Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.2002, Qupperneq 7

Freyr - 01.11.2002, Qupperneq 7
Ágúst Þorketsson á Mel situr á steini í uppgrónu landi þar sem fé er á beit. I baksýn Melshraun og Svarfhólsmúli. fast og fátt hægt að gera til að hagræða í búskapnum svo að maður tók þessu fengins hendi. Og hvernig hefur kornrœktin svo gengið? Hún hefur gengið upp og ofan en alltaf fengist nokkur uppskera og stundum allgóð. Eg tel mig hafa sloppið skaðlaust frá þessu og haft ánægjuna að auki. Ég hef verið með kom í níu hekturum og fengið þetta 30 tonn. Núna rækta ég afbrigðin Arve og Súlu, en það er íslenskt. Ég hef fengið þreskivél ofan úr Reykholtsdal til að uppskera og alltaf súrsað komið, fyrst í plast- sekki og núorðið í plastkúta. Þeir endast betur. 1 haust ætla ég svo að prófa própíonsýru til íblönd- unar. Ég valsa komið og kýmar éta þetta mjög vel, en ég bæti þessu við hápróteinblöndu sem kýmar fá. Hálminn hef ég notað svolítið í undirburð undir kálfa, en í fyrra seldi ég líka hálm. Hann fór að Hvanneyri þar sem hann var bor- inn undir hross. Stunda margir kornrækt hér um slóðir? Við emm tveir hér í sveit, Unn- steinn Jóhannsson í Laxárholti og ég. I Alftaneshreppi em líka tveir og svo var verið að stofna komræktarfélag í Kolbeinsstaða- hreppnum í vor. Bændur græða landið Þið eruð þátttakendur i verk- efni Landgrœðslunnar, „Bændur græða landið “. Hvernig er stað- ið að því? Guðbrandur: Þetta gerist þann- ig að þegar maður hefur sótt um að vera með í þessu þá kemur maður frá Landgræðslunni sem skoðar landið og metur þörfina. Hér var það Friðrik Aspelund á Hvanneyri. Hann mat það hvar væri brýnast að byrja. Land- græðslan leggur svo til fræ og áburð en bóndinn sér um vinn- una. Það er sáð túnvingli og í seinni tíð hefiir það verið húðað fræ og því auðvelt meðferðar. Það er hins vegar ekki gerð krafa um að friða landið og fé fær að ganga á því. Hvað gekk þér til að taka þátt í þessu verkefni? Hér fyrir vestan bæinn er áin Tálmi. Austan við hana var mik- ill uppblástur og moldarmökkur stóð úr þessu landi í norðanátt. Þar byrjaði uppgræðslan hér. Þama vom gróðurlausar lægðir í landinu eftir uppblástur og jarð- vegseyðingu og moldarbörð sem norðanáttin reif úr. Þama hófst verkið fyrir um 10 ámm. Síðan færði ég mig nær bænum og hef verið að rækta upp mela hér í kring. Ég hef svo fengið fræ og áburð frá Landgræðslunni á hverju ári síðan. Maður fær að vita árið áður um hverja úthlutun og ég hef fengið 2,4 tonn af áburði á ári síðustu árin. Svo hef ég stundum bætt sjálfur við áburði í þessa ræktun því að það þarf að halda áfram áburðargjöf eftir að sáð hefur verið í það. En uppblásturinn við Tálma hefur stöðvast? Kannski ekki alveg en landið hefur stórlagast. Það er kominn gróður í lægðimar þar sem mest hafði fokið úr en rofabörðin era enn þama. Þetta er óvarið og fé er svolítið í þessu þannig að landið er ekki á sinu, en túnvin- gull er engin uppáhaldsbeitarjurt hjá fénu. Sl. vor vom miklir þurrkar og oft hvasst og ég býð ekki í hvem- ig ástandið hefði þá verið þama ef uppgræðslan hefði ekki verið komin til. Á sínum tíma hefur verið þama skógur og enn em þama eftir einstaka vindbarðar birkihríslur. Þama er ömeíhið Koleyrar sem vísar til kolagerðar áður fyrr. Hér heima er svo orðinn til hagi fyrir kýr og hvaða skepnur sem er. Maður gefur þama út hrossum og moðið og teðslan græðir upp landið. Landgræðslan fylgist svo með Freyr 9/2002 - 7

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.