Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Síða 58

Freyr - 01.05.2000, Síða 58
í búfé, sérstaklega varðandi innflutn- ing á búfé og búíjárafurðum. Mæði- veiki hefur ekki borist til landsins og riða hefur einu sinni komið fram í innfluttu fé og þeirri hjörð var umsvifalaust fargað og veikin hefur ekki fundist síðan. Gamaveiki er hins vegar í landinu og engar skipu- lagðar vamir gegn henni en unnið er að rannsóknum með bólusetningu. Engar hömlur em á flutningi búfjár milli svæða innan landsins. Clostrodium sjúkdómar (bráðapest, blóðsótt, gamapest) em einnig þekktir en bólusetning er ekki al- menn gegn þeim. Sjúkdómsvaldar, sem eingöngu þrífast í mildu frostslausu loftslagi, em hins vegar skæðir, einkum á norðureynni. Erfiðast er sennilega að eiga við “Facial eczema”, sem or- sakast sveppaeitri sem stíflar gallrás- ina og veldur lifrarskemmdum og ljósfælni vegna efna sem safnast fyrir í blóðinu. Sveppurinn lifir á jurtaleifum við grasrótina og íjölgar sér mjög hratt með gróum í hlýju og þurru veðri. Grasbítar em í mestri hættu ef beit er orðin snögg og grip- imir bíta neðsta hluta plantnanna þar sem sveppurinn heldur til. Engin lækning er við eituráhrifunum en reynt er að gefa zinkoxíð til að draga úr þeim og skepnur sem veikjast alvarlega ná aldrei fullri heilsu. Annar sveppur, sem liftr á ijölæm rý- gresi (ryegrass endophyte), getur valdið lömun og krampa í skepnum og hefur neikvæð áhrif á þrif og ffjó- semi. Grasstofnar, sem sveppurinn þrífst á, hafa náð mikilli útbreiðslu vegna þess að þeir em jafnframt ónæmir fyrir árásum skordýrateg- undar sem leggst sérstaklega á rý- gresi. Klaufarot (foot rot) er útbreitt vandamál og stafar af bakteríusýk- ingu í klaufum. Sýkingin er smitandi og töluverð vinna er lögð í að útrýma sjúkdómnum á einstökum búum og halda þeim hreinum eftir það. Gerð- ar hafa verið tilraunir með bóluefni en það er sérhæft fyrir einstaka bakteríustofha, sem dregur úr gildi þess. Ormasýkingar em geysilega mikið vandamál þar sem beitt er þétt í litl- um hólfum og verður að gefa lömb- um inn ormalyf á nokkurra vikna fresti eftir að fært hefur verið frá. Langt er síðan menn urðu fyrst varir við ónæmi sníkjudýra gegn orma- lyfjum og nauðsynlegt er að skipta reglulega um ormalyf og menn óttast að upp komi ormastofnar sem engin lyf vinni á. Mikil vinna hefur verið lögð í að kanna erfðabreytileika í mótstöðu gegn ormasýkingum og möguleika á ræktun stofna með mót- stöðu. Undanfarin ár hefur verið í gangi þróunarverkefni á vegum AgResearch þar sem ræktunarbú, sem framleiða kynbótahrúta, eiga kost á mælingum á ormaeggjafjölda í saursýnum og mótefnum í blóði gripa. Þessi gögn eru síðan gerð upp með BLUP aðferðum og reiknuð kynbótagildi fyrir mótstöðu og valið eftir þeim. Töluverður árangur hefur náðst en mælingar eru dýrar og tíma- frekar. Lýs og flugur leggjast á fé þó að það sé ekki haft á húsi og verður að baða féð eða úða með vamarlyfjum til að halda þeim í skeíjum. Lúsin veldur ofnæmisviðbrögðum í húð, sem kemur fram sem ójöfnur og skemmdir á sútuðu leðri, auk óþæg- inda og vanþrifa í skepnum. Ákveðnar flugutegundir (blow flies) sækja í kindur og verpa í ullina, helst þar sem er raki og óhreinindi t.d. í kringum skítaldepra í ull. Eggin klekjast út og maðkamir geta étið sig í gegnum húðina og inn í vöðva. Hafa þarf eftirlit með fé á beit vegna þessa en hægt er að þekkja kindur úr sem hafa orðið fyrir þessu ákveðnu einkennandi háttalagi. Notkun vam- arefna gegn skordýmm veldur ullar- iðnaðinum áhyggjum þar sem oft em leifar þessara efna í ullinni. Efnin nást reyndar yfirleitt úr í þvotti en skapa mengunarvandamál hjá þvotta- stöðvunum, auk þess sem efnameng- unin getur skaðað ímynd ullar- framleiðslunnar. Af þessum sökum er rekinn töluverður áróður meðal bænda um fýrirbyggjandi aðgerðir og reynt að draga úr efnanotkun. Nýjungar og sóknarfæri Umræða um sölumál og markaðs- mál lambakjöts á Nýja-Sjálandi er að mörgu leyti keimlík því sem hér gerist þrátt fyrir gerólíkar aðstæður. Eins og kunnugt er selja Nýsjálend- ingar megnið af lambakjötinu , til annarra landa og em ráðandi í milli- ríkjaverslun með lambakjöt, þó að þau viðskipti séu einungis brot af Pœklað skinn af Merino lambi. Skinnið er alsett fellingum sem gerir það nœr óhœft til notkunar í leðurfatnað. 1 síðustu sláturtíð urðu nýsjálenskir bœndur að greiða jafnvirði 50-90 kr. með svona gœrum. 58 - FREYR 4-5/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.