Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2002, Page 33

Freyr - 01.11.2002, Page 33
sinni, t.d. bið fyrir ffaman mjalta- bás, hvíld eða fóðurát. Þegar kýr éta fóður vilja þær helst hafa 1-2 m ijarlægð milli hausanna (Bouissou og Signoret, 1971). Hér er að fínna eina af ástæðum þess að árekstrar eiga sér stað við fóðurgang án þess að um samkeppni um átplás sé að ræða. Þegar dregið er úr rými í fjósinu fjölgar árekstrum milli gripa (Wierenga, 1990). Mest verður um árekstra á fóðursvæðinu. Einkum eru það lágt settar kýr sem er haldið ffá fóðurganginum. Gripimir, sem verða undir í sam- keppninni, breyta átatferli sínu eins og áður hefur verið fjallað um. En það er ekki aðeins átat- ferlið sem breytist heldur einnig annað atferli i fjósinu. Þannig fann Wierenga (1990) að lágt sett- ar kýr eyða 30% af jórturtímanum standandi á göngum í fjósinu þegar dregið er úr rými við fóð- urgang, í samanburði við 10% hjá hátt settum gripum. Annað, sem gerist þegar rými hjá nautgripum er minnkað, er það að árekstmm milli gripa fjölgar (Kondo et al. 1989). Mikil aukning verður t.d. í því að kýr elti hvor aðra þegar ekki er nægt átpláss fýrir þær allar (Fraser og Broom, 1998). Olofs- son (1994) greindi níu sinnum fleiri árekstra við að auka sam- keppni um átpláss úr einni í þijár kýr um átpláss. Hjá kúm sem em fóðraðar við samkeyranlega fóðurganga á stærstur hluti árekstra milli gripa sér stað í kringum fóðurganginni (Georg & Bockisch, 2000). Við það að fjölga úr einni í 2,6 kýr um átpláss tvöfölduðust árekstrar við fóðurganginn. Við það að fjölga úr einni í 4 kýr um átpláss fjórfolduðust árekstrar við fóður- ganginn. Aukning í árekstmm hafði engin áhrif á afurðir grip- anna. Jafnvel þegar ein kýr er um átpláss eiga sér stað árekstrar við fóðurganginn. Samkvæmt þessum niðurstöðum er viðun- andi að 2,5 kýr séu um átpláss við samkeyranlega fóðurganga. Hönnun fóðursvæðisins Atstelling Einn af stærstu ókostum fóður- ganga með færanlegum framhlið- um er að botn fóðurgangsins og gólfið sem kýmar standa á eru í sömu hæð. Æskilegt væri að hafa botn fóðurgangsins 0,2 m hærri. A beit geta kýmar lækkað sig niður með því að stíga fram með annan framfótin. Það geta þær ekki gert við jötugrindina. A móti kemur það að kýmar hafa aðgang að fóðri úr 0,2 - 1,0 m hæð, allt eftir því sem fóðurstálið býður upp á, svo framarlega sem jötugrindin sé rétt staðsett. Rannsóknir á áti gripa við jötu- grindur með færanlegum ffam- hliðum sýna að kýmar éta sjaldan fóður í allt að 20 cm hæð (Georg & Oberdellmann, 1999). Sú hætta er ávallt fyrir hendi að kýmar nái ekki nægilega vel til fóðursins og þá einkum kýr sem em lágt settar, bæði vegna þess að þær þurfa oft að éta á eftir hátt settum kúm og eins vegna þess að þær em minni og ná ekki eins vel inn á fóðurgang- inn (Georg & Oberdellmann, 1999). Atsvæði kúnna við samkeyran- lega fóðurganga er ffá 0-0,9 m inn á fóðurganginn og frá 0-1,0 m upp eftir fóðurstálinu. Samkvæmt þýskri rannsókn (Georg & Ober- dellman, 1999) ná kýmar ffá 1,0 m til 1,2 m inn í fóðurstálið (Hol- stein kýr). Ætla má að lægri talan eigi við um íslenskar kýr. Þetta er í samræmi við niðurstöður Hansen og Pallesen (1998) sem mældu að kýr ná 1,1 m inn á hefðbundinn fóðurgang. En til þess þurftu kýmar að leggjast með miklum þunga á jötugrindina. í rannsókn (Georg & Oberdell- man, 1999) var gerð athugun á því hvar úr fóðurstálinu kýmar vildu helst éta. Kýmar átu úr öllu fóðurstálinu, en vildu helst éta fóður í 0,3-0,6 m hæð sem var í 0,65-0,95 m fjarlægð. Einkum éta kýmar fóður í 0,4 m hæð og sjaldan í meiri hæð en 1 m. Kýmar eyddu aðeins 1% af áttím- anum í að éta fóður í 0,2 m hæð úr fóðurstálinu. Kýmar átu aldrei úr fóðurstálinu undir 0,1 m, sem skýrist af því að þær eiga erfitt með að ná svo langt niður. Einn- ig má vera að það fóður sé ólyst- ugra. Framhliðar Hægt er að velja um nokrar gerðir af ffamhliðum þegar settir em upp fóðurgangar með færan- legum framhliðum. Algengastar em svokallaðar læsanlegar jötu- grindur, einnig þekkjast jötu- grindur með bogum sem afmarka átpláss. Almennt má segja að notkun læsanlegra jötugrinda sé umdeild | og em niðurstöður rannsókna þar um misvísandi. Shipka og Arave (1996) gerðu athugun á því að læsa kýr í 4 klst. við fóðurgang og fengu ekki teljanlegan mun á fóðuráti eða afurðum, miðað við kýr sem vom ekki læstar við fóð- urganginn. Arave et al. (1996) greindi svipað fóðurát en minni afurðum hjá kúm sem vom læstar við jötugrind í 4 klst. yfir sumar- tímann. Við endurbætur á eldri bygg- ingum er off ekki hægt að koma því við að sérstök meðhöndlunar- stía sé fýrir hendi. í slíkum til- vikum ætti að hafa læsanlegar jötugrindur á fóðursvæðinu. Sé meðöndlunarstía fyrir hendi ætti að vera nægilegt að hafa einungis læsanlegar jötugrindur þar. Hér verður þó líka að horfa til þess vinnulags sem viðhaft er við al- Freyr 9/2002 - 33 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.