Freyr - 01.11.2002, Qupperneq 10
Já, það heimsækir fólk frá
henni reglubundið gamalt fólk á
bæjum í sveitarfélaginu, t.d. einu
sinni í viku ef á þarf að halda.
Svo á gamla fólkið aðgang að
þjónustuíbúðum í Borgamesi eða
á Dvalarheimilinu. Sumir nota
sér það meðan þeir em allvel á
sig komnir, bændur em famir að
bregða búi fyrr en áður.
Hér á Staðarhrauni er gömul
kirkja?
Já, hún stendur þar sem gamli
bærinn var, upphaflega byggð ár-
ið 1889, timburkirkja, en svo var
steypt utan á hana árið 1954.
Molar
Alifuglarækt og
EGGJAFRAMLEIÐSLA
í ESB
Framleiðsla á kjúklingakjöti og
eggjum er umfangsmikil at-
vinnustarfsemi innan ESB.
Fuglakjöt er næststærsta kjöt-
framleiðslugreinin þar og fara
20% af kornframleiðslu innan
sambandsins í fuglafóður.
Alifuglar eru þar stundum
kallaðir „korn á fæti“.
Öryggi í matvælaframleiðslu
er forgangsverkefni innan sam-
bandsins. Framleiðendur eggja
og fuglakjöts eru þar mjög á
varðbergi, svo sem í baráttu
gegn salmónellusýkingum og í
vörnum gegn lyfjaleifum og leif-
um jurtavarnarefna í afurðun-
um. Litið er á það bæði sem
heilbrigöismál og mál til að
bæta samkeppnisstöðu ESB á
heimsmarkaði að sömu reglur
gildi í þessum efnum um allan
heim.
Tvo síðustu ár jókst innflutn-
ingur á kjúklingakjöti frá Thai-
landi og Brasilíu til ESB um
Svo þegar hún varð 100 ára þá
var hún gerð upp að innan í upp-
runalegri mynd með panel úr
gamla húsinu hér, sem var áður
prestssetur, og var þá rifíð.
Hér i hreppnum má segja að
hafi verið blómaskeið á jyrrihluta
síðustu aldar?
Já, það hófst upp úr aldamót-
unum 1900, þá bjuggu t.d. 30-40
manns á Ökrum. Svo þegar farið
er að gefa sauðfé fiskimjöl, á 4.
áratugnum, þá jukust fljótt afurð-
imar, vetrarbeit og fískimjöl fór
mjög vel saman. Þá var hér
blómaskeið uns mæðiveikin
dundi yfir og svo aftur eftir fjár-
skiptin um miðja öldina.
A þeim tíma var hér mikil
vegleysa, og veiturafmagnið ekki
komið. Við komum að Mel árið
1972 og þá var bara heimaraf-
stöð í ánni, rétt til ljósa. Veitu-
rafmagnið kom svo 1973. Áður
var dálítið um litlar vatnsafls-
stöðvar og einstaka vindrafstöð í
sveitinni. Öll aðstaða til búsetu
og búskapar hefur gjörbreyst til
batnaðar hér um slóðir á þessum
tíma en á hinn bóginn hefur orð-
ið afiturfor hvað varðar íbúa-
fíölda.
M.E.
31% árið 2000 og 58% árið
2001. Þessi innflutningur er á
lágu verði og innflutningslöndin
eru einkum Holland, Belgía og
Frakkland. Þaðan er kjötið flutt
áfram til annarra landa ESB og
er boðið á verði sem kjúklinga-
rækt innan ESB ræður ekki
við.
i könnunarferð sem dýralækn-
ar á vegum ESB fóru til Brasilíu
til að kynna sér framleiðsluað-
ferðir þar kom í Ijós að dýralyf,
sem bönnuð eru í ESB, (svo
sem nitrofuran og chlorampheni-
col), er á boðstólum í Brasilíu og
notkun þeirra útbreidd.
Evrópskir kjúklingaræktendur
eru áhyggjufullir yfir þessari þró-
un. Það matvælaöryggi sem
byggt hefur verið upp innan ESB
er í hættu og þar með traust
neytenda á fuglakjöti almennt.
Innan ESB er einnig lögð
áhersla á dýravelferð og liggur
m.a. fyrir ákvörðun innan sam-
bandsins að banna að hafa
hænsni í búrum eftir árið 2012.
Sum viðskiptabandalög innan
Alþjóða viðskiptastofnunarinnar,
WTO, telja að WTO eigi ekki að
láta sig varða dýravernd og dýra-
velferð, m.a. vegna þess að þar
eru engar reglur til um það efni.
Sum lönd i Asíu, þar sem sam-
anlagt búa um 60% jarðarbúa
halda því fram að ógerlegt sé að
koma þar á lögum og reglum um
dýravernd þar sem þar séu ekki
einu sinni til lög og reglur um
mannréttindi.
(Internationella Perspektiv
nr. 32/2002).
Gen úr mönnum
FLUTT í KÝR
Nýja-Sjáland leyfir tilraunir
með að flytja gen úr mönnum í
kýr. Tilgangurinn er sá að fram-
leiða mjólk sem inniheldur
prótein sem vernda fólk gegn
sjúkdómum, svo sem hjartaáfalli
og MS-sjúkdómi.
Rannsóknarstofa í eigu ríkisins
annast þessar rannsóknir. Ríkis-
stjórn Nýja-Sjálands hefur trú á
því að erfðatækni muni styrkja
efnahag landsins í framtíðinni.
(Bondebladet nr. 43/2002).
| 10-Freyr 9/2002