Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 15

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 15
að reyna að banna sölu kjöts und- ir framleiðslukostnaðarverði. Framleiðslukostnaðarverð er teygjanlegt hugtak og hver ætti að reikna það út? Leiða má að því líkur að ekkert kjöt í landinu sé framleitt fyrir framleiðslukostn- aði. Eru þær greinar, sem njóta framleiðslustuðnings, að selja vörur sínar yfir framleiðslukostn- aðarverði? Markaðurinn sjálfur verður að ráða þessu. Þessu bún- aðarþingi ber að ítreka ályktun síðasta þings um lækkun fóður- tolla. Að síðustu íjallaði hann um málefni Bjargráðasjóðs og minn- isblað Emu Bjamadóttur þar um og taldi að þar væri verið búa til vísi að “bótabændum” í íslenskum landbúnaði. 13. Lárus Sigurðsson. Ræðu- maður taldi umfang setningarat- hafnar þingsins hafa verið í sam- ræmi við tilefnið. Þó að formaður hafi í setningarræðu sinni talið þjóðlendumálin hafa verið eina skuggann sem borið hafi á í sam- skiptum Bændasamtakanna og ríkisvaldsins var ræðumanni ann- ar skuggi ofar í huga, en það vom afdrif sauðfjársamningsins á Al- þingi sl. desember. A aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda voru samþykktar tillögur um breytingar á sauðQársamningi sem samninganefnd bænda og rík- isins náðu samkomulagi um, en Alþingi brást og það ekki í fyrsta sinn. Lítið hefur heyrst frá forystu Landssamtaka sauðfjárbænda og Bændasamtakanna um þessa nið- urstöðu. Forysta Landssamtaka sauðfjárbænda hefði átt að boða til aukafulltrúafundar um málið strax sl. haust. Þá kvaðst ræðu- maður hafa efasemdir um stytt- ingu þingsins því að málafjöldinn og umfangið hefði ekki minnkað að sama skapi. Nefndimar geta þannig ekki kmfið málin með við- unandi hætti á þeim stutta tíma sem þeim em ætlaðar til vinnu sinnar. Ætlast stjómin til þess að öllum málum sé vísað til hennar? Þá fjallaði hann um minnisblað stjómar Lánasjóðs landbúnaðar- ins og þá fádæma fullyrðingu sem þar væri að finna þar sem segir að framleiðsluaukning í svína- og alifuglakjöti hafi orðið minni en við var að búist. Stjóm Lánasjóðs- ins hafði mjög sterka stöðu til þess að hafa áhrif á kjötmarkaðinn og illt er til þess að hugsa að sjóð- urinn skuli hafa ákveðið að stilla sér upp við hliðina á Búnaðar- bankanum í því að hafa slæm áhrif á kjötmarkaðinn. Hann lýsti því stuðningi við þá tillögu for- mannafundar Landssamtaka sauð- fjárbænda að lækka þann hluta búnaðargjaldsins sem rynni til Lánasjóðsins. Að síðustu taldi hann stjórn Bændasamtakanna ekki hafa staðið sig nægilega vel í að halda almenna bændafundi um landið, en enginn slíkur hafi verið haldinn á hans svæði frá síðasta búnaðarþingi. 14. Guðni Einarsson. Ræðumað- ur kvað mikinn óvissu og breyt- ingartíma vera framundan í ís- lenskum landbúnaði. Stutt er eftir af mjólkursamningi, kjötmarkað- urinn er í mikilli kreppu, græni geirinn á undir högg að sækja, eft- ir þær breytingar sem urðu á síð- asta ári, og viðræður um nýjan al- þjóðasamning um verslun og við- skipti með landbúnaðarvörur, þar sem rætt er um lækkun tolla og ríkisstyrkja. Landbúnaðurinn verður að takast á við þessi mál á einn eða annan hátt, þ.e. með samningum, með aðlögun að markaðsaðstæðum, með hagræð- ingu í framleiðslu og vinnslu, með auknu frjálsræði, með raunhæfri gæðaímynd og síðast en ekki síst með jákvæðni. Það er eðli hins frjálsa markaðar að þar skiptast á skin og skúrir. Það má segja að mjólkurframleiðslan hafi verið í uppsveiflu síðustu ár. Hefur það skapast af auknu fijálsræði, hag- stæðum samningi við ríkisvaldið og tiltrú bænda á greininni. Hafa þessi skilyrði skapað hagræðingu og framþróun, á móti kemur hins vegar aukin skuldsetning, sem kallar á stöðugleika greinarinnar. Hin hægt velta miðað við fjár- bindingu gerir stöðu greinarinnar viðkvæma fyrir miklum breyting- um. Segja má að rekstrarvandi kúabænda og sauðfjárbænda sé í hnotskum sá að veltuhraði er langt undir þeim mörkum sem al- mennur rekstur í landinu gerir kröfur um og er forsenda þess að reksturinn skili arði. 1 kjötgeiran- um ríkir ástand sem getur ekki gengið til lengdar. Það gengur ekki að peningastofnanir haldi gangandi framleiðslu sem seld er langt undir framleiðslukostnaði. I mínum huga er hvíta kjötið allt önnur framleiðsluvara heldur en rauða kjötið og í raun ekki hægt að bera það saman í verði á kg. Framleiðsluaðgerðin og fram- leiðsluferlið lítur allt öðrum lög- málum, sem gerir það að verkum að samanburður er ekki raunhæf- ur. Þetta er staðreynd sem ekki er hægt að líta framhjá. Kröfúr nú- tímans um aukna arðsemi og kröf- ur neytenda um lægra verð á mat- vöru hafa leitt landbúnaðinn víða um heim út fyrir hin náttúrulegu og líffræðilegu mörk, með alvar- legum afleiðingum. Við trúum því að íslenskur landbúnaður sé hreinn. En er það svo? Erum við kannski komin út á ystu nöf, að minnsta kosti í sumum greinum. Við verðum verulega að halda vöku okkar. Aukin verksmiðju- framleiðsla, auknar kröfur um meiri framleiðni og kröfúr um lægra verð á landbúnaðarvörum kalla á meðul sem eru náttúrunni og hollustu afúrðanna andstæð. Getur verið að það sé þetta sem ís- Freyr 2/2003 - 15 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.