Freyr - 01.09.2000, Side 7
leið sem ráðunaut til Búnaðarsam-
bands Borgarfjarðar.
Nokkrum árum áður hafði Guð-
mundur fest kaup á Mávahlíð og fer
nú að byggja þar fjárhús fyrir Bún-
aðarsambandið sem nota átti undir
afkvæmarannsóknir fyrir samband-
ið.
Þegar Guðmundur kaupir Máva-
hlíð þá vildi Halldór Pálsson líka
kaupa jörðina fyrir Hestbúið. Guð-
mundur sagði að það væri betra að
hann keypti af Klemensi í Máva-
hlíð jörðina því að Klemens mundi
aldrei selja Hestbúinu hana og lof-
aði að láta Hestbúið síðan hafa
hana. Svo breytir Guðmundur um
stefnu, byggir fjárhús fyrir Búnað-
arsambandið og ætlar sér að selja
því jörðina. Halldór minnti hann þá
á loforðið um að selja Hestbúinu
jörðina og það gekk eftir og þar
með keypti Hestbúið Mávahlíð og
fjárhúsin, en með samkomulagi við
Búnaðarsambandið um að gera af-
kvæmarannsóknir og taka hrúta úr
héraðinu í prófanir. Ur því varð hið
ágætasta samstarf.
Á Hesti voru á sjötta hundrað fjár
þegar ég kem þama en því fjölgaði
og fór hæst í rúm 1100 meðan ég er
þar og var um 1000 þegar ég fór
eftir 14 ára bústjóm. Þama kemst
ég í alvöru háskóla í sauðfjárrækt
hjá Halldóri. Hann var kennari
minn frá Hvanneyri og við urðum
strax miklir mátar en ég hafði alltaf
haft mikinn áhuga á skepnum. Mér
hafði líka gengið ágætlega í sauð-
fjártímunum, bæði verklegum og
bóklegum, og því bauð Halldór mér
starfið.
Hverju stefudi Halldór Pálsson
að ífjárrœktinni á Hesti?
Þegar ég er í bændadeild á
Hvanneyri þá fer Gunnar Bjama-
son, þá kennari þar, til Þýskalands
til að stofna FEIF, Félag eigenda ís-
lenskra hesta erlendis. Runólfur
Sveinsson, þá sandgræðslustjóri og
áður skólastjóri á Hvanneyri, kem-
ur þá og kennir okkur búfjárrækt í
þrjár vikur.
Hann kennir sauðfjárræktina
fyrst og fremst og svolítið naut-
griparækt, og hann talar af mikilli
innlifun um þessi erlendu fjárkyn,
hvað þau séu vel byggð og miklar
kjötskepnur.
Maður hreifst með honum og
hann var svo lifandi heill í þessari
kennslu, sýndi myndir af hinum
ýmsu fjárstofnum og sagði sögur af
því hvemig breskir óðalsbændur
ræktuðu búfé sitt. Þetta hafði mikil
áhrif á nemendur og mótaði mjög
skoðanir þeirra.
Hjónin Einar Eylert Gíslason og As-
dís Sigurjónsdóttir á Syðra-Skörðu-
gili.
Svo líða tvö ár og ég innritast í
framhaldsdeildina og þar kennir
Halldór sauðfjárræktina og tekur
upp saman þráðinn og hefur að
mestu sömu stefnu og var á Bret-
landseyjum og Runólfur hafði túlk-
að áður, enda hafði hann gengið
þar í skóla og kynnst ræktunarað-
ferðunum af eigin raun. Halldór
vildi þó ekki innflutning á fé.
Af þessari ræktunarstefnu mótað-
ist ég mjög mikið. Þegar Halldór
fer svo að kenna okkur að mæla og
dæma búfé þá féll það vel að hug-
myndum mínum og smekk.
Þegar þú kemur að Hesti, er
Stefán Aðalsteinsson þá enn með
tilraunir þar?
Jú, Stefán var þá búinn að vera
viðloðandi Hest um nokkurt árabil,
sem sérfræðingur, og kemur þar af
stað nokkrum tilraunum og er
áfram eftir að ég varð bústjóri í
a.m.k. 3-4 ár. Hann setti t.d. upp há-
lappatilraunina eftir að ég kem og
svo er hann með litatilraunir, þ.e.
um erfðir sauðfjárlita þar sem hann
vann brautryðjendastarf og skrifaði
doktorsritgerð sína um. Auk þess er
hann upphafsmaður með klippinga-
tilraunir á gemlingum.
I hálappatilrauninni var verið að
bera saman mjólkurlagni ánna og
Stefán hélt því fram að háfættar ær
mjólkuðu meira en lágfættar og þó
að háfættar ær væru vöðvarýrari þá
hefðu þær meiri vöðva í heild en
hinar. En við Halldór vildum hafa
vöðvana þykka og beinin styttri.
Þetta var rannsakað og keypt sér-
staklega í þetta háfætt fé og svo var
lágfættur hópur á móti. Háfætta
féð gaf ágætis afurðir og það hall-
aðist ekkert á þannig en háfætta féð
var ferlega ljótt í gálga og gaf léleg
kjötgæði. Hins vegar var ekkert
samhengi á milli lengdar á beinum
og mjólkurlagni.
Stefán vann mikið að ræktun
hvítrar ullar og auðvitað er það til
bóta, en Halldór sagði oft, á Ráðu-
nautafundum og víðar, að við fengj-
um aldrei neitt fyrir ullina og gær-
umar. Það sem þið fáið fyrir kind-
ina það fáið þið fyrir kjötið og þið
skuluð ekki fóma miklu fyrir auka-
afurðimar.
Og þetta er hárrétt því að iðnað-
urinn þarf að fá ullina og gæmna
fyrir næstum ekki neitt, ef hann á
að geta gert úr þessu flíkur. Þetta er
arfleið frá breskum nýlendum en
þeir píndu nýlendur sýnar í Ástralíu
og Nýja-Sjáland til að framleiða ull
fyrir iðnaðinn í Bretlandi og þeir
fengu hana fyrir nánast ekki neitt.
Þetta er alveg það sama hér á
landi, iðnaðurinn borgar sáralítið
fyrir ullina, það er ríkið sem borgar
mestallt ullarverðið.
FREYR 8/2000 - 7