Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.2000, Side 24

Freyr - 01.09.2000, Side 24
Sauðfjársceðingarnar 1999 Hvergi hafa sæðingar verið eins snar þáttur í fram- kvæmd ræktunarstarfsins og hér á landi. Þær eru ómetanlegur þáttur í því til að dreifa besta erfða- efninu. Einnig hafa þær óumdeildu hlutverki að gegna við sauðfjár- veikivamir vegna þess að með nýt- ingu sæðinga geta bændur orðið óháðir því að kaupa lifandi fé til kynbóta. Vegna þessa er nauðsynlegt að allra leiða sé leitað til að á stöðvun- um sé á hverjum tíma að finna þá hrúta sem ætla má út frá tiltækum upplýsingum að séu þeir bestu í landinu á hverri tíð. Þess vegna er nú leitað leiða til þess að bæta enn val á þessum hrútum fyrir stöðvarn- ar. Um leið er ástæða til að vekja at- hygli á því að allar vísbendingar em um að ræktunarframfarir í sauð- fjárræktinni séu nú síðustu ár meiri en þær hafa áður verið. Þetta leiðir til að miklu hærra hlutfall bestu hrútanna er að ftnna í yngstu ár- göngunum en áður var. Þess vegna verður enn mikilvægara en áður að geta fundið bestu hrútana strax meðan þeir em tveggja eða þriggja vetra gamlir. í desember 1999 voru tvær stöðv- ar starfræktar, önnur í Laugardæl- um, en sú stöð er starfsrækt á hverju ári, en hin við Borgarnes, en sú stöð er í rekstri annað hvert ár, en hitt árið starfar stöð á Möðru- völlum í Hörgárdal, sem stóð því auð í desember síðastliðinn. A stöðinni í Laugardælum var nú 21 hrútur, einum færra en árið áður, og í Borgarnesi vom hrútamir 20 eða fleiri en áður hafa verið þar. Af hrútum sem voru í notkun árið áður voru 15 fallnir frá af margvíslegum ástæðum. Það voru eftirtaldir hrútar; Faldur 91-990, Garpur 92- 808, Hörvi 92-972, Fjarki 92-981, eftir Jón Viðar Jónmundsson, Bænda- \ /?:' samtökum íslands Skreppur 92-991, Mjöður 93-813, Djákni 93-983, Möttull 94-827, Spónn 94-993, Svaði 94-998, Hnoðri 95-801, Serkur 95-811, Kópur 95-825, Veggur 96-816 og Lögur 98-818. Nýir hrútar á stöö haustið 1999 Til notkunar vora komnir 13 nýir hrútar að þessu sinni. Þar er um að ræða eftirtalda hrúta: Mjölnir 94-833 frá Svínafelli I í Öræfum, en hann er sonur Goða 89-928 en móðir hans er Elfa 91- 264 undan Þokka 88-405. Mjölnir er hvítur og hymdur. Hann var not- aður á stöðinni í Borgamesi. Prúður 94-834 frá Lækjarhúsum í Suðursveit (keyptur á Bmnnavöll- um í sömu sveit), sonur Garps 92- 808 og Snótar 91-900 sem var dótt- ir Prúðs 85-905. Prúður er hvítur og hymdur og hann kom til notkunar á stöðinni í Borgamesi. Askur 97-835 frá Svínafelli I í Öræfum (keyptur á Hnappavöllum í sömu sveit) sem er sonur Búts 93- 982 og Hefringar 94-400, sem er dóttir Þéttis 91-931. Askur er hvítur og hymdur og var notaður á stöð- inni í Borgamesi. Sekkur 97-836 frá fjárræktarbú- inu á Hesti, undan Posa 96-032 og ær 92-861 en hún er dóttir Stikils 91-970. Sekkur er hvítur og hymd- ur og í notkun á stöðinni í Borgar- nesi. Hnoðri 96-837 frá Smáhömmm í Kirkjubólshreppi, undan Hrekk 91- 341 og ær 92-685 en hún var undan Goða 91-357. Hnoðri er hvítur og kollóttur og stóð síðastliðinn vetur á stöðinni í Borgamesi. Dalur 97-838 frá Heydalsá I í Kirkjubólshreppi sem er sonur Þyrils 94-399 og ær 92-134, sem er dóttir Safírs 91-252, en Dalur var fenginn frá Gröf í Broddaneshreppi. Dalur er hvítur og kollóttur og hann var notaður á stöðinni í Borgamesi. Klængur 97-839 frá Heydalsá I í Kirkjubólshreppi sem er einnig sonur Þyrils 94-399 og ær 92-115, sem er dóttir Vals 90-934. Klængur var fenginn frá Heydalsá II. Klæng- ur er hvítur og kollóttur og notaður á stöðinni í Borgamesi. Eir 96-840 frá Smáhömrum í Kirkjubólshreppi sem er undan Kóp 95-825 og á 92-658 sem er dóttir Lukkuláka 88-153. Eir er hvítur og kollóttur og hann var á stöðinni í Laugardælum. Massi 95-841 frá Stóru-Reykjum í Hraungerðishreppi, sonur Garps 94-351 og ær 94-408 sem er dóttir Þéttis 91-931. Massi er hvítur og hymdur og var í notkun á stöðinni í Laugardælum. Sónn 95-842 frá fjárræktarbúinu á Hesti undan Snorra 91-969 og á 93-968 sem er dóttir Gosa 91-945. Sónn er hvítur og hymdur og not- aður á stöðinni í Laugardælum. Lækur 97-843 frá Lækjarhúsum í Suðursveit undan Garpi 92-808 og Spólu 93-987 sem er dóttir Þéttis 91- 931. Lækur er hvítur og hymdur og var í notkun á stöðinni í Laugardælum Neisti 97-844 frá Svínafelli I í Öræfum, sonur Búts 93-982 og Gullbráar 93-348 sem er undan Þin 86-448. Neisti er hvítur og hymdur og var notaður frá stöðinni í Laug- ardælum. 24 - FREYR 8/2000

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.