Bjöm 89933 16 612 104 106 Raggi 89949 11 344 95 98 Búi 89950 10 426 109 95 Flekkur 89965 12 366 107 102 Valur 90934 49 1571 95 98 Tumi 90936 30 1355 90 104 Vaskur 90937 32 1161 87 109 Fóstri 90943 55 2014 111 91 Deli 90944 27 1069 104 102 Álfur 90973 44 1460 100 100 Blævar 90974 31 1063 109 92 Hnykill 90976 26 663 91 102 Þéttir 91931 23 696 106 98 Gosi 91945 155 5701 106 99 Hnykkur 91958 158 4553 107 100 Gnýr 91967 86 2464 100 102 Stikill 91970 21 663 106 99 Dropi 91975 80 2166 107 97 Garpur 92808 10 337 115 104 Svanur 92966 18 668 98 106 Skjanni 92968 83 2920 96 107 Fenrir 92971 55 1839 103 99 Hörvi 92972 132 4671 97 108 Melur 92978 11 376 101 96 Njörður 92994 28 770 91 98 Galsi 93963 95 2677 105 101 Sólon 93977 76 2112 101 100 Bútur 93982 78 2444 114 95 Djákni 93983 45 1138 100 99 Glampi 93984 79 2316 95 103 Mjaldur 93985 34 1017 103 97 FREYR 4-5/2000 - 51

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.