Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.2000, Qupperneq 57

Freyr - 01.05.2000, Qupperneq 57
1. taffla. Skipting tekna og gjalda á sauðfjárbúum á Nýja Sjálandi 1995-1996. Laun bóndans ekki talin með í gjaldaliðum (sjá skýringar í texta). Tekjuliður % Gjaldaliður % Ullarsala 26,4 Greidd laun 8,0 Sala á sauðfé (sl. og til lífs) 35,5 Verktakavinna 10,5 Sala á nautgr. (sl. og til lífs) 19,9 Áburður og fræ 12,9 Tekjur af öðrum skepnum 4,3 Vamir og lyf 8,3 Sala á jarðargróða 9,7 Viðhald 7,3 Annað 4,2 Flutningar og farartæki 6,7 Olía og rafmagn 4,4 Fóður og beit 2,8 Stjómunarkostn. 4,7 Tryggingar, sjóðagj. 3,0 Leigugjöld o.fl. 6,7 Vaxtagjöld 16,2 Afskriftir 8,5 Heimild: The New Zealand sheep and bcef farm survey 1995-96. NZ Meat and Wooi Boards’ Economic Service. Publication no. 2126, November 1997. skítaklepra verður að rýja vandlega að aftanverðu áður en þau eru send til slátrunar, annars eru þau endursend. Auk þess eru allar kindur reknar í gegnum ca 10-12m langa baðþró í sláturhúsréttinni, stundum oftar en einu sinni ef fyrsti þvottur þykir ekki hafa orðið að nægu gagni. Mér þóttu þetta ífemur hvimleiðar aðfarir og leiðinleg meðferð á skepnum og sumir félagar mínir töldu þennan þvott vita gagnslausan og eingöngu til þess fallinn að dreifa gerlum og óhreinindum. Gæruverð er mjög lágt sem stend- ur, eins og íslenskir bændur hafa óþyrmilega orðið varir við, og snemma á þessu ári var greitt jafn- virði 150 kr. fyrir meðalgæruna, lægra fyrir litlar gærur og meira íyr- ir stórar. Auk þess er dregið af verð- inu fyrir augljósa galla og í sumum tilfellum verða bændur að greiða með gærunum, því að frádrátturinn er hærri en upphaflega verðið. Eig- inlegt gærumat á sér hins vegar ekki stað nema í einstöku litlum slátur- húsum þar sem menn hafa verið að prófa sig áfram með allnákvæmt mat eftir slátrun. Þessi hús skila skýrsl- um til innleggjenda um fjölda af gærum með tiltekna galla og draga mismikið frá verði eftir göllum. A sama hátt skila þessi hús nákvæmari skýrslum en stóru húsin um innlagt kjöt, flokkað eftir þunga, síðufitu, ásamt upplýsingum um á hvaða út- flutningsmarkað kjötið henti best og hvaða verði þeir skila. Lélegustu gærumar koma af hreinræktuðu Merinofé og rannsóknarverkefnið sem ég vann að snerist einmitt um að kanna erfðabreytileika í gæmgæðum af Merino og Merinoblendingum. Nýsjálenskar gæmr em flestar afull- aðar strax eftir slátmn og notaðar í leðurvinnslu. Mest er flutt úr landi pæklað og sútað annars staðar. Rúningur er unninn í verktöku, eins og mörgum er kunnugt, og rún- ingsgengið sér oftast um allan frá- gang og flokkun á ullinni jafnóðum. Ullin er síðan seld á uppboði og verðið fer aðallega eftir fínleika en einnig er tekið tillit til lengdar og hreinleika. Ullarverð á heimsmark- aði hefur verið lágt undanfarin ár og virðist ekki vera á uppleið enn sem komið er. Nýlegt verð á Romney ull jafngildir 120 - 160 kr. á hreint kg en verð á Merino ull er mun hærra eða frá ríflega 200 kr. upp í 400 kr. fyrir hreint kg og þaðan af meira fyrir al- fínustu ullina sem getur selst á ævin- týralegu verði. Afkoma sauðfjárbænda í þessu mikla búfjárræktarlandi þykir ekki mjög góð og skýrsla sem mér barst í hendur um veltu og afkomu á sauð- Qár- og holdanautabúum gefur til kynna að þrátt fyrir lítinn tilkostnað og stór bú nái menn ekki viðunandi tekjum upp í eigin laun. Hlutfallsleg skipting tekna og gjalda á meðalbúi, samkvæmt tölum ffá 1995-1996 er sýnd í stórum dráttum í 1. töflu. Ef skipting gjalda og tekna er bor- in saman við verðlagsgrundvöll sauðfjárbúa (án beingreiðslna) hér á landi, kemur í ljós að fóðurkostnaður og orka (að miklu leyti vegna fóður- öflunar) vega mun þyngra hér og af- skriftir af fjárfestingu eru einnig mun meiri. Hins vegar greiða nýsjálensk- ir bændur hlutfallslega meiri laun og verktakavinnu (mest rúningur og girðingavinna), kostnaður við vamir gegn illgresi og sníkjudýrum er tölu- verður og vaxtagjöld eru einnig veruleg. Þessi munur endurspeglar að sjálfsögðu fýrst og ffemst hve að- stæður til búskapar eru ólíkar milli landanna. Meðalveltan var 161.000 nýsjá- lenskir dollarar eða jafngildi 6,44 milljóna kr.en bústærðin, sem miðað er við, er 2800 kindur (ær og geml- ingar ásamt sauðum í sumum tilfell- um) og 230 nautgripir (á öllum aldri). í töflunni er hagnaði, sem gengur upp í laun bóndans, haldið ut- an við gjaldaliðina en meðalhagnað- ur fyrir skatta var 16,2% af veltu, eða jafngildi ríflega einnar milljónar kr. Mikill breytileiki er að sjálfsögðu á bak við meðaltöl af þessu tagi og af- koma í raun afar misjöfh og virðist afkoma sauðfjárbænda á hálendum hijóstrugum jörðum vera lökust, sem liggur meðal annars í því að þeir hafa hærra hlutfall tekna af ullarsölu en aðrir. Best er afkoman hjá bændum á láglendi sem hafa verulegan hluta tekna af ræktun grænmetis eða ann- arra afurða sem selja má beint. Sjúkdómar og sníkjudýr Nýsjálendingar halda uppi mjög ströngum vömum gegn sjúkdómum FREYR 4-5/2000 - 57

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.