Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 19

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 19
kvæmni fjárfestingar eftir skrifar- ann sem kynnt var á Ráðunauta- fundi 2002. Hana má finna á heimasíðunni www.landbunadur.is undir tilvísuninni greinasafn. VERKIN - HIN ÁRLEGA NOTKUN VÉLARINNAR Það er leið til þess að „lækka“ hinn árlega fastakostnað að deila honum á sem flestar framleiðslu- einingar; hektara túns eða tonn ellegar kíló áburðar eða upp- skeru. í nokkrum mæli hefur þetta gerst með stækkun búanna, þótt tilhneigingar hafi gætt í þá átt að bústækkun og vélafjárfest- ing haldist í hendur. Árleg notkun búvéla er ekki mikil í klukkustundum talin; hins vegar eiga búin mikið undir því að vélamar gangi tafa- og vand- ræðalaust þann tíma. Lesandinn er hvattur til þess að gera dálitla athugun á eigin vélum: 1. athugun: * Gerður er listi yfír helstu hey- vinnuvélar búsins * Áætlað er hve margar klukku- stundir þær vom notaðar alls sumarið 2002 * Áætlað er hve margar klukku- stundir hefði með góðu móti verið hægt að nota þær sl. sumar - hér þarf m.a. að taka tillit til ástands vélanna svo og fjölda daga sem veður mundi hafa leyft notkun þeirra Niðurstöður þessarar einföldu könnunar ættu að gefa nokkra hugmynd um nýtingu hverrar vélar um sig, þótt annað mál sé í hvaða mæli eigandinn kærir sig um að auka/bæta hana. Tvær leiðir em til þess að færa vél- unum aukin verkefhi: * að auka verkefhi þeirra á eigin búi (= bústækkun) * að samnýta þær með öðmm búum. Verkefni, rúlluráári 2. mynd: Hvaða kostur er hagkvæmastur? Þannig gæti samanburður út- gjalda vegna þriggja vélvæðingarkosta litið út (rúllubindivél). I útgjöldum er reiknað með vöxtum og afskriftum af eigin vél, áætluðum rekstrarkostnaði hennar auk dráttarvélarkostnaðar og launa ökumanns. Verktakaverð er byggt á markaðstölum en ekki er tekið tilliti til hugsanlegs magnafsláttar. Óvíst er hvað gamla/notaða bindivélin ræður við mikið á hverju ári. Ekki hefur verið tekið tillit til þess né annars óbeins kostnaðar vegna vélanna. Niðurstöðurnar eru aðeins dæmi - mikilvægt er að hver reikni það úr frá sínum eigin forsendum. Báðar leiðimar kalla á nokkurt umstang. Sú fyrri verður því að- eins farin að heildarmat hafi farið fram á fýsileika breytinganna og þá em vélamar einungis hluti alls þess sem taka þarf tillit til. Sú síðari krefst vilja til samvinnu svo og ögunar verka sem m.a. kallar á góða skipulagningu þeirra. Hvort tveggja má meta til verðs, sbr. þarfamatið sem nefnt var hér að framan. Hér verður ekki nánar farið út í form sam- nýtingarinnar, sem verið getur með ýmsu móti, heldur vísað til fyrri greina um það, sjá t.d. Frey nr. 7 árið 2000, bls. 14-18 (Verk- taka og samnýting véla í bú- rekstri eftir Bjama Guðmundsson og Baldur Helga Benjamínsson). Löng hefð er fyrir samnýtingu jarðvinnslutækja og æ fleiri leita nú fyrir sér um hana hvað snertir heyskap og komrækt. Þar er því að safnast saman verðmæt reynsla bænda sem mikilvægt er að hagnýta. Kjörtími búverka Þorri búverka er háður tíma. Verkin eiga sér kjörtíma og verði þau ekki unnin þá myndast kostnaður. Hann er nefndur kostnaður vegna kjörtímafráviks. í hann sækjum við helstu rökin fyrir Qárfestingu í viðeigandi vél- um. Strangt tekið mætti vinna flest verk á hefðbundnu búi með gráum ódýmm Ferguson frá gömlu öldinni. En dýr verður Ferguson þegar búið er að taka tillit til kostnaðar vegna kjörtíma- fráviks verkanna sem hann skilar. Mikilvægt en jafnframt vanda- samt er að finna út kjörtímaáhrif hinna ýmsu verka. Lesandinn er því hvattur til að gera aðra at- hugun á eigin búi, t.d.: Freyr 9/2002-19 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.