Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1947, Síða 11

Skátablaðið - 01.04.1947, Síða 11
FYRIR YNGRI LESENDUR: KULUMALA Saga um hraustan indverskan dreng EGAR Kulumala varð ellefu ára, gaf faðir hans, Kulu, honum lítið spjót. Spjótið var ekki neitt leikfang. Enda þótt það væri helmingi minna en spjót föður hans, var á því beittur oddur, liðlegt og sterkt skaft. Kulumala gaf spjótinu nafnið „Tígrabani", af því að hann sagði, að ein- hvern tírna mundi það drepa Shen, tígris- dýrið, sem allir þorpsbúar óttuðust. En her- mennirnir hlógu bara að Kulumala, er þeir heyrðu hann segja þetta, og töldu það hina mestu fjarstæðu, að drengurinn gæti frekar drepið dýrið en þeir. Dag nokkurn var Kulumala að æfa sig í að kasta spjótinu í mark, rétt utan við þorpið. Hann var nýbúinn að hæfa markið mjög vel, þegar hann allt í einu heyrði lágt þrusk bak við sig. Á sama augnabliki og hann heyrði hljóðið, sneri hann sér við, og þarna sté)ð þá Shen — ekki í tíu skrefa fjarlægð frá honum. Kulumala stóð sem þrumu lostinn. Hann sá, að liann gat ekki náð til spjótsins, áður en Shen næði hon- um. Hið eina, sem hann gat gert, var að forða sér upp í tré. Og það gerði hann. Á sama augnabliki stökk Shen, — en of seint —, Kuhunala var þegar kominn upp í topp trésins. Shen reyndi að klifra upp tréð, en það var of hátt og bratt. Allar tilraunir misheppnuðust og loks gafst Shen upp og drattaðist af stað í áttina til þorps- ins. Varla var tígrisdýrið komið inn í myrk- viðinn, þegar Kulumala skauzt eins og kólfi væri skotið niður úr trénu, sótti spjót sitt og hrópaði af öllum lífs og sálarkröftum hættuópið, svo að konurnar í þorpinu gætu forðað sér og börnum sínum inn í kofana. Enginn eldri karlmannanna var heima þeinr til varnar. Allir voru á veiðum. Þegar Kulumala hafði fullvissað sig um, að spjótið væri í lagi, læddist hann varlega á eftir tígrisdýrinu. Nú var hið gullna tæki- færi komið. Hann skyldi drepa Shen og vinna sjálfur hið mikla ])arfa- og frægðar- verk. Kulumala hugsaði með sér, að bezt væri að klifra upp í eitt tréð við þorpsveg- SKATABLAÐID 31

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.