Freyr - 01.09.2000, Qupperneq 11
Sigurjón Pálmi Einarsson og amma hans, Sigrún Júlíusdóttir.
Búskapur og ráðu-
nautsstörf í Skagafirði
Hvenœrflyturþú norður?
Það var vorið 1974. Þá var ég fá-
um árum áður giftur seinni konu
minni, Ásdísi Sigurjónsdóttur og
aðdragandinn að flutningnum norð-
ur er sá að tengdaforeldrar mínir,
Sigrún Júlíusdóttir og Sigurjón Jón-
asson á Skörðugili, (Dúddi á
Skörðugili) komu í heimsókn til
okkar í Hest um veturinn og þá
segir Sigrún að þau hafi ekki krafta
til að búa lengur. Þá varð það úr að
við hjón ákváðum að flytja norður
og það var gengið frá kaupum á
jörðinni áður en við komum.
Nokkru áður var Egill Bjamason
ráðunautur búinn að falast eftir mér
sem ráðunaut til búnaðarsambands-
ins hér og eftir þetta þáði ég stöð-
una og ákvað að reka búið með
starfinu og hóf störf í október sama
ár hjá BSS og var í ca. 80% starfí,
fyrst og fremst í sauðfjár- og
hrossarækt. I september sama haust
réð Halldór Pálsson mig í hrútasýn-
ingar fyrir Búnaðarfélagið. Ég var
með Eyjafjörð og Skagafjörð og
hér í Skagafírði fann ég hvergi
hrútsefni nema undan Hlut, sem
hafði verið á Sæðingarstöðinni á
Möðruvöllum árið áður. Hann gaf
virkilega öflugt holdafé með litla
fitu, en hins vegar var ullin á hon-
um slæm og það fældi menn eitt-
hvað frá því að nota hann.
í Eyjafirði var alveg sama sagan,
þetta var stórt og myndarlegt fé, en
mjög lítið til af fáguðum kindum.
Úti í Höfðahverfi voru geysilega
vöðvamiklir hrútar, en þeir voru
með þetta 140 mm á legg og meira.
Ég sagði Halldóri Pálssyni frá því
að ég hefði freistast til að gefið hrút
með 140 mm legg I. verðlaun. Ertu
vitlaus maður, það verður að reka
þig frá Búnaðarfélaginu, sagði
Halldór þá. Ég fann innan um
nokkrar kindur í Eyjafirði sem voru
ágætlega gerðar, t.d. á Hálsi í Svarf-
aðardal.
Hér í Skagafirði voru nokkrir bæ-
ir sem skáru sig úr í fjárrækt er ég
kom hér. Þar má t.d. nefna Flugu-
mýri, Flatatungu, Eyhildarholt,
Frostastaði og Malland á Skaga. Að
öðru leyti var hrútastofninn mjög
grófur, en samkvæmt reglum BI var
ekki hægt annað en að gefa stórum
hóp af þessum hrútum I. verðlaun.
Svo er það mitt lán að þegar ég
hætti á Hesti og flyt hingað norður
þá eru þeir til ennþá, fjörgamlir,
Angi og Moli á Hesti, sem ég gjör-
þekkti, og dætur þeirra.
Sem sauðfjárræktarráðunautur í
Skagafirði lenti ég strax í stjóm
Sauðfjársæðingastöðvarinnar á
Möðruvöllum og legg þar til að við
kaupum þessa hrúta. Við fáum þá
fjóra hrúta frá Hesti; Köggul, Klett,
Mola og Anga. Ég rak alveg svaka-
legan áróður á hrútasýningum fyrir
þessum hrútum, einkum Anga og
Mola, og var oft mjög orðljótur yfir
þessum risum sem komið var með á
sýningamar, sagði mönnum að þeir
hefðu tekið alveg skakkan pól í
hæðina hér í Skagafirði. Hér ættu
menn lítil hross og lágfætt en stórar
ær og háfættar, sem væri akkúrat
öfugt við það sem markaðurinn
bæði um.
Auðvitað móðguðust menn og
fóm heim en það endaði samt með
því að mjög gott samstarf tókst með
þessum bændum og mér, sem
merki um það kom áskorunarblað
til mín, uppáskrifað af 135 bænd-
um, að skora á mig að halda áfram
sem ráðunautur þegar ég ákvað að
hætti eftir 10 ára starf og þar á með-
al vom þessir karlar sem ég móðg-
aði mest, það risti þá ekki dýpra en
það. Einn skagfirskur bóndi hitti
Egil Bjamason ráðunaut daginn eft-
ir eina hrútasýninguna, öskureiður
og sagði við hann að það væri best
að setja þennan nýja ráðunaut í
poka og senda hann aftur til föður-
húsanna, suður í Borgarfjörð, þeir
gætu hirt hann. Egill svaraði því til
að við hefðum ekki efni á því, hann
ætti svo góða hestakerm, þá átti ég
einu hestakermna í Skagafirði og
hún var aldrei heima.
Þessi áróður varð til þess að
Skagfirðingar notuðu þá Anga og
Mola meira en allir aðrir á Norður-
landi því að hinir ráðunautamir
trúðu ekki á þá. Kallamir sáu málin
á þeim og vom líka tortryggnir,
Angi var með 23 í bak og eitthvað
um 90 kg þungur, en hann var síval-
vaxinn holdahnaus.
Riðuniðurskurður
Svo kom haustið og þá vom ekki
FREYR 8/2000 - 11