Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.2000, Qupperneq 38

Freyr - 01.09.2000, Qupperneq 38
Liður 5 í gæðastýringunni er hin hefðbundna forðagæsla og bú- fjáreftirlit. Landbúnaðarráðu- neytið hefur nýlega gefið út reglugerð (nr. 86/2000) um forða- gæslu, eftirlit og talningu búfjár. Líklegt er að þróun mála verði í þá átt að búfjáreftirlitsmenn verði færri og taki yfir stærri svæði. Viðkomandi munu þá helga sig þessu starfi í meira mæli en verið hefur sem ætti að stuðla að auk- inni fagmennsku. Mörgum þykir óheppilegt að nágrannar sjái um búfjáreftirlit vegna erfiðleika við að taka á vandamálum sem upp kunna að koma. Jafnvel þó að ekki væri vegna gæðastýringar er nauðsynlegt að endurmeta framkvæmd búfjáreftirlits og forðagæslu í ljósi ýmissa leið- indamála sem upp hafa komið á síðustu misserum. í lið 5 í fylgiskjali ! með sauð- fjársamningi er einnig minnst á að leggja mat á ytri ásýnd býlisins skv. ákvæðum gæðahandbókar. Starfs- aðferðir hvað þetta varðar er eftir að móta en rökin fyrir þessu ákvæði eru að telja má vafasamt að veita gæðavottun býlum sem spilla fyrir ímynd greinarinnar með slæmri umgengni. Gæðahandbókin Hér á eftir verða talin upp nokkur atriði sem þegar liggja fyrir varð- ) andi gæðahandbókina: * Einstaklingsmerkingar. Ekki er líklegt að gerð verði krafa um að nota eina tegund eymamerkja frekar en aðra en þó er sjálfsagt að reyna að finna út hvaða eyrnamerki tolla best í. Hjá gripum sem týna númemm og em endumúmeraðir án þess að vitað sé með vissu um fyrra númer þarf að vera sérstök merking þar sem fram kemur að gripurinn kemur í skýrsluhald á þessum forsendum, þ.e. uppmni er óljós. * Sjúkdómar, kvillar og slys em skráðir á viðkomandi einstakl- ing, þ.e. sjúkdómsgreining (bónda eða dýralæknis) og hven- ær sjúkdóms verður vart. I Fjár- vís verður fyrir hendi sjúkdóma- skrá sem á að auðvelda skrán- ingu. Alla lyfjanotkun verður að skrá og yrði þar ýmist um að ræða hópskráningu (ormalyf, bólu- setning o.s.frv.) eða einstakl- ingsskráningu (t.d. fúkkalyfja- meðhöndlun). Lyfjalisti verður innbyggður í Fjárvís sem auð- velda ætti skráningu. Skrá þarf að lágmarki tegund lyfs, magn og dagsetningu. Aðkeypt fóður. Allt fóður sem keypt er inn á búið verður skráð, þ.e. dagsetning kaupa, [ magn, tegund, seljandi fóðurs og annað er máli kann að skipta. Fóðurtafla verður inn- byggð í Fjárvís til að auðvelda skráningu. Slík fóðurtafla mun auðvitað líka fylgja gæðahand- bók hjá þeim er kjósa að skrá handvirkt, sama gildir um lyfjaskrá, sjúkdómaskrá og aðrar nauðsynlegar upplýsing- ar. Heimaaflað fóður. Lágmarks- skráning varðandi heimaaflað fóður er að fóðurforði sé gef- inn upp á hliðstæðan hátt og gert er við forðagæslu. Jafn- framt verður að gera ráð fyrir nánari flokkun fyrir þá sem það vilja, svo sem að uppskera af einstökum spildum sé skráð að magni til og hún flokkuð í viðeigandi gæðaflokk með til- | liti til gæða. Þetta verður að útfæra samhliða skráningu á áburði. Áburðarnotkun. Lágmarks- skráning varðandi áburðar- notkun má gera ráð fyrir að verði að magn N, P og K á hektara úr tilbúnum áburði annars vegar og búfjáráburði hins vegar (áætlun) sé tilgreint fyrir hverja túnspildu eða flokk spildna. Þetta þarf þó að útfæra nánar. Fóðrun. Hér verður lágmarks- skráning væntanlega á formi dagbókarskráninga þar sem skráð eru upphaf og lok ein- stakra fóðrunartímabila (gætu t.d. verið haustfóðrun, fengifóðr- un, miðsvetrarfóðrun, síðvetrar- fóðrun, vorfóðrun...). Magn og tegund einstakra fóðurteg- unda/flokka á hverju tímabili væru skráð. Mögulegt þarf að vera að skrá þetta sérstaklega fyrir mismunandi hópa innan hjarðarinnar. * Beit. Hér má gera ráð fyrir að lágmarksskráning sé á formi dagbókarskráninga, þ.e. hvenær fé er sleppt á tún að vori, í önnur ræktuð beitilönd, á afrétt eða óræktuð heimalönd, hvenær fé er smalað af afrétti, beit á ræktað eða óræktað land að hausti o.s.frv. Hér þarf líka að vera mögulegt að skipta hjörðinni í hópa sem ganga á mismunandi beitilöndum. Framvindan Megináherslan í verkefninu á næstunni verður að ljúka við fyrstu útgáfu að gæðahandbók sem verði endanleg að sem flestu leyti, án þess þó að lokað sé á breytingar sem hljóta að eiga sér stað eftir því sem reynsla gefur tilefni til. Þegar eru til drög að gæðahandbók sem María Svan- þrúður Jónsdóttir héraðsráðunaut- ur hefur unnið í samráði við ráð- gjafanefndina. Bændur í N-Þing- eyjasýslu hafa þegar byrjað að vinna eftir þeim handbókardrög- um. Þetta tilraunaverkefni mun nýtast öllum sauðfjárbændum sem koma inn í gæðastýringu og er þetta framtak Þingeyinga því afar mikils virði. Jafnframt þarf að vinna fagefni til nota á námskeiðum þeim sem áður var rætt um. Reikna þarf með að sjálf gæðastýringamámskeiðin geti hafist sem fyrst á árinu 2001. Þá gætu bændur í framhaldi af því keyrt einn framleiðsluferil í gegn- um gæðastýringuna áður en það kerfi tekur formlega gildi, sem er árið 2003. 38 - FREYR 8/2000

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.