Freyr - 01.09.2000, Page 33
Hreinleiki íslenskra
sauðfjárafurða
Nútíma neytendur gera af-
dráttarlausa kröfu um að
kjöt og aðrar sláturafurðir
séu hreinar, ómengaðar og inni-
haldi engin aðskotaefni sem geta
talist skaðleg. í landbúnaði eru hins
vegar notuð margvísleg efni sem
geta borist í búfjárafurðir sé ekki að
gætt og farið að settum reglum.
Hættan á þessu er þó talin minni í
sauðfjárrækt en í annarri búfjárrækt
því að sauðfé gengur á ómenguðu
graslendi á sumrin og er fóðrað á
heyi þegar það er á húsi.
Aðskotaefni
Með aðskotaefnum í sláturafurð-
um er annars vegar átt við leifar
lyfja sem notuð eru til lækninga, til
að fyrirbyggja sjúkdóma og til að
auka vaxtarhraða sláturdýra og hins
vegar efni eins og þungmálma,
geislavirk efni og svokölluð vamar-
efni, en þau efni geta borist í afurð-
imar frá umhverfinu. Mörg þessara
efna hafa einnig tilhneigingu til að
hlaðast upp í líkama dýranna and-
stætt lyfjum sem umbrotna í líkam-
anum og skiljast út með mjólk,
þvagi og saur.
Lyf
Sérhvert lyf hefur ákveðinn út-
skolunartíma, mislangan eftir því
hvert lyfið er og lyfjaformið. Áður
en heimilt er að nota lyf til lækn-
inga á dýmm þurfa lyfjaframleið-
endur að gera mjög ítarlegar og
umfangsmiklar rannsóknir á lyfjun-
um. Meðal þess, sem þarf að rann-
saka, er hversu lengi lyfjaleifar
finnast í hinum ýmsu vefjum, en
það er misjafnt allt eftir dýrateg-
und, vefjum og líffæmm.
Við skráningu dýralyfja og veit-
ingu svokallaðs markaðsleyfis fyrir
þau em þess vegna settar reglur um
hversu löngu eftir að lyfjameðferð
eftir
Sigurð Örn
Hansson,
aðstoðar-
yfirdýra
lækni
lýkur megi nýta afurðir til mann-
eldis. Mjög mikilvægt er að settum
reglum sé fylgt í hvívetna til þess
að fyrirbyggja að lyfjaleifar berist í
fólk með afurðum dýra.
Sýklalyf
Sýklalyf, hvort sem þau eru not-
uð til eiginlegra lækninga, til að
fyrirbyggja sjúkdóma eða til að
auka vaxtarhraða, geta verið hættu-
leg af tveimur ástæðum. I fyrsta
lagi geta þau valdið ónæmi gegn
ýmsum sýklum, bæði hjá mönnum
og dýmm, og í öðm lagi em sýkla-
lyf mjög oft ofnæmisvaldandi hjá
fólki.
Mikil og oft óhófleg notkun
sýklalyfja, hvort heldur er til eigin-
legra lækninga á dýmm eða til
vaxtaraukningar, er vaxandi
áhyggjuefni um allan heim. Onæmi
sýkla gegn sýklalyfjum verður æ
stærra heilbrigðisvandamál því að
þeir geta borist frá einni dýrategund
til annarrar, frá dýmm til manna,
með matvælum og frá umhverfínu.
Einnig getur ónæmi gegn sýklalyfj-
um borist á milli sýkla með erfða-
efni þeirra. Verða þá til fjölónæmir
sýklastofnar, sem ekkert verður
ráðið við og geta stofnað lífi manna
í hættu, þegar ekki em lengur til lyf
sem vinna á sýkingum. Sannað er
að fylgni er á milli óhóflegrar
sýklalyfjanotkunar og vaxandi
ónæmis. Vxða um lönd er því spymt
við fótum til að stöðva þessa
óheillaþróun og yfirvöld hvetja til
minni og markvissari notkunar
sýklalyfja.
Sníklalyf
Sníklalyf eru notuð til lækninga á
sýkingum af völdum sníkla sem
herja á dýrið innvortis eða útvortis.
Má þar nefna iðraorma í meltingar-
vegi og lús og kláðamaur á húð. Nú
em á markaðnum sníklalyf sem
hafa langvarandi verkun, jafnvel
svo að vikum skiptir. Allan þann
tíma finnast leifar lyfjanna í afurð-
um dýra sem hafa verið meðhöndl-
uð með þeim. Ónæmisvandamál
vegna lyfja í þessum lyfjaflokki er
vandamál erlendis og er þar reynt
að stemma stigu við óhóflegri og á
stundum ónauðsynlegri notkun
þeirra.
Lítið er vitað hvemig ástandið er
hér á landi að því er varðar myndun
ónæmis gegn sníklalyfjum.
Vaxtaraukandi efni
Erlendis hefur það tíðkast talsvert
að nota vaxtaraukandi efni til að
stytta eldistíma sláturdýra, bæta
fóðurnýtingu og auka þar með
framleiðni. Þau lyf sem mest eru
notuð í þessu skyni em hormónar,
sýklalyf og lyf sem kallast beta-ag-
ónistar. Notkun hormóna er leyfð í
sumum löndum, notkun beta-agón-
ista er alls staðar bönnuð þó að talið
sé að talsvert sé um ólöglega notk-
un þeirra þar.
Notkun sýklalyfja til vaxtarauka
hefur verið mjög útbreidd erlendis,
en nú er mjög mikill þrýstingur frá
heilbrigðisvöldum og ekki síður
neytendum á að notkun þeirra í
þessum tilgangi verði bönnuð til
þessara nota. Mér vitanlega er notk-
un lyfja til vaxtarauka ekki vanda-
mál í sauðfjárrækt.
FREYR 8/2000 - 33