Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 55
er að fmna stutta flugbraut fyrir
áburðarvélina. A þessum svæðum er
áhersla lögð á kjötframleiðslu og
notkun hrúta af svokölluðum
„down“ kynjum (Suffolk, Dorset
o.fl.) er algeng við framieiðslu á
lömbum til slátrunar en æmar em oft
af Romney kyni eða skyldum kynj-
um.
Loks em hálendisbændur sem búa
á hásléttunum á suðureynni í yfir 800
m hæð þar sem úrkoma er mjög lítil
og beitargróðurinn er aðallega harð-
gert „tussock" gras sem lítur út eins
og sina mestan hluta ársins. Á þessu
svæði er gróður yfirleitt mjög rýr og
úrkoma lítil. Jarðimar em geysistór-
ar og menn búa með mörg þúsund
fjár sem dreifist um mjög stórt
svæði. Hver landareign er samt af-
girt og hólfuð í sundur að einhveiju
leyti og ekki þekkist að beita á sam-
eiginlega afrétti. Merino fé er al-
gengt á þessum slóðum en það virð-
ist þola vel þurrka, kulda og lélega
beit. Merino fé er í raun mjög ólíkt
öðmm ijárkynjum, það er óftjósamt
og holdrýrt en með einstaklega fína
og þétta ull sem á engan sinn líka,
enda alla tíð ræktað með tilliti til ull-
arframleiðslu. Það er styggt og oft
óvant umgengni manna og því yfir-
leitt er ekki smalað nema tvisvar á
ári, til rúnings og slátrunar. Merino-
bændur á Nýja-Sjálandi hafa á und-
anfömum ámm náð töluverðum
árangri í framleiðslu á mjög fínni
Merino ull með skipulögðu úrvali.
Ullin er með háraþvermál allt niður í
13-15 my, sem er orðið jafnfínt og
kasmírþel af geitum og er seld háu
verði.
Afurðasemi
Afurðasemi sauðfjár á Nýja Sjá-
landi er afar breytileg eftir búskapar-
háttum og milli einstakra bænda.
Yfirleitt má þó fullyrða að fijósemi
og kjötframleiðsla eftir ána er mikl-
um mun lakari en við eigum að venj-
ast enda er tilkostnaður á hveija kind
aðeins brot af því sem við þekkjum.
Meðalfijósemi er 1,05-1,15 lömb
eftir ána. Töluverður áróður er rek-
inn fyrir bættri fijósemi og sýnt fram
á að bændur geti bætt afkomu sína
verulega með auknum afurðum. Oft
vantar á að ær séu í nægilega góðum
holdum um fengitíma, sem kemur
fram í slakri fijósemi. Ef beit er af
skomum skammti seinni hluta
sumars ná æmar ekki að bæta á sig
holdum eða léttast jafnvel. Flestir
nota þó fengieldi í einhverri mynd og
hafa betri beit tilbúna fyrir fengitíma.
Almennt er raunin sú að fijósemi fer
heldur vaxandi, m.a. eftir að rýmk-
aðist á landi við fækkun ijár á und-
anfömum ámm og skilningur manna
á því að hægt sé að auka fijósemi
með úrvali er vaxandi. Fijósemis-
erfðavísir, sem kenndur er við
Inverdale, er þekktur í Romney fé og
nýlega er farið að nýta hann í
skipulegri ræktun. Þessi erfðavísir er
á X-litningi og ær sem em arfhreinar
fyrir honum em ófrjóar en arfblendn-
ar ær skila að jafnaði 0,6 fleiri lömb-
um en meðalæmar. Erfðavísinum er
dreift með hrútum sem em arfberar
og þegar þeir em notaðir á ær, sem
em ekki með erfðavísinn, verða allar
dætur arfblendnar. Þróað hefur verið
DNA próf til greiningar á arfbemm
(hrútum) og er byijað að nýta það í
einhveijum mæli.
Fósturtalningar með ómsjá eru
mjög mikið stundaðar, á síðasta ári
var talið í um 40% ánna á suður-
eynni. Þessi starfsemi hefúr aukist
mjög hratt frá árinu 1991 og nú ferð-
ast verktakar á milli búa með ómsjá
og greina fósturfjölda fyrir gjald sem
samsvarar 30 - 40 kr. á kind. Geldar
ær em skildar úr eða þeim hreinlega
slátrað strax eftir talningu og ein-
lembum og tvílembum beitt sitt í
hvom lagi fram yfir sauðburð. Með
þessu telja menn sig minnka vanhöld
á lömbum og komast auk þess að því
hversu margar ær festa fang en skila
ekki lömbum að vori. Þnlembur hafa
valdið mönnum nokkmm vandræð-
um, því að ef þær em hafðar saman á
sauðburði vilja þær mgla saman
lömbum eða týna þeim innan um
önnur lömb. Einstöku bændur taka
þriðja lambið undan og venja undir
einlembur eða ær sem missa, en það
er undantekning.
Töluverð vanhöld em einnig á
lömbum á vorin þar sem ekki tíðkast
að vaka yfir hverri kind um sauð-
burð. Þar sem eftirlit er gott er í
hæsta lagi litið eftir hveiju beitar-
hólfi einu sinni til tvisvar á dag.
Sums staðar er einnig hætta á hrak-
viðmm um sauðburðinn. Vaxtarhraði
lamba er mjög breytilegur, víða mjög
góður og yfirleitt er slátrað eftir
hendinni eftir því sem lömbin ná
Landslag er víða œgifagurt áfjöllum Nýja Sjálands. Útsýni til Mt. Cook, sem
er hœsta fjall landsins.
FREYR 4-5/2000 - 55