Skátablaðið - 01.04.1947, Blaðsíða 13
GUSTAV ADOLF
Við fráfall Gustavs Adolfs Svíaprins hefur stórt skarð og vandfyllt verið höggvið í fylk-
ingu skáta, ekki einungis í Svíþjóð heldur og hvarvetna, þar sem skátar starfa.
Gustav Adolf gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir skátafélagsskapinn. Hann var for-
maður „Boy Scouts Internationai Committee". Hann var formaður skátaráðs Norðurlanda,
og hann var formaður „Svenska Scoutradet".
Ef til vill gæti einhverjum dottið í hug, að Gustav Adolf liefði verið falin þessi störf vegna
tignar hans og konunglegu aðstöðu, en því fer fjarri. Áhugi hans og dugnaður er kunnur
í heimi skáta og allir báru til hans hið bezta traust.
Gustav Adolf var vel skátamenntaður. Hann hafði tekið öll helztu skátapróf, verið á
mörgum námskeiðum og var Gilwell-skáti. Hann liafði tekið þátt i mörgum útilegum, legið
í tjöldum, matreitt, þvegið upp og notið glaður hins frjálsa skátalífs í hópi kátra skátabræðra.
Gustav Adolf var því vel ljóst hið uppeldislega gildi skátastarfsins og var umliugað, að sem
flestir unglingar fengju tækifæri til þess að starfa innan vébanda skátahreyfingarinnar.
Gustav Adolf var enginn „punt“-skáti vegna tignar sinnar. Hann var sannur og einlægur
skáti, góður, glaður og hjálpsamur skátabróðir, sem ávallt var viðbúinn til starfs fyrir skátana.
Gustav Adolf er nú farinn heim. Sænskir skátar sakna nú æðsta yfirmanns síns og tign-
asta. Ekki einungis sænskir skátar, heldur allir þeir, sem kynntust Gustav Adolf, eiga um
hann bjartar og hlýjar minningar. Megi þær lengi lifa, og verða skátum hvatning til nýrra dáða.
JÓNAS B. JÓNSSON.
SKATAB LAÐIÐ
33