Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.2002, Side 39

Freyr - 01.11.2002, Side 39
þjarkar (mjaltarar), mjaltabásar með láglínukerfi og sjálfvirkum afitökurum og hringekjur eru al- gengastar og sambærilegt við það sem nýjast er hér heima. Hvað tækni við fóðrun varðar eru kjamfóðurbásar og tölvustýrðir gróffóðurvagnar algengir. Einnig heilfóðurvagnar þar sem gróf- og kjamfóðri er blandað saman og má segja að þar komi manns- höndin hvergi nærri, allt tölvu- stýrt. Þannig má segja að tækni og sjálfvirkni við gróffóðmn sé almennt komin töluvert lengra í Danmörku en hér heima. Þessari gjafatækni virðist mega koma fyrir hvar sem er, eins og hverj- um og einum hentar best. Spum- ingin er aðeins þessi: Hversu margar krónur hver og einn vill fjárfesta fyrir? Ráðstefna þessi var öll hin ánægjulegasta, vel skipulögð og til sóma þeim sem hana héldu. Þegar heim er komið stendur það kannski helst upp úr að hafa ferð- ast á nýjar slóðir, kynnst nýjung- um og fylgst með þeirri þróun sem á sér stað í atvinnugreininni. En síðast en ekki síst að hafa kynnst nýju fólki, bæði innlendu og erlendu, sem er að fást við sömu hluti og við, eiga með því góðar stundir og skiptast á skoð- unum um búskapinn, lífið og til- vemna i sinni víðustu mynd. (Deild NÖK í Danmörku held- ur úti vefsíðunni www.cattle.dk). Altalað á kaffistofunni Relsupassl herra Sölva Helgasonar Guðmundsen Síslumaðurinn í Norður- Múlasíslu, gjörir vitanlegt, að herra silfur- og gullsmiður, mál- ari og hárskeri m.m. Sölvi Helgason Guðmundsen óskar í dag af mér, reisupassa frá Nor- Múlasíslu ifir austur- og suður og norður-fjórðunga Islands, til ímislegra þarflegra erinda. Meðfram öðmrn hans erindum, ætlar hann að setja sig niður, í einhverri síslu, á þesari ferð, sem annar handverksmaður, hver að er þó flestum hand- verksmönnum meiri, og betur að sér til sálar og líkama, og er hann firir löngu búinn að gjöra sig nafhfrægan í norður- og aus- tur-fjórðungum landsins, með sínum ffamúrskarandi gáfum á flestum smíðum og á alla málma, klæði og tré, líka firir ímsar uppáftnningar og ímsar fróðlegar og hugvitsfullar kúnst- ir, en þó mest fírir iðni, klapp, minni, ásmndun og sálarflug og skapandi ímindunarafl og kraft, bæði smekk, tilfinning og fegurð í öllum bókmenntum, og glímur, fjör og fímleik, ganghörku sund og handahlaup. Með sundinu hefur hann bjargað, að öllu samanlögðu 18 manns, er falið hafa í ár, vötn -ströng og lign- og sjó. A handahlaupum hefur hann verið reindur við færustu hesta, bæði nirðra og eistra, og hefur hann, að sögn annara en hans sjálfs, borið langt af. Margar eru hans íþróttir fleiri og meiri, þó ekki séu hér upptaldar, og mætti þó tilnefna nokrar, sem hann skorar fram úr öðrum í, sem eru: allar listir hér að framan töldu, einnig frábær ráðvendni og stilling, góðmennska og lítil- læti og hógværð og hreinskilni, greiði og gjafmildi og fleira. Fyrir þessar listir og digðir, sem hann er útbúinn með og sem hann sínir jafnt öllum, af öllum stéttum, þá er hann elsk- aður af hveijum manni, í hverri röð sem er, sem verðugt er. Þessi passi gildir frá fírsta ágústmánaðar 1843 til þess 30. júní mánaðar 1844, handa herra gullsmið, málara og hárskera Sölva H. Guðmundsen sem reisupassi, en að öllu sem full- kominn síslupassi, ef hann setur sig niður í einhverri síslu, eins og hér er getið um að framan. Þessi passi gildir fírir herra Guðmundsen, héðan frá Norður- Múlasíslu, ifír allan þann part landsins, sem hér að framan er skrifaður, þó enginn síslumaður skrifí á hann, heim til Norður- Múlasíslu aftur, ef hann setur sig ekki niður í einhverri sísl- unni á ferðinni, eins og hans áfrom er, sem fir er sagt, hér að framan. (Afrit úr eftirlátnum gögnum Metúsalems Stefánssonar, búnaðarmálastjóra). Freyr 9/2002 - 39 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.