Freyr - 01.09.2000, Síða 12
Spíri
Upp á vegg í stofu á Syðra-
Skörðugili hangir þessi
hrútshaus. Saga hans er sú
að á Hestárum Einars sá hann
hrútinn, sem hét Spíri, veturgaml-
an, hjá eiganda sínum Þorsteini
Bjamasyni í Borgamesi. Einari
þótti hrúturinn fallegur og samdi
við eigandann að fá hausinn til að
stoppa upp þegar hrúturinn yrði
felldur. Það gerðist svo fjómm ár-
um síðar.
Seinna, þegar hausinn var kom-
inn upp á vegg á Hesti, hjá Einari,
kom Guðmundur Pétursson, ráðu-
nautur hjá Bsb. Borgarfjarðar og
áður bústjóri á Hesti, í heimsókn
til Einars. Hann rifjaði það þá upp
að eitt sinn er hann var á hrútasýn-
ingu í Borgamesi að hausti til að
kvöldlagi og komið myrkur,
heyrði hann á tal manna þar sem
annar sagði: „Komstu með
spíra?“. Guðmundi leist ekkert á
blikuna og hugsaði með sér: A hér
að vera eitt allsherjar fyllirí? Á
sýningunni var svo Spíri leiddur
farm og skildi þá Guðmundur
hvemig í öllu lá.
allir bændumir fallegir á svipinn
þegar ég hitti þá. Sumir sögðu, þeg-
ar þeir sýndu mér lömbin, „þetta
ráðlagðir þú mér að nota, hvemig
finnst þér afraksturinn?“ Aðrir
sögðu: „Þú þóttist geta tínt þessi
lömb úr, sýndu það nú“, en það var
ekkert mál, ég bara gekk í gegnum
hjörðina og tíndi þessi lömb úr
alveg fyrirhafnarlaust og á nokkr-
um stöðum fann ég lömb undan
þeim sem menn héldu að ekki væm
heimt því að þau létu ekkert yfir sig
og vom af allt annarri gerð og
holdafari, einkanlega lömbin undan
Anga. Ráðlagði ég mönnum að
setja þessi lömb á og þeir gerðu það
flestir en sumir settu hrútlömbin á
bara til prufu og notuðu þau ekkert
fyrsta árið og sumir ekki annað árið
heldur, þetta var svo lítið vexti. En
álitið breyttist þegar þeir kynntust
þessum afkvæmum og síðan urðu
þau uppistaðan í ræktunni hjá þeim
fjárbændum sem stunduðu fjárrækt
af alvöru. Þeir sáu að þetta gerði
útslag í vænleika og byggingarlagi í
hjörðum þeirra.
Við á Skörðugili sæddum ein-
göngu úr Mola og Anga allar þær
ær sem gengu þessa sæðingardaga
og fengum fjölda lamba undan
þeim vorið 1975. Tengdafaðir minn
hafði gott auga fyrir búfé og hafði
afar gaman af því og lét sæða á
hverju ári, meðan hann bjó, ef það
stóð til boða. Áhugi okkar beggja á
kynbótum féll mjög vel saman.
Hann samþykkti um leið þessa
stefnu og studdi mig í hvívetna, t.d.
haustið 1974 þegar ég var í hrúta-
sýningum, spurði hann mig ævin-
lega á kvöldin þegar ég kom heim
hvað ég hefði séð fallegast í dag?
Eitt sinn sagði ég honum að eftir
sýningar í gær hefði ég farið að Ib-
ishóli eftir beiðni Sigurpáls bónda
þar til að velja lífhrúta úr sæðingar-
lömbunum. Þar hafði ég séð lang-
besta hrútsefnið í öllum Skagafirði
þetta haust hvað byggingu varðar,
tvflembing undan Hlut, 43 kg, sam-
anrekin og aðeins 105 mm í fót-
legg, en ullargallaður. Eg held að
þeir setji hann aldrei á, sagði ég, því
að hann er svo lítill og gulur.
Tveimur dögum seinna, þegar ég
kom heim, var Dúddi búinn að
kaupa lambið og færði mér það að
gjöf.
En þú rœktar svo líka kál til
haustbeitar?
Já, þegar ég kom hingað þá voru
ekki mikil tún hér. Ég hóf þegar að
rækta og tvöfaldaði stærð þeirra á
12 - FREYR 8/2000