Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Síða 54

Freyr - 01.05.2000, Síða 54
Fé á beit í hœðóttu landi norðarlega á suðureynni. Takið eftir skógarreitunum, en mikið er rœktað af furu til trjáviðar. Kaikoura fjöll f baksýn. ingur alls útflutnings, að mestu leyti kjöt, mjólkurafurðir og ull, en auk þess er flutt út töluvert af grænmeti og ávöxtum. Aðrar mikilvægar út- flutningsvörur eru timbur, fiskur og ál. Landið er fyrst og fremst gras- ræktarland og allur fénaður gengur á beit árið um kring, víða á ræktuðu landi og nær undantekningalaust er dreift áburði á beitilönd á einhverra ára fresti, jafnvel þó að ekki hafi ver- ið sáð til gróðursins. Beit á ræktuðu landi er oftast á blöndu af ijölæru rýgresi og belgjurtum, t.d. hvítsmára eða refasmára Ríflega 60% alls lands er skilgreint sem landbúnaðar- land, þar af mikill meirihluti sem graslendi til beitar. Búskaparhættir sauðfjárbænda Sauðfjárrækt hefur frá upphafi verið aðalbúgrein Nýsjálendinga og er það enn, en á seinni árum hefur kúabúskapur unnið á og er útflutn- ingur á mjólkurafurðum ört vaxandi. Flestir sauðfjárbændur búa með holdanautgripi og sauðfé saman og telja það hagkvæmast út frá nýtingu beitilands. Sauðfé í landinu er nú um 46 milljónir (talið um miðjan vetur), þar af 32,5 milljónir fullorðnar ær. Fé hefur fækkað verulega frá 1985 þegar íjöldinn var um 70 milljónir. Helsta orsök fækkunarinnar er af- nám styrkja til landbúnaðar, sem kom til framkvæmda árið 1985 og einnig er aukin samkeppni um land til annarra nota, svo sem mjólkur- framleiðslu á láglendi og skógræktar á hæðóttu landi. Meirihluti sauð- fjárbúanna er á suðureynni, sérstak- lega á hálendari svæðum og í suður- héruðunum þar sem loftslag er sval- ara og hentar betur fyrir sauðfé en á norðureynni. Þar er hins vegar mest af kúabúum. Aðalfjárkynið er Romney fé, sem er komið út af breska kyninu Romney Marsh sem flutt var til landsins á síðustu öld. Þetta fé hefur aðlagast láglendisaðstæðum vel og er alls ráðandi á norðureynni og á lægri svæðum á suðureynni og telur um 58% (1996) af öllu fé í landinu. Önnur kyn, sem eitthvað kveður að, eru yfirleitt ræktuð út ffá Romney fé, svo sem Coopworth (blandað Border Leicester), Perendale (blandað Cheviot) og Corriedale (blandað Merino og breskum langullarkynj- um). Búskapur með hreinræktað Merino fé og Merino blendinga fer vaxandi og er fjöldi þeirra um 10% af heildinni. Fyrir utan þessi helstu kyn er fjöldi annarra tjárkynja, sem hvert um sig telur frá nokkrum tug- um til nokkurra hundruð þúsunda. Tekjur sauðfjárbænda eru bæði af ull og kjöti og var ekki óalgengt að menn hefðu allt að helmingi tekna af ullarsölu. I seinni tíð hefur kjötsalan aukið hlut sinn á kostnað ullar, bæði vegna sífellt lækkandi ullarverðs og einnig vegna vaxandi áherslu á kjöt- framleiðsluna sem hefur leitt til auk- inna afurða eftir hvetja kind. Bú- skapur með Merino fé byggir þó að mestu á ullarframleiðslu enda féð illa fallið til kjötframleiðslu. Búskaparhættir nýsjálenskra bænda eru mjög frábrugðnir því sem íslenskir bændur eiga að venjast enda aðstæður allar ólíkar. Búin eru yfirleitt mjög stór á okkar mæli- kvarða, meðalbúið er 2500-3000 kindur og yfir 200 holdanautgripir. Ekki tíðkast að hýsa nokkra kind eða afla vetrarfóðurs nema að takmörk- uðu leyti á harðbýlli svæðunum. A láglendi er beitt á ræktað land, yfir- leitt haft mjög þétt í girðingarhólfum og fært milli hólfa eftir ástandi beit- arinnar. Oft eru hólfin nauðbeitt og sést ekki stingandi strá í sumum þeirra þó að enn sé fé í þeim. Það kom mér á óvart hversu mikið var um sauðfjárbúskap á sléttlendinu í Canterbury þar sem landið virtist henta vel til ræktunar koms eða t.d. olíufræs og/eða mjólkurframleiðslu. Reyndar er kúabúskapur vaxandi á svæðinu en hann krefst þess að fjár- fest sé í áveitum til þess að tryggja sprettu á þurrkatímum á meðan sauðfjárbændur láta sig stundum hafa það að setja á „guð og þurrkinn“ og treysta á að geta fækkað fénaði með slátrun og sölu ef beitina þrýtur. Almennt er mikil hreyfing á sölu líf- fénaðar og t.d. ekki óalgengt að lág- lendisbændur kaupi lömb sem teljast ekki hæf til slátmnar að hausti og beiti þeim fram á vetur. I augum ókunnugra er algengasta myndin af Nýja Sjálandi af póstkort- um og auglýsingamyndum, landslag með aflíðandi hæðum og hólum, grænt yfir að líta og fé á beit á víð og dreif. Þessi mynd blasir við þó nokkuð víða, t. d. austan undir Suð- ur-Ölpunum sem er fjallgarðurinn sem gengur eftir endilangri suður- eynni að vestanverðu. Búskapur á þessum svæðum er yfirleitt sauðfé og holdanaut og landið hólfað niður í beitarhólf, þar sem m.a. er tekið mið af bratta og legu við sól við nýtingu beitarinnar. Aburði (fosfati) er yfir- leitt dreift úr flugvélum alls staðar nema á sléttlendi og á flestum bæjum 54 - FREYR 4-5/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.