Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1947, Blaðsíða 31

Skátablaðið - 01.04.1947, Blaðsíða 31
En nú cr eftir að skoða samkomusalinn. Er hann mjög stór; mun rúma milli þrjú og fjögur hundruð manns í sæti. Hann er allur skreyttur skátaliljum á smekklegan hátt, og skátarnir hafa líka lagt í hann „parket“gólf. í syðri enda hans er ágætt leiksviö. Er það giæsilegt fyrir skáta, að hafa yfir svo góðum sal að ráða. Fyrir norðan salinn er sveitarfundaher- bergi Birkibeina með sérinngangi og þar hefur Skátablaðið fengið sitt eigið herbergi (Bravó!). — Auk alls þessa er svo skrifstofa B.Í.S. og hússins, eldhús og salerni tilbúið. Enn er nokkuð af skálunum óinnréttað af ýmsum orsökum, ber þar fyrst að nefna stóra keilubraut (30 metra langa), leikfimis- skála og skála, sem kvenskátar eiga að fá. Það hefur nú farið fyrir okkur eins og fleirum að skyndiheimsóknin hefur tekið mikinn tíma, svo að nú verð ég að fara fljótt yfir sögu. Opnunardag Skátaheimilisins, 2 maí, stóð mikið til. Kl. um sjö að kvöldi tóku skát- arnir að flykkjast inn eftir og upp úr átta komu gest- irnir, sem boðnir voru að vera við- staddir, borgar- stj., bæjarstjórn, ýmsir aðrir vin- ir og velunnarar skátahreyfingar- innar o. fl., alls töluvert á annað hundrað manns. Var fyrst gengið um húsakynnin og þau skoðuð. í flokksherbergjun- um sýndu skáta- félögin sína dýr- mætustu eign, — hina ungu skáta við ýmis störf og æfingar, — t. d. hjálp í viðlögum, blaðaútgáfu, leð- uriðju, fánaæfingar, flaggastafróf, hnúta, matreiðsluæfingar, hjúkrun sjúkra, o. m. fl. Að því búnu var gengið í stóra salinn og sezt að kaffidrykkju. Þá lýsti skátahöfð- inginn, dr. Helgi Tómasson, opnun heim- ilisins, en síðan skiptust á skemmtiatriði skáta á leiksviðinu og ræðuhöld. Að lokurn var svo stiginn dans nokkra stund. Næstu þrjá daga voru svo haldnar skemmtanir fyrir skáta, ylfinga og ljósálfa við hinar prýðilegustu undirtektir. Síðar mun Skátablaðið birta myndir frá. Skátaheimilinu. SKATABLAÐIÐ 5T

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.