Freyr - 01.05.2000, Síða 56
Afurðaverð og afkoma
Eins og áður sagði hafa allir styrkir
til landbúnaðar verið felldir niður og
verða bændur því að spjara sig með
því eingöngu að selja afurðir á heims-
markaðsverði. Verð á afurðum er
fijálst og breytilegt milli ára og
árstíma. Sláturhús auglýsa verð sem
þau bjóða fyrir sláturgripi vikulega og
samkeppni er milli sláturaðila um
gripi. Kjötið er verðlagt eftir
fallþunga og fituþykkt og er hæsta
verðið greitt fyrir 15-17 kg skrokka
með minna en 8-9 mm fituþykkt á
síðu. Verðsveiflur innan ára fara aðal-
lega eítir framboði og er verðið allhátt
Við Tekapo vatnið á hálendi suðureyjar Nýja Sjálands. Á þessu svœði er mjög
strjálbýlt og oft stórar jarðir með þúsundum jjár. Við vatnið er gömul
steinkirkja, sem nefnist kirkja góða hirðisins og tengist sögu fjárhirða á þessu
svœði í lok síðustu aldar.
sláturstærð og frekar reynt að selja
lakari lömbin til annarra bænda ef
beitina þrýtur.
Féð er ullarmeira en íslenskt fé og
reyfi af fullorðinni kind yfirleitt 4-5
kg. Töluvert hefur verið lagt upp úr
ullarmiklu fé þar sem verulegur hluti
tekna sauðfjárbænda hefur verið af
ullarsölu. Ull af Rornney kindum og
skyldum kynjum er tiltölulega gróf
og jöfn að lengd (yfir 30 my, sem er
svipað og allra fínasta tog á íslensku
fé) og er fyrst og fremst notuð í gólf-
teppaband. Ull af Merino fé er hins
vegar ákaflega fín (innan við 25 my)
og eingöngu notuð í fatnað, bæði
vefnað og vélpijón.
Skýrsluhald í sauðfjárrækt er
ekki almennt meðal bænda sem
framleiða kjöt og ull og fé ekki ein-
staklingsmerkt. Þó er töluverður
hluti bænda sem færir skýrslur og
heildarfjöldi fjár á skýrslum er
mjög mikill miðað við önnur lönd.
Starfandi eru ræktunarbú fyrir hvert
fjárkyn, sem selja kynbótahrúta til
almennra bænda, og þessi bú færa
yfirleitt skýrslur. Nú sem stendur
er unnið að endurbótum á skýrslu-
haldinu og kynbótauppgjörinu og
er áætlað að samræma skýrsluhald
og uppgjör fyrir mismunandi fjár-
kyn og koma á tölvutengingu við
sláturhús til að ná inn skráningu á
fallþunga. Þetta kerfi virðist geta
orðið mjög öflugt tæki fyrir rækt-
unarstarfið.
Ær af Romney kyni á tilraunastöð AgResearch í Invermay, sunnarlegá á
suðureynni. Myndin er tekin í nýrri fjárragsaðstöðu (sheep yard), sem eru
hólfaðar réttir undir þaki, með möguleika á hringrekstri og flokkun í
sundurdráttargöngum.
í upphafi sláturtíðar (sumarslátrun) en
lægra þegar líður á haustið. í mars og
apríl 1998 og 1999 voru greiddir
u.þ.b. NZ $ 2,50 fyrir kg af bestu
skrokkunum - hæsta verð er greitt í
desember og getur verið allt að 50%
hærra. Á núverandi gengi (ca 40
kr./NZ $) leggur lambið sig þannig á
1500 - 2200 kr. íyrir kjötið. Sláturhús
em flest stór og með fleiri en einni
vinnslulínu, oft rekur sama fyrirtækið
mörg hús víðsvegar um landið.
Sláturhúsið sem ég kom í var með
þijár línur eða færibönd, fúll afköst
vom 12000 fjár á dag og þar tóku
frystigeymslumar 350 þúsund
skrokka. Vinnulag er mjög svipað því
sem er í nýrri sláturhúsum hér á landi.
Mikið er lagt upp úr því að ná sem
mestu magni í gegnum þessi stóm
hús, að einhveiju leyti á kostnað
gæðanna á stundum. Lítil sjálfstæð
sláturhús em einnig starfandi og sum
þeirra hafa vinnslu á kjöti tengda
slátruninni og leggja áherslu á
sérstaka gæðavöm. Sauðfjárslátmn
er í gangi árið um kring þó að mikið
dragi úr henni yfir vetrarmánuðina og
sumum sláturhúsum er lokað í 3 -4
mánuði á ári. Mjög mikið er lagt upp
úr hreinlæti við slátmnina, sem kemur
m.a. ffam í því að ekki er tekið á móti
óhreinum gripum til slátmnar. Lömb
sem em eða hafa verið með skim eða
56- FREYR 4-5/2000