Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 16

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 16
ir (næstum helmingi fleiri fóru UNIB miðað við aðra hópa). Það er hugsanlega hægt að ná meiri vaxtarhraða af beit með skertri vetrarfóðrun, vel skipulagðri beit á áborið land og miklu grænfóðri en okkur skortir upplýsingar um hvort það sé mögulegt eða kostn- aðarlega álitlegur kostur við ís- lenskar aðstæður. Eldisskeiðið Tilgangur eldisskeiðsins er að setja ungneytin í form fyrir slátr- un. Það er yfirleitt gert með sterkara eldi síðustu mánuðina. Með sterku lokaeldi eykst vaxt- arhraði og fitusöfnun. Það er mjög breytilegt eftir gerðum og þunga ungneyta hvað lokaeldið þarf að vera sterkt. Islenskir gripir eru mjög bráðþroska og fítusnauðir á skrokkinn í saman- burði við holdakynin. Skosku kynin, Galloway og Angus, eru einnig bráðþroska en fítusæknari á skrokkinn, sérstaklega kvígur og uxar. Límósín kynið er mun seinþroskaðra en hin kynin og frekar fitusnautt á skrokkinn. Þá taka holdakvígur og uxar fyrr út þroska en naut og fitusöfnun hefst þess vegna fyrr hjá þeim. Áður en eldisskeiðið hefst þarf að tryggja sláturdaginn eins og mögulegt er. Víðast hvar þarf að panta slátrun með mjög löngum fyrirvara. Nauðsynlegt er að taka tillit til allra þessara þátta áður en eldisskeiðið er skipulagt. Þar sem mjög fljótt er verðfellt fyrir fitu í íslenska kjötmatinu er við góða fóðrun ekki nauðsynlegt að setja holdakvígur og uxa á sér- stakt lokaeldi nema þeir séu í afturbata af einhverjum ástæð- um. Hvað nautin varðar er loka- eldi nauðsynlegt. Vegna þroska- munar á milli nauta, uxa, kvígna og kynja er kjörsláturstærð gripa á sama eldi afar mismunandi. Dæmi um þennan mun eru dregin fram í 1. töflu þar sem sýndur er aldur og þungi gripa miðað við sömu meðalfóðumýt- ingu á kg vöxt. Þar má t.d. lesa að 17 mánaða gamlir íslenskir uxar eru 307-393 kg á fæti og með sömu fóðumýtingu og Límósín blendingsnaut sem eru 24 mánaða og 613 - 785 kg á fæti. En eins og komið hefur fram versnar fóðumýtingin eftir því sem að gripimir þyngjast. Kjamfóður á eldisskeiði þarf fýrst og fremst að vera orkuríkt. 5. tafla. Meðalkjarnfóðurþarfir mismunandi ungneyta á eldisskeiði samkvæmt plönum í 1. töflu. Kjarnfóöur alls, FEm Kjarnfóður á dag, FEm Tegund gripa" A2’ B2» A B Naut íslenskt 79 437 0,9 2,1 Galloway 88 482 1,0 2,3 Angus 110 590 1,2 2,8 Limosín 141 730 1,5 3,4 Kvígur og uxar3) íslenskir uxar 60 341 0,7 1,6 Galloway 67 377 0,7 1,8 Angus 87 477 1,0 2,2 Limósin 88 485 1,0 2,3 1) Holdakynin eru einblendingar þar sem móðirin er íslensk. 2) A = 3 mánaða eldisskeið, B = 7 mánaða eldisskeið. Miðað er við frjálsan aðgang að heyi. Sjá nánari umfjöllun í texta. 3) Dragið úr eða sleppið kjarnfóðurgjöf ef gripir eru sjáanlega nægilega feitir. Valsað, malað eða kögglað bygg hentar mjög vel í þeim tilgangi. Annað sterkjuríkt kjamfóður, eins og maísmjöl eða kögglar, koma einnig vel til greina. I 5. töflu er að fínna kjamfóður- þarfir mismunandi ungneyta á eldisskeiði samkvæmt fóðurplön- um í 1. töflu. Kjamfóðurgjöf fyrir holdakvígur og uxa er sennilega alltaf ónauðsynleg þegar fóður- plan B er notað vegna hættu á of mikilli fitusöfnun. Þarna er mikil- vægt að kanna holdafar reglulega og endurmeta kjamfóðurþörfina í framhaldinu. í fóðurplani A er kjamfóðurgjöf nauðsynleg fýrir alla gripi til þess að ásættanleg fituhula náist. Umræður Fóðurplan A miðast við að- stæður þar sem verðmæti heyj- anna er metið mjög lágt af ein- hverjum ástæðum. Miðað við verðlag á kjamfóðri í dag er þetta plan sjaldan hagkvæmasti kostur- inn og sennilega skynsamlegt að auka kjamfóðurgjöfma verulega með þessum heyjum og fýlgja t.d. kjamfóðurplani B á eldis- skeiðinu hvað það varðar. Við það myndi meðalfóðurstyrkur fara úr 0,74 í 0,76 FEm/kg þe. Árangurinn yrði betri stærðar- og fituflokkun. Kornrækt hefur stóraukist á ís- landi á undanfömum ámm og verðlagshöft á innflutta komvöm hafa verið afnumin. Svigrúm til að auka kjamfóðurgjöf á kostnað heyja hefúr þess vegna auk- ist.Verð á innfluttu byggi hefur verið hagstætt en vegna gengis- hraps krónunnar er það á uppleið. Um þessar mundir kostar fóður- einingin á innfluttu köggluðu eða möluðu byggi í stórsekkjum um 22-24 kr. Er það svipað verð og þurrt íslenskt bygg kostar sam- kvæmt útreikningum Hag- þjónustu landbúnaðarins. Odýrast | 16-Freyr 9/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.