Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2002, Page 24

Freyr - 01.11.2002, Page 24
Tafla 3. Vergar þáttatekjur á sérhæfðum kúabúum 2000 og 2001 samkvæmt uppgjöri búreikninga (í þúsundum króna á verðlagi hvers árs). 2000 2001 Hagnaður fyrir laun eiganda 1.928 1.989 Laun og launatengd gjöld 465 516 Afskriftir 2.334 2.543 Fjármagnsliðir 808 1.003 Alls 5.535 6.051 Grundvallarregla viö gerð rekstraruppgjöra er að jafna gjöldum á móti tekjum sem aflað er á tilteknu tímabili. í flestum tilvikum er slík samjöfnun tiltölulega auðveld en með suma gjaldaliði gegnir öðru máli og þá einkum þær tegundir gjalda sem erfitt er að úthluta á tímabili. Dæmi um slíkt eru afskriftir fastafjármuna. I samræmi við reglurnar um að jafna beri gjöldum á móti tekjum ætti að dreifa afskriftum á þau tímabil sem viðkomandi eign aflar tekna. En Ijóst má vera aö erfiðleikum kann aö vera bundið að segja til um þaö af nákvæmni hversu lengi fjármunir muni duga viö tekjuöflun og raunar einnig hversu mikið þeir rýrna viö notkun á hverju uppgjörstímabili. Af þessu má ráða aö afskriftir eru ávallt háðar mati semjanda reikningsskilanna (í þessu tilviki bóndans). I annan stað má geta þess að fjárfestingar taka gjarnan mið af langtimamarkmiöum. Ársuppgjör lýsir hins vegar skammtima- stöðu þar sem afskriftir geta haft veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu. Þaö er meðal annars af ofangreindum ástæðum sem erfitt getur reynst að sjá með beinum hætti hver sé raunverulega afkoma i rekstraryfirliti og skýrir ástæöuna fyrir því að sýna hana einnig samkvæmt vergum þáttatekjum. Til skýringar má geta þess, að vergar þáttatekjur eru einkum notaöar þegar fjallað er um tekjuskiptingu í þjóðhagsreikningum og til að greina hvaö er til skiptanna á milli launþega og fyrirtækjanna. Orðið "vergur" er fornt og er notaö hér sem þýöing á "brúttó". Vergar þáttatekjur reiknast sem samtala hagnaðar fyrir laun eiganda, greiddra launa og launatengdra gjalda, afskrifta og fjármagnsliða og nýtist hér sem mælikvarði á hvaö er til skiptanna á milli vinnuafls og fjármagns. milljónir króna, eða 12%. Mest munar um hærri tekjur vegna aukins mjólkurinnleggs, auk þess sem kaup á auknu greiðslumarki [á árinu 2000] skilar hlutfallslega hærri tekjum á árinu 2001. Hærri búgreinatekjur ná þannig að vinna á móti 11,3% hækkun breytilegs kostnaðar. Framlegðar- stigið hækkar þar af leiðandi um 1% á milli ára eða úr 63% í 64%. Svipuð hækkun kemur einnig fram í hálfföstum kostnaði eða 9%, sem skýrist einkum af aukn- Tafla 4. Rekstrarþættir sem hlutfall af heildartekjum2 á sérhæfðum kúabúum 2000 og 2001 samkvæmt uppgjöri búreikninga, í %. 2000 2001 Viðmiðun: Heildartekjur (í þús. kr.) 10.372 11.393 Búgreinatekjur 91 93 Breytilegur kostnaður 33 34 Framlegð 58 59 Hálffastur kostnaður 18 18 Afskriftir 23 22 Fjármagnsliðir 8 9 Aðrar tekjur 9 7 Hagnaður fyrir laun eiganda 19 17 2 Heildartekjur= búgreinatekjur alls + aörar tekjur. um framkvæmdum við útihús. Afskriftir lækka á milli ára þótt niðurfærsla greiðslumarks auk- ist. Það endurspeglar minni fjár- festingar á árinu 2001, en þær lækka um nær 600 þúsund krónur ffá árinu á undan. Um 42% heild- arfjárfestinga 2001 er vegna kaupa á greiðslumarki samanbor- ið við 32% árið á undan. Hlut- fallsleg hækkun fjárfestinga í greiðslumarki er þannig veruleg á milli ára. Töluverð skuldaaukning er á milli ára eða 3 milljónir króna (23,4%). Á hinn bóginn er ljóst að aukin umsvif búanna kalla á auknar fjárfestingar [í frarn- leiðsluþáttunum] sem koma til með að skila auknum tekjum, til lengri tíma litið. Að teknu tilliti til vaxtatekna og verðbreytingarfærslu nemur hækkun fjármagnsliða nær 24% á milli ára, en hrein hækkun vaxta- gjalda nemur hins vegar 826 þúsund krónum eða 71%. Hagnaður fyrir laun eiganda hækkar lítillega á milli ára eða úr rúmlega 1,9 milljónum króna í tæpar 2,0 milljónir króna (3,2%), launagreiðslugeta hækkar um tæp 5% og vergar þáttatekjur hækka um 500 þúsund krónur (9,3%) í 6,0 milljónir króna. Á móti rým- ar höfuðstóll um 9,3% og eigin- fjárhlutfall um 5%. Rekstrar- og efnahagsyfírlit ársins 2001 eru til marks um að sérhæfð kúabú ná að skila viðunandi afkomu á árinu 2001 (samanborið við árið á undan). Hvom tveggja kemur til, kaup á greiðslumarki og bætt nýting sem skilar sér aukinni framleiðs- lu og aukinni framleiðni. I ljósi umtalsverðra kaupa á greiðs- lumarki á árinu er ekki óeðlilegt að eiginQárstaða falli tímabundið. Þótt heildarfjárfestingar falli á milli ára í krónutölu em þær um- | 24 - Freyr 9/2002

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.