Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2002, Page 18

Freyr - 01.11.2002, Page 18
Afkastageta búvélanna - afkastaþörf og kostnaður Með hækkandi tæknistigi kúabúanna hefur meðal- kostnaður þeirra af vélum farið vaxandi. Greining á niðurstöð- um búreikninga sýnir að oftast er fasti kostnaðurinn meiri hluti útgjalda vegna véla og tæknibúnaðar búanna. I bar- áttunni við búvélakostnaðinn er því að öðru jöfnu mest að vinna með rannsókn á fasta kostnaðinum - vöxtum, af- skriftum og öðrum útgjaldalið- um sem eru óháðir árlegri notkun vélanna. Tvö atriði skipta meira máli en önnur þegar kemur að fasta kostnað- inum: * augnablikið þegar vélakaupin eru ákveðin, og * verkin sem vinna á með vél- inni, þ.e. magn (eða tími). Kaupaugnablikið - HVER ER VÉLARÞÖRFIN? Þegar vélarkaupin eru ákveðin er að miklu leyti lagður grunnur að því hvert hið árlega afgjald af vélinni verður. Seint verða því kaupin of vel ígrunduð og undir- búin. Einföld fíngraregla segir okkur að kaupverð vélarinnar megi margfalda með stærð í nám- unda við 0,15-0,18 til þess að fínna hinn árlega fasta kostnað. Tökum dæmi: Sláttuvél kostar 650 þúsund krónur; veljum lægri margföldunartöluna: 650.000 x 0,15 = 97.500 kr. má ætla að far- ið geti í vexti, afskriftir, geymslu- kostnað og fleira á hverju ári. Setjum svo að árlega eigi að slá 60 hektara með vélinni; koma þá 1625 kr. á hvem þeirra. Það svar- ar til tæplega 40 lítra af díselolíu (til samanburðar: Við þurfúm 1. mynd: Vél er valin á grundvelli greiningar á verkþörfínni: Hve mikið verk bíóur vélarinnar og hve mikið getur verkið greitt fyrir þessa notkun? eftir Bjarna Guðmundsson, Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri. mun minna af olíu til þess að slá einn hektara!). Vissulega getur hver og einn reiknað fasta kostnaðinn ná- kvæmar út samkvæmt eigin for- sendum. Skattaleg sjónarmið kunna að skipta máli. Áætluð ending vélarinnar og meðferð hennar ráða líka miklu um hinn raunverulega fastakostnað hvers árs. Ákvörðun um vélarkaup bygg- ist á því að þörfín fyrir vélina hafí verið greind sem nákvæmast. Þörfín kann að vera samsett úr fleiri þáttum, svo sem - þörf fyrir meiri vinnuafköst - þörf fyrir betri vinnubrögð - þörf fyrir öruggara/traustara vinnutæki eða vinnuumhverfi - þörf fyrir skemmtilegri vél! ... o.s.ffv. Það er gerlegt að meta hvem þessara þátta til verðs. Reynist summa ábatans af þeim öllum, miðuð við árið, vera hærri en áætlaður árskostnaður við rekstur vélarinnar (fastur + breytilegur) em kaupin fysilegur kostur - ella ekki. Nánari lýsing á þessari mats- aðferð er í greininni Val dráttar- véla - hentug stærð og hag- | 18-Freyr 9/2002

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.