Freyr

Volume

Freyr - 01.09.2000, Page 18

Freyr - 01.09.2000, Page 18
höfðu því aukist um 0,18 stig og æmar þyngst um 4,2 kg til jafnaðar. Frá nóvembervigtun og til fengi- tímaloka þyngdust æmar um 3,1 kg og frá fengitímalokum til marsvigt- unar var þynging þeirra 7,8 kg. Við marsvigtunina námu holdastig ánna 4,06 stigum og höfðu aukist um 0,64 stig frá nóvemberbyrjun. Síð- ustu 6 vikumar fyrir burð, þ.e. frá marsvigtun til aprílloka, þyngdust æmar um 4,3 kg en lögðu hins veg- ar af sem svarar 0,16 stigum, sem er ámóta aflegging á útmánuðum og undanfama vetur. Meðalþungi ánna í aprfllok var 85,2 kg sem er 6,3 kg meiri þungi en sl. vor. Frá hausti til vors þyngst þær um 19,4 kg sem er 6,2 kg meiri þynging en veturinn áður og bættu 0,66 stigum við hold sín á sama tíma. Fóðrun ánna Tafla 2 sýnir meðalfóður ánna gefið á garða á innistöðu ásamt moði sem hlutfalli af heygjöfinni. Heyforði búsins var ágætur að gæðum eins og undanfarin ár. Yfir veturinn var ánum eingöngu gefið rúllubundið hey, en þurrhey fengu ær á annan vetur í nóvember og bomar ær á innistöðu og tvflembur eftir að þær komu út. Að jafnaði vom 0,49 FE í kg af rúllubundna heyinu og 0,65 FE í kg af þurrhey- inu. Þurrefni rúllnanna var að með- altali 70%, var lægst 44% í apríl og hæst 77% í febrúar og mars. Meðal- leifar ánna á rúlluheyinu yfir vetur- inn vom 5,7% eða 113 g á dag til jafnaðar. Að öðru leyti var fóðrun ánna hagað svipað og undanfama vetur. Byrjað var að gefa fiskimjöl 11. apríl, um 60 g á dag, og því haldið til burðar. Bomar ær á húsi fengu þurrhey að vild og tvílembur 200 g af kögglaðri hápróteinblöndu. Eftir að tvflembur komu á tún höfðu þær frjálsan aðgang að þurrheyi og með því var þeim gefið um 200 g af há- próteinblöndu á dag til mafloka. Einlembur fengu eingöngu rúllu- bundna töðu en ekkert kjamfóður. Útiheysgjöf var hætt um mánaða- mótin maí-júní. Meðalfóður gefið á á yfir veturinn nam alls 215,7 FE, eða 1,07 FE á dag til jafnaðar, sem er 0,08 FE meira á dag en sl. vetur. Afurðir ánna Af 475 ám, sem lifandi vom í byrjun sauðburðar, bar 461 ær 877 lömbum eða 1,90 lambi á á til jafn- aðar, sem er 0,03 lömbum færra en vorið 1998. Algeldar urðu 14 ær (2,9%), einlembdar 83 (18,0%), tvflembdar 343 (72,2%), þrflembd- ar 32 (6,7%) og fjólembdar 3 (0,6%). Af 877 lömbum vom 18 dauð- fædd (2,1%), 10 dóu í fæðingu (1,1%) og 24 lömb (2,7%) misfór- ust af ýmsum orsökum, s.s. af van- þroska, hnjaski og í skurðum og dýjum eftir að lambær voru settar út og til fjallreksturs 9. júlí. Frá fjallrekstri til haustvigtunar tapaðist 31 lamb (3,5%), þar af fómst 5 óvigtuð í skurðum á heimatúni um haustið. Alls misfómst 83 lömb undan ám, eða 9,5 %, sem er 0,5 prósentum minni lambavanhöld en sumarið áður. Til nytja komu 794 lömb eða 167 lömb eftir hverjar 100 ær, sem lif- andi vom í byrjun sauðburðar, sem er sami fjöldi og haustið 1998 og 172 lömb eftir á sem bar. Meðalfæðingarþungi lamba er sýndur í töflu 3. Meðalfæðingarþungi 870 lamba (7 morkin tví- og þrílembingsfóstur Tafla 3. Meðalfœðingarþungi lamba, kg. Lömbl999 1998 1997 1996 1995 1994 1993 1992 1991 7 fjórl. hrútar 2,82 2,91 5 fjórl. gimbrar 3,08 2,63 48 þrfl. hrútar 3,59 3,32 3,61 3,37 3,61 3,41 3,29 3,00 2,78 44 þríl. gimbrar 3,33 3,16 3,53 3,23 3,23 3,28 3,38 2,98 2,69 323 tvfl. hrútar 4,19 4,01 4,16 3,96 4,05 4,04 4,01 3,89 3,42 360 tvfl. gimbrar 3,99 3,88 3,94 3,82 3,87 3,93 3,86 3,60 3,26 36 einl. hrútar 4,90 4,73 4,86 4,78 4,80 4,86 4,82 4,61 4,3Q 47 einl. gimbrar 4,57 4,50 4,72 4,50 4,53 4,65 4,41 4,50 4,17 18 - FREYR 8/2000

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.