Freyr - 01.09.2000, Blaðsíða 14
Sauðfjárveikivamir leyfðu það
ekki. Eg vildi ekki fé úr Þistilfirði
því að þar eru svo mikil landgæði
en ég bý við landþrengsli, einkum
vegna hrossanna hér á svæðinu. Ég
sótti því um að fá fé frá Snæfells-
nesinu, því að þar þekkti ég landið.
Ég vildi gjaman kaupa fé frá Hjarð-
arfelli en ég ráðfærði mig við Leif-
ur Jóhannesson, fyrmm ráðunaut
Snæfellinga, hvar best væri að
kaupa lömb og ráðlagði hann mér
að kaupa fé á Hofsstöðum í Staðar-
sveit, því að þar væri mikið af fé
ættuðu frá Hesti. Égkaupi um 120
lömb, helming frá hvomm bæ, og
þar að auki fimm hrúta á Hjarðar-
felli og einn á Hofsstöðum.
Ég hleypti til gemlinganna og
notaði Hofsstaðahrútinn Frey á
Hjarðarfellslömbin en hann var
sæðingalamb undan Krák frá
Hesti. Hann varð gersemi, bæði
sem einstaklingur og sem kynbóta-
gripur, og hér byrjar glópalánið aft-
ur því að ég hafði aldrei reiknað
með að ná aftur upp jafngóðu féð
og ég átti fyrir fjárskipti en annað er
nú komið í ljós, þetta fé sem er hér
núna er síst lakara en það sem var
fyrir og ég á það fyrst og fremst að
þakka því að hafa fengið lömb frá
miklum ræktunarmönnum og þenn-
an frábæra einstakling sem Freyr
var.
Næsta haust setti ég allar gimbr-
amar á en lógaði hrútlömbunum.
Þau lögðu sig með 21 kg í meðal-
Freyr Kráksson frá Hofsstöðum.
þunga en það fóm 60% í C-flokk,
sem var mesti fituflokkurinn, örfá í
A-flokk en hin í B-flokk. En þessi
fáu A- og B-lömb vom undan Frey.
Arið eftir kom strax í ljós að
gemlingamir undan Frey mjólkuðu
vel og tvævetlumar vom úrvals af-
urðaær. Núna, átta ámm síðar, em
nánast allar hrútsmæður hér undan
eða út af Frey.
Við byrjuðum strax haustið 1993
að fá sæði í æmar á öðmm vetri og
síðan höfum við alltaf sætt 30 - 40
ær ef þess er kostur og næstum allt
frá Hesti eða af þeim ættum. Eitt
haustið setti ég á fjóra lambhrúta
undan Hörva frá Hesti, þeir vom all
mismunandi að gerð en allir gáfu
þeir litla fitu og sonarsonur hans,
Nagli, er besti hrútur búsins núna.
Þetta fé þolir mjög vel bötun á káli
án þess að fitna um of en hreinrækt-
aða féð frá Hjarðarfelli þolir það
illa en æmar þaðan voru góðar
mæður, frjósamar og mjólkurlagn-
ar.
Hvernig hagar þú haustbeitinni ?
Það er venjulega farið hér í fyrstu
göngur viku af september og þá fá-
um við hátt í 70% af fénu. Það er
komið hingað um 10. september og
er þá allt vigtað og þuklað í vigtinni
og flokkað úr henni. Þetta em oft
um 250 lömb og þá em tekin strax
úr til slátmnar um 60-70 lömb eftir
holdafari og lógað 2-3 dögum
seinna. Mikið af því em gimbrar og
einlembingar og nokkur lamb-
gimbrarlömb, eða allt það fé sem er
það holdmikið á bak að það hefur
ekkert með kál að gera. En úr þess-
um hópi eru þau fáu lömb sem við
fáum í fituflokk 5, en þau koma
ekki af kálinu. Svo er líka teknar
frá nokkrar lífgimbrar sem fá að
vera með mæðmnum í úthaga um
haustið.
Öll önnur lömb eru tekin frá
mæðmnum og sett á kál. Svo tíni ég
inn á kálið önnur lömb jafnóðum
og þau skila sér heim, mest eftir
næstu göngur sem eru viku seinna.
Lömbin em á káli í kringum fjórar
vikur, helst ekki styttra. Fyrsta vik-
an fer nánast í lítið. Lömbin em að
venjast kálinu og við að reka þau í
það og með hafa þau tún, hluta
áborin en mest óáborin, um 20 ha
en nánast engan úthaga. Vandi okk-
ar er sá að 10-15% af lömbunum
eru að heimtast alveg fram undir
það að sláturtíð lýkur og er það
bölvað tap.
Hefur þessi beit þá ekki lent fram
í snjóa?
Jú, við höfum lent í því, fyrir
tveimur ámm fór að snjóa um miðj-
an október eða um lok beitartímans,
þá varð allt haglaust, féð svo fram-
barið að það varð að taka það allt
inn. Það tók tvo sólarhringa að þíða
úr því snjóinn áður en ég gat sett
lömbin í sláturhús. Það hefur snjó-
að oftar en ekki til stórra vand-
ræða, og þetta eru undantekningar.
Það kál sem lömbin nýta ekki
hafa kálfar og æmar fengið.
Hvað hefurðu mikið land undir
káli?
Ég hef þetta 1,5-2,0 hektara og
það þarf að skipta um land á fárra
ára fresti. Það sækir arfi í kálið en
það má tefja mikið fyrir honum
með því að plægja. Svo þegar
landinu er lokað þarf að sprauta
gegn arfa svo að grasið nái yfir-
höndinni.
Þegar ég stækkaði túnin um
helming árið 1974 og ræktaði 20
hektara, þá sáði ég Engmo-vallar-
14 - FREYR 8/2000