Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2002, Page 46

Freyr - 01.11.2002, Page 46
Vanda þarf tll fjárfestlnga Samandregið yfirlit Mjólkurframleiðendur með hæfileika og áhuga á starfi sínu standa ffammi fyrir miklum fjár- festingum til að geta stundað búskap sinn í framtíðinni. Fjár- festingar verða einkum að miðast við vinnuhagræðingu, jafnframt því að vera arðsamar. Þar vegur þyngst að þær endist vel og lengi. Síðustu 4-5 ár hafa mjólkur- ffamleiðendur fjárfest mikið í bú- rekstri sínum og í kjölfar þess hafa þeir stækkað bú sín veru- lega. Jafnframt því hafa margir þeirra horfið frá básafjósi og tek- ið upp lausagöngufjós. Allt bendir til þess að mjólkur- framleiðendum í Danmörku fækki um helming á næstu tíu ár- um, þannig að enn er þörf á ijár- festingum - jafnvel stórfelldum - á helmingi býlanna, sem eiga að nýtast við framleiðsluna effir tíu ár. Það verður áfram ögrandi við- fangsefni að velja þar og hafna þannig að hámarks árangur náist. Hvers konar fjárfestingum ÞARF Á AÐ HALDA í FRAMTÍÐINNI? A næstu tíu árum mun bú- stærðin tvöfaldast, þ.e. meðalbú- stærðin verður 150 kýr. Aukið frelsi til framleiðslu gerir kröfur um meiri framleiðni í rekstrinum. Einn kosturinn í aukinni fram- leiðni er meiri sérhæfmg í rekstri. Þar má nefna að gróffóður verði aðkeypt. í öðru lagi að kvíguupp- eldi fari fram á öðrum búum. Ástæða er til að hafa augun opin fyrir þessu tvennu þegar fjárfest- ingar eru skipulagðar. Þá ber að hafa í huga að launa- kostnaður hefur aukist mun meira en annar kostnaður á síðustu ár- um. Ætla má að sú þróun haldi áfram. Það hefur í for með sér að hagkvæmt getur verið að fjárfesta í tækniútbúnaði í enn meira mæli en hingað til því að það sparar vinnuafl. Hvers þarf með til að rétt sé AÐ LEGGJA ÚT I MIKLAR FJÁRFESTINGAR? Margt þarf til að fjárfestingam- ar heppnist vel. Hér skulu nefndir Qórir mikilvægir þættir: * Áhugi bóndans á starfmu, mjólkurframleiðslu. * Fagleg þekking á mjólkur- framleiðslu. * Skilningur á því að starf við búið getur tekið grundvallar- breytingum í framtíðinni. * Möguleikar búsins til mjólkur- framleiðslu. Ef bóndanum fínnst mjólkur- framleiðsla ekki spennandi eða áhugavert starf á hann ekki að leggja út í miklar fjárfestingar nema sem þátt í kynslóðaskipt- um. Hinn sterki samtvinnaði þáttur milli starfs og einkalífs gerir jafnframt kröfur til allrar ijölskyldunnar. Að sjálfsögðu þarf ekki öll ijölskyldan að taka þátt í verkunum og það er heldur ekki nauðsynlegt að fjölskyldan hafí öll ómældan áhuga á bú- rekstrinum. Það er hins vegar nauðsynlegt að öll fjölskyldan sé sátt við þær sérstöku aðstæður sem eru fyrir hendi þegar mjólkurframleiðsla og einkalíf samþættast. Fagleg hæftii, (sem birtast í kröftugum núverandi rekstri) þarf að vera fyrir hendi áður en lagt er út í fjárfestingar. Það er mjög fá- gætt að árangur batni með aukn- um fjárfestingum ef reksturinn er eftir Rasmus Andersen, verkefnastjóra í vinnuhópi um hagkvæma nautgriparækt, Landbrugets Ridgivningscenter í Danmörku slakur fyrir því að nýjar fjárfest- ingar gera auknar kröfur til stjómar á rekstrinum. Við miklar fjárfestingar breytist vinnulag á búinu oft verulega. Áður gat vinnan einkum verið fólgin í gegningum og vinnu við gróffóðuröflunina. Á eftir er það bústjómin innávið og útávið sem skiptir mestu máli. Það er skyn- samlegt að huga að þessu fyrir- fram og e.t.v. að kynnast því af eigin raun með því að fara í verk- þjálfun á stóm kúabúi áður en tekin er ákvörðun um miklar fjár- festingar. Aðstaða til mjólkurframleiðslu á búinu skiptir einnig miklu máli. Hvemig liggur landið m.t.t. bygginga? Hversu stór er jörðin? Hvemig er jörðin staðsett miðað við næsta þéttbýli, vatnsból, frið- uð svæði og annað sem samfé- lagið skapar og hefur áhrif á? Að lokum er mikilvægt að meta ástand þeirra mannvirkja og framleiðsluaðstöðu sem fyrir er á jörðinni. Arðsemi Því aðeins á að fjárfesta að ijárfestingin skili arði. Þar með er ekki sagt að ffamkvæma eigi endilega allar arðsamar fjárfest- ingar. Það sem skiptir máli er að hagkvæmustu fjárfestingamar hafí forgang. | 46 - Freyr 9/2002

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.