Freyr - 01.09.2000, Síða 5
Syðra-Skörðugil, íbúðarhús Sigrúnar og Sigurjóns. (Dúdda) t.v., nú Fjólu og
Elvars, en t.h. íbúðarhús Ásdísar og Einars Eylerts.
hvort ég vildi ekki fara suður í
Borgarfjörð til dóttur sinnar og þáði
ég það. Maður hennar hét Gunnar
Jónsson. Þá var ég alveg að nálgast
fermingu. Þama var ég þrjú sumur.
Þegar ég var 15 ára fór ég austur
á Hérað í vegavinnu hjá afa mínum,
Einari Jónssyni, sem var umdæmis-
stjóri Vegagerðarinnar á Austur-
landi. Móðir mín og systur hennar
voru ráðskonur hjá honum. Ég var
þama í vegavinnu í tvö sumur, en
skúramir voru við Lagarfljóts-
brúna, þar sem nú er Fellabær. Ég
var settur í skóla á Eiðum, fyrst
sem óreglulegur nemandi og vann í
fjósinu hjá Jóni Sigfússyni bónda
þar, fyrir fæðinu en sótti bara
nokkra tíma. Veturinn eftir var ég
fastur nemandi í skólanum. Ég var
ekki mikill námsmaður þama og
hafði ekki mikinn áhuga á þessu
námi, en lauk prófi úr 1. bekk en
vildi svo ekki læra meira þama
heldur fara að Hvanneyri. Mamma
sagði að það kæmi ekki til greina,
auðvitað verður þú stúdent og lærir
eitthvað alminnilega. Ég harðneit-
aði því og þá sagði hún að það væri
best að ég réði þessu, því að ég
vildi hvort eð er alltaf standa fyrir
aftan kýrrassa.
Skólaganga
Svo var ég settur á Hvanneyri þó
að ég væri bara 16 ára og þyrfti
undanþágu til að komast inn. Guð-
mundur skólastjóri hafði hringt í
Þórarinn skólastjóra á Eiðum og
spurt um mig og Þórarinn hafði
sagt að ég væri ólátabelgur. Það em
meðmæli, sagði Guðmundur, ég tek
hann.
Þá hefst vera mín á Hvanneyri,
haustið 1949, og ég útskrifast úr
bændadeild þaðan vorið 1951, þó
með flýtiprófum því að ég var bú-
inn að ráða mig til Danmerkur með
aðstoð Gísla Kristjánssonar og
Búnaðarfélags íslands. Ég var
þama tvö ár samfellt, mest í Dan-
mörku en svolítið í Svíþjóð. Ég
vann við landbúnaðarstörf ýmiss
konar, mest í ljósi, fyrst á Falster á
tveimur bæjum í rúmt ár, síðan hálft
ár í Svíþjóð og svo aftur í Dan-
mörku í tvo mánuði og fór heim eft-
ir það á áliðnum vetri 1953. Ég ætl-
aði að innrita mig í Landbúnaðar-
háskólann í Kaupmannahöfn, und-
irbúningsdeild, en þegar ég var í
Svíþjóð þá var Guðmundur skóla-
stjóri þar á ferðlagi með nemendur
úr framhaldsdeildinni. Hann spyr
mig um fyrirætlanir mínar og þegar
hann heyrir þær, segir hann: Er ekki
eins gott fyrir þig að koma að
Hvanneyri? Við ræddum þetta smá-
vegis og svo var það fastmælum
bundið.
Nautgriparæktarráðunautur
Þetta sumar var ég ráðinn vega-
verkstjóri á Fjarðarheiði og um
haustið fór ég í Framhaldsdeildina
og lýk henni vorið 1955 og ræðst þá
beint til Nautgriparæktarsambands
Borgarfjarðar sem ráðunautur og
sæðingamaður. Það sóttu tveir eða
þrír um starfið og Sigurður Guð-
brandsson, mjólkurbústjóri, sem
var formaður sambandsins vildi
endilega ráða mig en Guðmundur
skólastjóri, sem var líka í stjóm-
inni, var því andvígur og sagði að
það kæmi ekki til greina að ráða
mig, sem hugsaði ekki um neitt
nema hross og kindur og væri alltaf
á fleygiferð en þá átti ég þegar orð-
ið 10 hross. Hann óttaðist að ég
mundi fjölga hrossunum. Sigurður
réð mig samt. Birgir bróðir, sem var
mjólkurfræðingur í Borgarnesi,
fann seinna þennan ráðningarsamn-
ing og þar er tekið fram að ég megi
ekki eiga nema lítið af fé og megi
ekki nota bílinn kringum búskap.
Það þótti vissara að hafa þessa var-
nagla.
Ég bjó þá á Hvanneyri og þar
vom séra Guðmundur Sveinsson og
Guðlaug kona hans sem vom ná-
skyld mér, Guðlaug móðursystir
mín og þau hjón tvímenningar. Þau
vom búin að koma sér upp útihús-
um, fjósi og fjárhúsum á Staðarhóli
og Guðmundi skólastjóra gmnaði
að ég mundi búa fyrir þau.
Stefán Jónsson kennari hættir að
kenna þama um vorið 1955 og flyt-
ur austur að Kirkjubæ á Rangár-
völlum, en hann átti 30 kindur og
ég keypti þær af honum og fæ inni
með það í fjárhúsi prestsins, svo að
ég byrja þama strax með fjárbúskap
er ég útskrifaðist úr framhalds-
deildinni.
Ég var nautgriparæktarráðunaut-
ur í þrjú ár og sá um allt nautahald
þama og gerði upp kúaskýrslur og
sæddi kýr en þá átti Sæðingarstöðin
fjölda af nautum sem var komið
fyrir hjá bændum. Við vomm með
þetta 10-12 naut og þar af aðeins 3-
4 á stöðinni í einu. Vorið 1958 fer
ég að búa á Stórahrauni á Snæfells-
nesi og tek jörðina á leigu af Thórs-
urunum sem áttu hana og þar var ég
í tvö ár. Meðan ég var á Hvanneyri
FREYR 8/2000 - 5