Freyr - 01.09.2000, Síða 27
Eignarréttur
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda árið 2000 vill benda á
virðingarleysi ríkisstjómar og Al-
þingis fyrir eignarétti bænda og
bendir í því sambandi á kröfur full-
trúa ríkisins í eignarlönd í krafti
þjóðlendulaga og samþykktar
breytingar á vegalögum, sem tóku
gildi 1. júní árið 2000, sem færa
ráðherrum og vegamálastjóra mun
víðtækari heimildir til eignamáms á
landi en áður var. Aðalfundur
Landssamtaka sauðfjárbænda mót-
mælir harðlega þeim yfirgangi og
valdníðslu sem í þessum aðgerðum
felst.“
Samræmt kjötmat
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda árið 2000 leggur áherslu
á að kjötmat sé ávallt samræmt á
landsvísu og að snyrting fyrir inn-
vigtun sé það einnig. Jafnframt er
því beint til Yfirkjötmats að sjá til
þess að reglugerð um slátmn og
snyrtingu í sláturhúsum verði hald-
in. Þá leggur fundurinn áherslu á
að auðveldað verði að fá yfirmat án
teljandi kostnaðar fyrir bændur telji
aðilar að misbrestur sé á mati.“
Viöskiptakjör
sauðfjárbænda
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda árið 2000 skorar á stjóm
LS að hún sjái til þess að afurða-
stöðvar gefi upp verð og viðskipta-
kjör til sauðfjárbænda eigi síðar en
15. ágúst ár hvert og verði þær upp-
lýsingar birtar í Bændablaðinu.“
Útflutningsprósenta
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda árið 2000 leggur til að
útflutningshlutfall í september og
október 2000 verði 20 %.
Jafnframt er lagt til að útflutnings-
skylda næsta árs taki ekki gildi fyrr
enn 20. ágúst og sé felld niður eftir
5. nóvember.“
Slátrun í ágúst,
nóvember og desember
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda árið 2000 leggur til að
skoðað verði hvað selst af fersku
kjöti af dilkum sem slátrað er í
ágúst, nóvember og desember.
Einnig að séð verði til þess að það
aukna kjötmagn sem verður til
vegna uppkaupa í haust komi ekki
til með að hækka útflutningspró-
sentu árið 2001.“
Vatnsrýrnun
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda árið 2000 beinir því til
stjómar LS og kjötmatsformanns
að endurmetnar verði reglur um
vatnsrýrnun kjöts í slátrun en
breyttar vinnslulínur í sláturhúsum
kalla á slíka endurskoðun.“
Viðskipti með kindakjöt
milli sláturleyfishafa
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda árið 2000 beinir því til
stjómar LS að hún kanni hvort
verðlagning á kindakjöti hindri
eðlileg viðskipti milli sláturleyfis-
hafa og leitist við að koma í veg
fyrir að svo verði ef um þetta er að
ræða.“
Gæruviðskipti
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda árið 2000 lýsir megnustu
óánægju yfir því hvemig afurða-
stöðvamar hafa markaðssett gæmr
og felur stjóm að beita sér fyrir því
að þær verði markaðssettar þar sem
hæsta mögulegt verð fæst, hvort
sem það verður innanlands eða
utan.“
Hækkun viðmiðunar-
verðs umfram vísitölu
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda árið 2000 beinir því til
stjórnar að á næsta ári verði
viðmiðunarverð hækkað umfram
vísitölu.“
Kjötflokkur R3 hækki
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda árið 2000 samþykkir að á
næsta hausti verði R3 hækkað um-
fram aðra flokka í viðmiðunarverð-
skrá LS.“
Afurðir seldar heima
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda árið 2000 beinir því til
stjómar að þrýsta á að lögum og
reglugerðum verði breytt þannig að
bændur geti selt afurðir heima á
sínum lögbýlum án þess að til komi
óheyrilegur stofn- og eftirlits-
kostnaður.“
Kynning meðal barna í
grunn- og leikskólum
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda árið 2000 beinir því til
stjómar samtakanna að tryggja að
framhald og aukning verði á kynn-
ingu í leik- og gmnnskólum í þétt-
býli á framleiðsluferli á sauðfjárbú-
um. Þessi kynning verði bæði gerð
með heimsóknum bama á sveitabæi
og heimsóknum bænda í skólana.“
Lambaorðan
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
Qárbænda árið 2000 telur veitingu
„Lambaorðunnar“ gott framtak og
líklegt til að auka metnað kjötiðn-
aðarmanna til vömþróunar lamba-
kjöts. Ef hægt er að gera þetta að
föstum viðburði ásamt viðurkenn-
ingu til þeirra sem sýna frumkvæði
í vinnslu og sölu lambakjöts, er það
líklegt til að virka sem hvati í sölu
afurða.“
Félagaskrá
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda árið 2000 samþykkir eft-
irfarandi viðbót við 4. grein sam-
þykkta samtakanna:
Fyrir aðalfund hvers árs skal
ávallt liggja fyrir fullnægjandi fé-
lagaskrá samkvæmt ákvæðum í 4.
greinar samþykkta Bændasamtaka
íslands.“
Jöfnunargreiðslur
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda árið 2000 beinir því til
Framkvæmdanefndar búvömsamn-
inga að kanna hvort framkvæman-
legt sé að bændur, sem ráðstafað
hafa framleiðslu sinni á annan hátt
en í sláturhús, geti sótt um jöfnun-
argreiðslu vegna þessa.“
FREYR 8/2000 - 27