Freyr - 01.09.2000, Qupperneq 28
Ályktun Fagráðs
í sauðfjárrækt um þróunar- og
rannsóknarstarf í greininni
Fagráð í sauðfjárrækt hefur
gert eftirfarandi ályktun um
áhersluþætti í þróunar- og
rannsóknarstarfi í sauðfjárrækt á
næstu árum.
A. I nýjum búvörusamningi er
mörkuð stefna um gæðastýrða
sauðfjárframleiðslu. Mikilvægt
er að sú framkvæmd verði skil-
virk en um leið sem einföldust.
Aherslu ber því að leggja á að
vinna þróunarstarf sem tryggi
sem markvissasta framkvæmd
hennar.
B. Hátt verð dilkakjöts er tvímæla-
laust mesta vandamál þess í sí-
fellt harðnandi samkeppni á
kjötmarkaði. Verulega áherslu
ber því að leggja á allar rann-
sóknir og þróunarstarf sem snýr
að því að auka framleiðni grein-
arinnar. Bent er á að umtalsverða
þekkingu er að finna í eldri til-
raunum um fóðrun, beit og
haustbötun, sem mögulega má
nýta með samræmdri úrvinnslu,
áður en ráðist er í farmkvæmd
nýrra tilrauna.
C. Fullyrt er að samkeppnismögu-
leikar kindakjöts sé verulega
skertir vegna þess að það sé
miklu minna framboð af fersku
dilkakjöti en öðru kjöti. Þættir
sem stuðlað geta að sveigjan-
legri sláturtíma hljóta því áfram
að vera forgangsverkefni. Jafn-
framt ber að huga að öllum þátt-
um í meðferð afurðanna sem
stuðlað geta að lengri líftíma
ferskrar vöru á markaði.
D. Mikilvægt hlýtur að vera sem
ætíð að stutt sé við virka vöru-
þróun og markaðsstarf fyrir
dilkakjöt.
E. Stærstu kostnaðarþættir sauð-
fjárframleiðslunnar eru véla- og
vinnukostnaður og fastur kostn-
aður bundinn byggingum. Því
ber að styðja alla viðleitni sem
stuðlað getur að því að draga úr
þessum kostnaðarþáttum. Má
þar benda á þróun á einfaldari
gjafatækni, vélasamvinnu, ódýr-
ari byggingum o.s.frv.
F. Mikilvægt er að virku og öflugu
ræktunarstarfi sé viðhaldið í
sauðfjárræktinni þannig að á
þann hátt hafi bændur á hverjum
tíma sem hagkvæmastan sauð-
fjárstofn í sinni framleiðslu.
Vegna ræktunarstarfsins er brýnt
að tryggja endurskoðun skýrslu-
haldskerfis sauðfjárræktarinnar
sem hlýtur að gerast í tengslum
við uppbyggingu gæðastjómun-
ar í greininni
G. Mikilvægt er að sauðfjárræktin
nýti sér sem best alla þá mögu-
leika sem feikilega mikil og ör
þróun í upplýsingatækni skapar.
Þessi þróun mun t.d. verða mik-
ilvæg fyrir mörg atriði í gæða-
stýringu á næstu árum. Einnig
skapar þetta áður óþekkta mögu-
leika í miðlun upplýsinga og
þekkingar og meiri og betri nýt-
ingu upplýsinga úr búrekstrinum
til ákvarðanatöku í búrekstri.
H. Nauðsynlegt er að kanna til hlít-
ar hvort útflutningur á lífrænt
framleiddu dilkakjöti sé raun-
hæfur kostur. Reynist svo kallar
það á rannsóknar og þróunar-
starf, t.d. um möguleika þess að
binda hluta hjarðarinnar slíkum
framleiðsluháttum.
I. Ætíð verður að skoða með opn-
um huga alla möguleika sem
kunnu að skapast til aukinnar
nýtingar og verðmætasköpunar á
hliðarafurðum íslenskrar sauð-
fjárframleiðslu.
Harkaleg mótmæli
30 mótmælendur réðust á akra
þar sem fram fóru tilraunir með
erfðabreyttan maís í Englandi í
júlí sl. Mótmælendumir klæddu
sig sem „Manninn með ljáinn“ og
bmtu sér leið gegnum girðingar
kringum svæði þar sem tilraunim-
ar fóm fram. Þeim tókst með ljá-
ina að vopni að eyðileggja mikið
af maísnum áður en lögreglunni
tókst að stöðva þá og handtaka.
Erfðabreytt matvæli er mjög
viðkvæmt pólitískt mál í Englandi.
Fylgismenn þeirra halda því fram
að þessi tækni geti séð sveltandi
fólki víða um heim fyrir mat,
lækkað framleiðslukostnað mat-
væla og dregið úr notkun jurta-
varnarefna. Andstæðingamir
halda því hins vegar fram að
óvissa sé um hollustu þessara mat-
væla og að umhverfisskaðinn af
völdum þeirra geti orðið gífurleg-
ur. (Bondebladet nr. 31-32/2000).
28 - FREYR 8/2000