Freyr - 01.09.2000, Page 9
fórum við fyrst yfir lömbin ég og
Stefán Sch. Thorsteinsson, sam-
starfsmaður Halldórs til margra ára,
og sem tók svo við af honum er
hann hætti. En Halldór hafði þó
alltaf síðasta orðið þegar kom að
endanlegu vali. Það kom stundum
upp ágreiningur um sum líflömbin
en oftast gekk það friðsamlega fyrir
sig að ljúka dómi og ákveða ásetn-
ingin. Guðmundur Pétursson var
mun stífari en ég á sinni meiningu í
fjárræktinni og að mörgu leyti
ósammála Halldóri þar. Hann vildi
eiga stórar, vænar og glæsilegar
kindur og hafði í hjarta sínu skömm
á smávöxnu fé. Sem dæmi um það
var þegar Kappi kom til ásetnings.
Halldór var mjög hrifinn af lamb-
inu en það var bæði lágfætt og mjög
þéttholda en lítið og lét ekkert yfir
sér. Halldór sá þennan hrút strax og
varð yfir sig hrifínn og vildi setja
hann á heima. Næst þegar Halldór
kemur í Hest er lambið horfið úr
húsunum og búið að selja hann
Jakobi á Varmalæk. Halldór krafð-
Einars þættir
/
viðtalinu lýsir Einar vinnu
sinni að líflambavali og út-
breiðslu Hestfjárins í Skaga-
firði á þeim árum sem hann starf-
aði sem ráðunautur í sauðfjárrækt
hjá búnaðarsambandinu.
Þegar Einar kom til starfa var
grunnur skýrsluhalds í sauðfjár-
rækt ekki sterkur á svæðinu. Þátt-
taka í skýrsluhaldi í Skagafirði var
aðeins 3-4% af því sem þá var í
landinu. Einari var fulljóst að
skýrsluhaldið var undirstaða rækt-
unarstarfsins. Hann vann þar á ör-
fáum árum það starf að gera þátt-
töku Skagfirðinga í því starfi meiri
en í öðrum héruðum og nam hlut-
ur þeirra á velmektardögum Ein-
ars 10-12% af öllu skýrslufærðu fé
í landinu. Til að koma skýrslu-
haldi af stað á mörgum búum
byrjaði Einar sjálfur færslu á
skýrslum með því að fá fjárbækur
búsins, sem voru á breytilegu
formi, og færði skýrslur úr þeim.
A þessum árum komu skýrslur úr
Skagafirði eins og póstur með vor-
skipum fyrr á öldum sem ein stór
sending fyrir héraðið snemma að
vori.
Einar vann einnig þrekvirki í líf-
lambavali og lagði á þessum árum
öðrum fremur, í góðri samvinnu
við sauðfjárræktarráðunauta BI og
Ólaf G. Vagnsson og Hjalta
Gestsson, grunninn að þeirri
skipulegu skoðun á lambhrútum
sem flestir fjárbændur þekkja vel í
dag.
Þegar nýja kjötmatið var tekið
upp haustið 1998 vöktu niðurstöð-
ur úr matinu á lömbunum frá
Syðra-Skörðugili verulega athygli.
Þama kom betra mat með tilliti til
vöðvafyllingar en á nokkru öðru
búi á landinu og haustið 1999 var
enn bætt um betur.
A myndum er sýnd skipting á
gæðaflokka, annars vegar fyrir
vöðvafyllingu og hins vegar í fítu-
mati. Þessir dilkar hafa fengið
haustbötun eins og Einar lýsir í
viðtalinu. Vænleiki er feikilega
mikill því að haustið 1998 var
meðalfallþungi um 17,5 kg og tæp
18 kg haustið 1999. Þennan mikla
vænleika þarf að hafa í huga þegar
mat vegna fitu er skoðað.
Þessar niðurstöður frá Syðra-
Skörðugih sýna vel að miklir mögu-
leikar hljóta að vera fyrir hendi til að
auka mikið gæði íslenskrar
dilkakjötsífamleiðslu írá því sem er í
dag.
Jón Viðar Jónmundsson.
Útskýringar á flokkum fitu og holdfyllingar: Sjá Frey nr. 2/1998, bls. 18-22, Nýtt
gœðamat á kindakjöti, eftir Guðjón Þorkelsson, eða Handbók bœnda 1999, bls.
207-211, Reglugerð nr. 122/1998.
FREYR 8/2000 - 9