Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 5

Freyr  - 01.03.2003, Blaðsíða 5
Frá búnaðarþingi 2003, t.v. Jóhannes Sveinbjörnnsson, t.h. Eggert Pálsson. (Ljósmyndir Á.Þ.). græðslustjóri, Guðrún S. Sigur- jónsdóttir, starfsmaður Landssam- taka sláturleyfishafa, Jónatan S. Svavarsson, formaður Félags kjúklingabænda, Sigurbjörg Bjömsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bænda, Sigrún Bjömsdóttir, fulltrúi hjá Lífeyris- sjóði bænda, Anna Margrét Stef- ánsdóttir, verkefnisstjóri Lifandi landbúnaður, grasrótarhreyfingar kvenna í íslenskum landbúnaði, Hrafnkell Karlsson, bóndi Hrauni, Pétur Guðmundsson ffá Ófeigs- firði, formaður Samtaka sela- bænda, Ami G. Pétursson, fyrrver- andi hlunnindaráðunautur, Agnar Guðnason, fyrrverandi ráðunautur, og fréttamenn fjölmiðla. Tónlistarflutningur Reynir Jónasson flutti tónlist á milli atriða. Ræða formanns Bændasam- TAKA ÍSLANDS, ARA TEITSSONAR Ræða formanns er birt í heild aftar í blaðinu. ÁVARPLANDBÚNAÐARRÁÐHERRA, Guðna Ágústssonar Ráðherra hóf mál sitt með því að benda á að það væri samkeppni á markaði um hylli neytenda og að neysluvenjur breytist sífellt. Hann kvað jafhframt landbúnað- inn róa allan á sama báti. Barátt- an á kjötmarkaði hafi hins vegar verið hörð undanfarið og aðilar utan landbúnaðarins hafa lagt fjár- magn í tvær greinar. Kjötverð hef- ur ekki tekið mið af framleiðslu- kostnaði og eðlilegri framlegð. Kynbætur og betri búskapar- hættir hafa aukið meðalnyt mjólk- urkúa sem er nú komin yfír 5000 lítra á árskú, jafnframt því sem prótein hlutfall hefúr vaxið. Ráð- herra flutti í framhaldi af því æsku landsins skilaboðin: „Meiri mjólk, minna gos“. Samningur um mjólkurfram- leiðslu gildir til ársins 2005 og dugað hefúr vel og ungt fólk bæst í raðir framleiðenda. Unnið er að nýjum samningi og þar hafa verið kallaðir til aðilar vinnumarkaðar- ins. I nýjum samningi þarf að tryggja áfram jákvæða þróun í greininni en jafnframt þarf að taka mið af reglum um alþjóðavið- skipti með búvörur. í viðræðum um alþjóðaviðskipti með búvörur hafa íslensk yfírvöld óhrædd hald- ið ffam sérstöðu landsins og skipa sér á bekk með þjóðum sem telja að aðrar þjóðir eigi ekki rétt til að ryðja burt landbúnaði sem þróast hefúr í hverju landi. Á sl. ári fór ég til Kanada á slóðir Vestur-Islendinga í Mani- toba. Þar hitti ég m.a. Davíð og Gladys Gíslason á Svaðastöðum, kynntist búskap þeirra og félags- legri uppbyggingu sem þau hafa staðið fyrir. Þau þáðu svo boð mitt og Bændasamtaka Islands um að koma til landsins og eru nú hér með okkur. Undanfarin ijögur ár hefúr ríkt bjartsýni í sveitum og sátt um landbúnaðinn hjá þjóðinni. Þess sér víða stað. Stofnuð hafa verið 60 nýbýli í sveitum, stór hluti tengdur skógrækt og hrossum. Landshlutabundin skógræktar- verkefni hafa skapað Qölmörg störf í landbúnaðinum, auk þess að stuðla að endurheimt land- gæða. Ég hef lagt fram tillögu á Alþingi um uppbyggingu þessarar starfsemi næstu fímm árin. Eftir- spum er hér mikil og þessi starf- semi hefur veruleg byggðaleg áhrif. Ég trúi því að í íslenska hestin- um eigum við auðlind sem má nýta betur. Ég hef því beitt mér fyrir að stofna Hestamiðstöð í Skagafírði og Átaksverkefni hestamanna. Það hefúr nú starf- að í þrjú ár og verið mjög gefandi fyrir greinina. Ég hef beitt mér fyrir að tryggja forystu íslands í ræktun hestsins og viðurkenningu á að Island sé upprunaland ís- lenska hestsins. Það verk er nú komið í höfn. Þar þurftum við að fullklára það starf Bændasamtaka Islands að byggja upp Veraldar- Feng og fá önnur ríki til samstarfs um það verkefni. Hólaskóli hefur farið fyrir góðu starfí að byggja upp alhliða þekk- Freyr 2/2003 - 51

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.