Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 14

Freyr  - 01.03.2003, Blaðsíða 14
um ályktanir formannafundar Landssamtaka sauðijárbænda, sem Aðalsteinn Jónsson hefði vitnað i. Landssamtök sauðfjár- bænda eru ijölmennasta búgreina- félagið sem aðild á að Bændasam- tökunum og því hljóta ályktanir þeirra að hafa mikil áhrif á stefhu búnaðarþings. Við þurfum að við- halda því félagskerfi sem við bú- um við í dag, enda hefúr það reynst okkur farsælt og öll sjónar- mið fá þar að koma fram. Búnað- arsamböndin hafa í flestum tilfell- um með leiðbeiningaþjónustuna á héraðavísu að gera og þvi er ekki skynsamlegt að útiloka þau frá beinni aðild að Bændasamtökun- um. Hann benti á að 23 af 33 mál- um sem komu úr nefndum á síð- asta búnaðarþingi hefðu varðað allar búgreinamar jafnt, enda var þar ijallað um umhverfi landbún- aðarins á þann hátt að það kæmi öllum bændum landsins við. Ræðumaður kvaðst sitja í slátur- húsanefnd landbúnaðarráðherra, en nefndin hefur lagt mikla áher- slu á að reynt verði að ná fram hagræðingu í rekstri sauðijárslát- urhúsa í landinu. Þau sex slátur- hús sem nú hafa Evrópusam- bands-leyfi ættu auðveldlega að geta annað allri sauðijárslátmn í landinu. Nefndin leggur því til að þau verði nýtt þannig og telur enga skynsemi i að byggja ný. Til þess að svo megi fara verður að finna fjármagn til þess að úrelda hin húsin, auk þess sem tryggja verður að allir bændur sitji við sama borð hvað varðar flutnings- kostnað. Þessi atriði verður að út- færa nánar. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að með því að leggja niður sauðijársláturhús missa margir bændur vinnu við sauðijárslátrun á haustin. Þá verð- ur að fmna leiðir til þess að af- stýra þvi að sláturleyfishafar taki kjöt eingöngu í umboðssölu á næsta hausti. 11. Egill Sigurðsson. Ræðumað- ur fjallaði í fyrstu um úrvinnslu ályktunar siðasta búnaðarþings um starfsemi, skipulag og aðsetur Bændasamtakanna og sölu Hótel Sögu. Einhverjar þreifingar hafa verið í málinu á árinu án þess að nokkuð hafí orðið úr. Rekstur hótelanna gekk betur á síðasta ári og því ber að nýta lagið og selja þau. Næst fjallaði hann um álykt- un síðasta búnaðarþings um lækk- un fóðurtolla og lýsti vonbrigðum sínum með það að hún hafi ekki náð fram að ganga í landbúnaðar- ráðuneytinu. Kjötmarkaðurinn og offramleiðslan er ofarlega í hug- um fulltrúa, en búnaðarþing getur lítið gert í því máli því að markað- urinn verður að fá að þróast á eig- in forsendum. Núverandi sauð- fjársamningur er tímaskekkja í því umhverfí sem nú er á markaðnum því að í honum eru framleiðslu- hvetjandi ákvæði sem ekki ganga upp. Hann beindi því til forsvars- manna Landssamtaka sauðQár- bænd að huga að breytingum á þessu. Þá ijallaði hann um fram- kvæmd búfjáreftirlits og spurði hvers vegna þau námskeið, sem Bændasamtökunum ber að standa fyrir búfjáreftirlitsmenn, hafi enn ekki verið haldin. Næst fjallaði hann um félagskerfið og taldi það réttlætismál að bændur hvar sem er að á landinu hefðu sama vægi á bak við hvem búnaðarþingsfúll- trúa. Hann kvað vont að vita til þess að þing sem væri stefnu- markandi fyrir landbúnaðinn í heild væri byggt upp á ójafnvægi. Aldrei hefur verið rekinn al- mennilegur endahnútur á samein- ingu Búnaðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda. Það verður að útrýma þessu misvægi. Af hverju eiga bændur á norðvest- urlandi að hafa meira vægi en sunnlenskir félagar þeirra? Kannski væri skynsamlegast að stíga þetta í einu skrefi og velja fúlltrúa á búnaðarþing eingöngu effir búgreinum. Að síðustu ljall- aði hann um búrekstrartengda ráð- gjöf og lýsti óánægju sinni með það að þeir fjármunir, sem til hennar væm ætlaðir, hafí ekki gengið til búnaðarsambandanna eins og vera bæri vegna flókinna reglna og túlkunar þeirra. Ein- falda þarf þessar reglur til þess að tryggja að þessum Qármunum verði varið í það sem þeim er ætl- að. 12. Sigurður Loftsson. Ræðu- maður þakkaði fyrir góða setning- arathöfn og góða ræðu formanns. Þá var erindi Daviðs Gíslasonar skemmtilegt innlegg. Hann kvað sér efst í huga hversu endurskipu- lagningu leiðbeiningarþjónust- unnar miðaði hægt. Það er algjört gmndvallaratriði að ná fram frek- ari sameiningu/samruna innan hennar og gera kostnaðarvitund hennar meiri en hún er í dag. Knýja þarf fram hagræðingu inn- an hennar með öllum mögulegum leiðum. Fyrirkomulagið sem við nú búum við ýtir undir að kerfið reyni að viðhalda sjálfu sér. Hver reynir að halda sínu á sinni þúfú og forðast að líta í kringum sig. Lífeyrisskuldbindingar búnaðar- sambandanna eru sameiginlegt vandamál þeirra, eingöngu ef slík samþjöppun nær fram að ganga. Setja þarf meiri kraft í vinnu við að framfylgja ályktun síðasta bún- aðarþings um framtiðar starfsemi, skipulag og aðsetur Bændasam- takanna. Við verðum að fá meiri arð út úr Bændahöllinni en raun ber vitni þó að ekki fáist kaupandi rétt um þessar mundir. Færa þarf starfsemi samtakanna meira út til leiðbeiningamiðstöðva á lands- byggðinni og gera þær þannig að þeim stóru og öflugu miðstöðvum sem stefnt hefur verið að. Varð- andi kjötmarkaðinn þá taldi ræðu- maður enga skynsemi felast í því 114 - Freyr 2/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.