Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.2000, Side 21

Freyr - 01.09.2000, Side 21
Tafla 7. Meðalþungi og þyngdarbreytingar lembdra og geldra gemlinga, kg. Þungi, kg. Þyngdarbreytingar, kg Lembdir Tala 23/9 18/10 7/12 11/1 11/2 25/3 27/4 23/9- 18/10 18/10 7/12 7/12 11/1 11/1- 11/2 11/2- 25/3 25/3- 27/4 23/9- 27/4 Valdir, Heststofti 57 39,4 42,6 43,1 46,1 49,6 55,2 63,2 3,2 0,5 3,0 3,5 5,6 8,0 23,8 Dætrahópar, Hestst 46 37,2 39,6 40,3 43,7 46,5 51,7 59,3 2,4 0,7 3,4 2,8 5,2 7,6 22,1 Reykhólastofti 9 37,6 40,6 40,6 42,3 46,3 51,6 58,1 3,0 0,0 1,7 4,0 5,3 6,5 20,5 Lemdir samt. 112 38,0 40,9 41,3 44,1 47,5 52,8 60,2 2,9 0,4 2,8 3,4 5,3 7,4 22,2 Geldir 16 38,1 41,6 42,0 44,5 46,8 49,3 53,3 3,5 0,4 2,5 2,3 2,5 4,0 15,2 Samtals 129 38,4 41,3 41,9 45,0 48,0 53,1 60,4 2,9 0,6 3,1 3,0 5,1 7,3 22,0 voru á húsi og eins eftir að þeir komu út, ásamt 200 g af hápró.tein- blöndu. Heildar fóðurnotkunn á gemling yfir gjafartímann var 223,4 FE sem er 18,4 FE meira en sl. vetur. Tafla 7 sýnir meðalþunga og þyngdarbreytingar gemlinganna. I septemberlok var meðalþungi ásetningsgimbranna 37,9 kg sem er nákvæmlega sami þungi og haustið áður. Á haustbeitinni þyngdust gimbrarlömbin um 2,9 kg til jafnaðar en stóðu í stað að heita má eftir að þeir komu í hús og til desemberbyrjunar. Yfir fengitímann þyngdust gimbrarnar um 3,1 kg, og frá fengitímalokum til marsvigtunar þyngdust þær um 8,1 kg til jafnaðar. Síðustu 6 - 8 vikurnar fyrir burðinn nam meðal- þynging allra lambanna 7,3 kg. Lembdir gemlingar þyngdust þá um 7,4 kg en þeir geldu um 4,0 kg. Yfir veturinn þyngdust geml- ingarnir um 22,0 kg til jafnaðar sem er 2,7 kg meiri þynging en sl. vetur. Lembdir gemlingar þyngd- ust um 22,2 kg og er það 1,7 kg meiri þynging en sl. vetur, en þeir geldu um 15,2 kg og er það 1,5 kg meiri þynging en sl. vetur. Þessi þynging gemlinganna er með því mesta, sem átt hefur sér stað á bú- inu hingað til. Á linuriti 2 er sýndur vaxtarferill lembdra og geldra gemlinga yfir veturinn. Hleypt var til allra gimbranna. Alls festu fang 113 gemlingar af þeim 129, sem lifandi voru við vorvigtun, eða 87,6%. Af völdu gemsunum urðu 15 tvílembdir, 42 einlembdir og 11 geldir og í dætrahópunum urðu 5 tvflembdir, 41 einlembdur og 5 geldir. Af Reykhólastofninum urðu 5 tvflembdir og 4 einlembdir. Alls Tafla 8. Fæðingarþungi gemlingslamba, kg Lömb 1999 1998 1997 1996 1995 1994 21 tvíl. hrútar 2,56 2,79 2,94 2,59 2,58 2,67 26 tvfl. gimbrar 2,78 2,70 2,64 2,75 2,59 2,78 43 einl. hrútar 3,81 3,84 3,75 3,62 3,69 3,78 44 einl. gimbrar 3,52 3,74 3,72 3,48 3,65 3,55 fæddust því 135 lömb eða 1,22 lamb á gemling sem bar (einn lét tveimur fóstrum og einn drapst með einu fóstri), en 1,05 lamb á hvern gemling, sem hleypt var til. Af 135 lömbum misfórust alls 28 lömb eða 20,7%. Dauðfædd lömb voru 3, þar af einn löngu dauður og morkinn tvflembingur og því ekki kyngreindur, og 5 fórust í fæðingu. 14 lömb fundust dauð fyrir fjallrekstur í fyrstu viku júlí og á heimtur vantaði 6 lömb. Und- ir ær voru vanin 5 gemlingslömb og kom þau ekki til uppgjörs á vaxtarhraða og afurðum gemlings- lambanna. Meðalfæðingarþungi gemlings- lambanna er sýndur í töflu 8 ásamt fæðingarþunga þeirra sl. 6 vor til samanburðar. Meðalfæðingarþungi allra lamba var 3,32 kg og er það 0,2 kg minni þungi en sl. vor. FREYR 8/2000 - 21

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.